Furða sig á seint framkomnu persónuverndarfrumvarpi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. maí 2018 06:00 Alþingishúsið við Austurvöll. Vísir/GVA Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu harðlega vinnubrögð ríkisstjórnarinnar á þingfundi í gær. Að þessu sinni var það seint framkomið frumvarp til persónuverndarlaga sem var skotspónninn. Frumvarpið var lagt fram á þinginu í fyrradag en með því er stefnt að innleiðingu á persónuverndarreglugerð Evrópuþingsins og -ráðsins. Reglugerðin tók gildi í flestum öðrum Evrópuríkjum þann 25. maí síðastliðinn. Þar sem frumvarpið var lagt fram eftir 1. apríl þurfti að leita samþykkis þingsins til að taka það á dagskrá. Við afgreiðslu á afbrigðunum tóku stjórnarandstæðingar til máls. „Hæstvirtum ráðherra getur ekki verið alvara með að ætla þinginu viku til að ljúka jafn viðamiklu máli og hér er um að ræða. Það er í raun með ólíkindum að eftir að það var ítrekað kallað eftir því að þetta mál kæmi fram tímanlega sé verið að mæla fyrir því viku fyrir þinglok,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. „Nú gífuryrðin sem eru hér alltaf sett fram varðandi vinnulag eiga auðvitað ekki við nokkur rök að styðjast,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. Þá benti Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, á að frumvarpið hefði verið í umsagnarferli í Samráðsgátt ríkisstjórnarinnar og hægt hefði verið að koma athugasemdum að þar. Þorsteinn benti þá á að fyrst málið hefði legið nær tilbúið í Samráðsgáttinni hefði verið hægt að mæla mun fyrr fyrir því. Þingmönnum væri ætluð vika til að kynna sér málið frá grunni, kalla eftir athugasemdum og vinna úr málinu í nefnd. „Ég hef aldrei séð jafnmikla fádæma vanvirðingu fyrir þinginu og í þessu máli,“ sagði hann. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir mikilvægt að fagna nýrri persónuverndarlöggjöf Seinna í þessum mánuði verða innleidd ný persónuverndarlög hér á landi og starfar fjöldi fólks við undibrúning þeirra. 16. maí 2018 18:34 Alþingi ræðir persónuupplýsingar um alla landsmenn Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um skammarleg vinnubrögð á Alþingi í dag. 29. maí 2018 19:33 Ný persónuverndarreglugerð vonandi innleidd fyrir þinglok Dómsmálaráðherra segist nokkuð bjartsýnn á að Alþingi takist að afgreiða nýtt persónuverndarfrumvarp fyrir þinglok. Nefndarmaður í allsherjar- og menntamálanefnd gagnrýnir vinnubrögðin. Reglugerðin felur í sér viðamiklar breytingar 26. maí 2018 08:30 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu harðlega vinnubrögð ríkisstjórnarinnar á þingfundi í gær. Að þessu sinni var það seint framkomið frumvarp til persónuverndarlaga sem var skotspónninn. Frumvarpið var lagt fram á þinginu í fyrradag en með því er stefnt að innleiðingu á persónuverndarreglugerð Evrópuþingsins og -ráðsins. Reglugerðin tók gildi í flestum öðrum Evrópuríkjum þann 25. maí síðastliðinn. Þar sem frumvarpið var lagt fram eftir 1. apríl þurfti að leita samþykkis þingsins til að taka það á dagskrá. Við afgreiðslu á afbrigðunum tóku stjórnarandstæðingar til máls. „Hæstvirtum ráðherra getur ekki verið alvara með að ætla þinginu viku til að ljúka jafn viðamiklu máli og hér er um að ræða. Það er í raun með ólíkindum að eftir að það var ítrekað kallað eftir því að þetta mál kæmi fram tímanlega sé verið að mæla fyrir því viku fyrir þinglok,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. „Nú gífuryrðin sem eru hér alltaf sett fram varðandi vinnulag eiga auðvitað ekki við nokkur rök að styðjast,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. Þá benti Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, á að frumvarpið hefði verið í umsagnarferli í Samráðsgátt ríkisstjórnarinnar og hægt hefði verið að koma athugasemdum að þar. Þorsteinn benti þá á að fyrst málið hefði legið nær tilbúið í Samráðsgáttinni hefði verið hægt að mæla mun fyrr fyrir því. Þingmönnum væri ætluð vika til að kynna sér málið frá grunni, kalla eftir athugasemdum og vinna úr málinu í nefnd. „Ég hef aldrei séð jafnmikla fádæma vanvirðingu fyrir þinginu og í þessu máli,“ sagði hann.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir mikilvægt að fagna nýrri persónuverndarlöggjöf Seinna í þessum mánuði verða innleidd ný persónuverndarlög hér á landi og starfar fjöldi fólks við undibrúning þeirra. 16. maí 2018 18:34 Alþingi ræðir persónuupplýsingar um alla landsmenn Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um skammarleg vinnubrögð á Alþingi í dag. 29. maí 2018 19:33 Ný persónuverndarreglugerð vonandi innleidd fyrir þinglok Dómsmálaráðherra segist nokkuð bjartsýnn á að Alþingi takist að afgreiða nýtt persónuverndarfrumvarp fyrir þinglok. Nefndarmaður í allsherjar- og menntamálanefnd gagnrýnir vinnubrögðin. Reglugerðin felur í sér viðamiklar breytingar 26. maí 2018 08:30 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Segir mikilvægt að fagna nýrri persónuverndarlöggjöf Seinna í þessum mánuði verða innleidd ný persónuverndarlög hér á landi og starfar fjöldi fólks við undibrúning þeirra. 16. maí 2018 18:34
Alþingi ræðir persónuupplýsingar um alla landsmenn Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um skammarleg vinnubrögð á Alþingi í dag. 29. maí 2018 19:33
Ný persónuverndarreglugerð vonandi innleidd fyrir þinglok Dómsmálaráðherra segist nokkuð bjartsýnn á að Alþingi takist að afgreiða nýtt persónuverndarfrumvarp fyrir þinglok. Nefndarmaður í allsherjar- og menntamálanefnd gagnrýnir vinnubrögðin. Reglugerðin felur í sér viðamiklar breytingar 26. maí 2018 08:30