Fótbolti

Birkir: Var ekki sáttur við að fá ekki að spila

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Birkir í viðtali fyrir æfingu í dag.
Birkir í viðtali fyrir æfingu í dag. vísir/vilhelm
Síðasta helgi var afar svekkjandi fyrir Birki Bjarnason. Lið hans, Aston Villa, tapaði úrslitaleik á Wembley um sæti í efstu deild að ári og hann fékk ekkert að taka þátt í leiknum.

„Ég er kannski ekki alveg búinn að jafna mig en þetta ætti að renna úr mér á næstu dögum,“ sagði Birkir fyrir æfingu landsliðsins í dag.

„Þetta var skemmtilegur leikur og allt það. Mjög leiðinlegt að tapa og sérstaklega leiðinlegt að hafa ekki fengið tækifæri til þess að breyta niðurstöðunni. Svona er fótboltinn.“

Birkir var eðlilega ósáttur við að fá ekki að spila enda verðmætasti knattspyrnuleikur hvers árs og það á Wembley.

„Ég var ekki sáttur. Ég hef nú ekki hitt stjórann mikið eftir leikinn þannig að ég hef ekkert rætt þetta við hann,“ segir Birkir en hann gerir ráð fyrir að vera áfram í herbúðum Villa.

„Ég á tvö ár eftir af mínum samningi en allt getur gerst í fótbolta. Ég er mjög sáttur þarna og er ekki að reyna að komast í burtu. Þetta er frábært og stórt félag. Synd að það sé enn í B-deildinni. Vonandi komum við liðinu aftur þangað þar sem það á heima.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×