Lán til Brims nálgast lögboðið hámark Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 30. maí 2018 06:00 Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims Brim Skuldir Brims við Landsbankann nema orðið yfir 20 prósentum af eiginfjárgrunni bankans eftir að bankinn fjármagnaði 22 milljarða króna kaup sjávarútvegsfélagsins á ríflega þriðjungshlut í HB Granda. Bankinn er ekki reiðubúinn til þess að lána Brimi fyrir kaupum á stærri hlut, samkvæmt heimildum Markaðarins, enda gæti þá áhætta hans gagnvart sjávarútvegsfélaginu fljótt farið yfir 25 prósenta leyfilega hámarkið sem kveðið er á um í reglum Fjármálaeftirlitsins. Þá er það ekki talið til þess fallið að auðvelda Brimi að fjármagna kaupin, að sögn kunnugra, að virði tæplega þriðjungshlutar félagsins í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum er metið nærri tvöfalt meira í bókum Brims en í nýlegu verðmati sem gert var á Vinnslustöðinni. Bankaráð Landsbankans samþykkti að bankinn veitti Brimi, einum af sínum stærstu viðskiptavinum, lán til þess að fjármagna kaup félagsins á 34 prósenta hlut Vogunar og Fiskveiðahlutafélagsins Venusar í HB Granda. Lánið var veitt gegn ströngum skilyrðum, eftir því sem heimildir Markaðarins herma, og þurfti útgerðarfélagið að ganga langt í að veðsetja eignir sínar. Skuldbinding Brims gagnvart Landsbankanum er samtals yfir 45 milljarðar króna, eða sem nemur meira en 20 prósentum af 225 milljarða króna eiginfjárgrunni bankans, sem gerir sjávarútvegsfélagið að einum stærsta skuldara bankans. Samkvæmt reglum Fjármálaeftirlitsins um stórar áhættuskuldbindingar má áhætta banka gagnvart viðskiptavini ekki fara yfir 25 prósent af eiginfjárgrunni bankans. Stærstu hluthafar HB Granda, svo sem Lífeyrissjóður verslunarmanna, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Gildi, hyggjast hafna yfirtökutilboði Brims en ákveði ýmsir minni hluthafar, til dæmis einkafjárfestar eða verðbréfasjóðir, að taka tilboðinu og selja sinn hlut þarf Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og annar eigenda Brims, að leita annað en til Landsbankans eftir fjármögnun. Til greina kemur af hálfu Brims að selja annaðhvort þriðjungshlut sinn í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum eða félagið Ögurvík sem það eignaðist sumarið 2016.Vísir/eyþórTil greina kemur af hálfu Guðmundar, að sögn viðmælenda Markaðarins sem þekkja vel til stöðu mála, að fá fjárfesta, meðal annars sem eru fyrir í hluthafahópi HB Granda, til þess að taka þátt í kaupunum með sér eða að Brim selji annaðhvort þriðjungshlut sinn í Vinnslustöðinni eða útgerðarfélagið Ögurvík sem það eignaðist sumarið 2016. Þá eru ákveðin vandkvæði á því að erlendir bankar geti hjálpað til við fjármögnunina vegna takmarkana í lögum á erlendu eignarhaldi í íslenskum sjávarútvegi. Frestur til þess að svara yfirtökutilboði Brims, sem hljóðar upp á 34,3 krónur á hlut, rennur út 29. júní næstkomandi. Þá fyrst kemur í ljós hve stóran hlut Brim þarf að kaupa til viðbótar. Ef hluthafar sem fara með 10 prósenta hlut í HB Granda, svo dæmi sé tekið, ákveða að ganga að tilboði Brims þyrfti félagið að reiða fram hátt í 7 milljarða króna til viðbótar. Ólíklegt er hins vegar er talið að svo stór hópur hluthafa muni samþykkja yfirtökutilboðið.Metinn á yfirverði Umræddur þriðjungshlutur Brims í Vinnslustöðinni er metinn á yfirverði í bókum sjávarútvegsfélagsins miðað við verðmat sem gert var á Vinnslustöðinni fyrir skemmstu. Er sú staðreynd ekki talin gera Brim auðveldara um vik að fjármagna kaupin. Hluturinn var metinn á um 11,5 milljarða króna – og allt hlutafé Vinnslustöðvarinnar þar með metið á um 35 milljarða króna – í lok árs 2016 í ársreikningi Brims en að sögn kunnugra sýnir nýlegt verðmat að virði Vinnslustöðvarinnar sé næstum helmingi lægra eða um 18 milljarðar og upplausnarvirðið 33 milljarðar. Samanburður við upplausnarvirði HB Granda, þar sem miðað er við Q-hlutfallið 0,65, leiðir jafnframt í ljós að virði Vinnslustöðvarinnar liggur í kringum 20 milljarða króna. Í ljósi þessa mikla munar á annars vegar virði Vinnslustöðvarinnar í bókum Brims, sem byggist á gengi í nokkurra ára gömlum viðskiptum með hlut í félaginu, og hins vegar virði Vinnslustöðvarinnar samkvæmt sjóðstreymismati þykir ólíklegt að Brim hafi átt þess kost að veðsetja þriðjungshlut sinn að öllu leyti í samræmi við bókfært virði hans í efnahagsreikningi félagsins. Að mati viðmælenda Markaðarins er sennilegt að Guðmundur, sem var kjörinn stjórnarformaður HB Granda á aðalfundi félagsins í byrjun mánaðarins, kjósi fremur, ef þess gerist þörf, að selja Ögurvík en þriðjungshlutinn í Vinnslustöðinni til þess að forðast að þurfa að innleysa bókfært tap vegna hlutarins í síðarnefnda félaginu. Einnig er talið að auðveldara sé fyrir Guðmund að selja útgerðarfélag, sem á frystitogara og aflaheimildir, heldur en hlutabréf. Meiri áhugi sé á félaginu. Mikið skuldsett Greint var frá því í Morgunblaðinu fyrr í mánuðinum að Brim hefði selt frystitogarann Brimnes RE til Rússlands. Um leið hefði fjörutíu manna áhöfn misst vinnuna. Kaupverðið var sagt trúnaðarmál en samkvæmt heimildum Markaðarins reyndist það ekki vera svo hátt að það muni hjálpa félaginu, svo miklu nemi, við að fjármagna kaupin í HB Granda. Skuldir samstæðu Brims, að frádreginni tekjuskattsskuldbindingu, námu tæpum 31 milljarði króna í lok árs 2016 en þar af voru skuldir við lánastofnanir, fyrst og fremst Landsbankann, viðskiptabanka Brims um árabil, um 27 milljarðar. Sama ár var EBITDA – rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – um 1,7 milljarðar og voru skuldirnar því um átjánföld EBITDA. Eignir félagsins, sem samanstanda einkum af aflaheimildum upp á 25,5 milljarða, námu ríflega 59 milljörðum í árslok 2016 og var eigið fé þess tæplega 23 milljarðar á sama tíma. Brim tapaði alls 100,4 milljónum króna árið 2016. Þar koma meðal annars til neikvæð afkoma grænlenska sjávarútvegsfélagsins Arctic Prime Fisheries, sem Brim á fjórðungshlut í, en hlutdeild íslenska félagsins í afkomunni var neikvæð um 105 milljónir. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Brim þyrfti að losa eignir Útgerðarfélagið Brim þyrfti að losa sig við eignir fari svo að hluthafar í HB Granda samþykki yfirtökutilboð Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims og stjórnarformanns HB Granda. 23. maí 2018 06:00 65 milljarða yfirtaka í pípunum þvert á vilja stærsta hluthafans Útgerðarfélaginu Brimi ber lagaleg skylda til yfirtökutilboðs í HB Granda, eftir að félagið keypti 34,1% eignarhlut Kristjáns Loftssonar og Halldórs Teitssonar í HB granda í viðskiptum upp á tæplega 21,7 milljarða króna á miðvikudag. 20. apríl 2018 06:00 Brim gerir hluthöfum HB Granda kauptilboð Brim keypti í byrjun mánaðarins alls 34 prósent hlutafjár HB Granda á tæplega 21,7 milljarða króna. 28. maí 2018 18:23 Mest lesið Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Skuldir Brims við Landsbankann nema orðið yfir 20 prósentum af eiginfjárgrunni bankans eftir að bankinn fjármagnaði 22 milljarða króna kaup sjávarútvegsfélagsins á ríflega þriðjungshlut í HB Granda. Bankinn er ekki reiðubúinn til þess að lána Brimi fyrir kaupum á stærri hlut, samkvæmt heimildum Markaðarins, enda gæti þá áhætta hans gagnvart sjávarútvegsfélaginu fljótt farið yfir 25 prósenta leyfilega hámarkið sem kveðið er á um í reglum Fjármálaeftirlitsins. Þá er það ekki talið til þess fallið að auðvelda Brimi að fjármagna kaupin, að sögn kunnugra, að virði tæplega þriðjungshlutar félagsins í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum er metið nærri tvöfalt meira í bókum Brims en í nýlegu verðmati sem gert var á Vinnslustöðinni. Bankaráð Landsbankans samþykkti að bankinn veitti Brimi, einum af sínum stærstu viðskiptavinum, lán til þess að fjármagna kaup félagsins á 34 prósenta hlut Vogunar og Fiskveiðahlutafélagsins Venusar í HB Granda. Lánið var veitt gegn ströngum skilyrðum, eftir því sem heimildir Markaðarins herma, og þurfti útgerðarfélagið að ganga langt í að veðsetja eignir sínar. Skuldbinding Brims gagnvart Landsbankanum er samtals yfir 45 milljarðar króna, eða sem nemur meira en 20 prósentum af 225 milljarða króna eiginfjárgrunni bankans, sem gerir sjávarútvegsfélagið að einum stærsta skuldara bankans. Samkvæmt reglum Fjármálaeftirlitsins um stórar áhættuskuldbindingar má áhætta banka gagnvart viðskiptavini ekki fara yfir 25 prósent af eiginfjárgrunni bankans. Stærstu hluthafar HB Granda, svo sem Lífeyrissjóður verslunarmanna, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Gildi, hyggjast hafna yfirtökutilboði Brims en ákveði ýmsir minni hluthafar, til dæmis einkafjárfestar eða verðbréfasjóðir, að taka tilboðinu og selja sinn hlut þarf Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og annar eigenda Brims, að leita annað en til Landsbankans eftir fjármögnun. Til greina kemur af hálfu Brims að selja annaðhvort þriðjungshlut sinn í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum eða félagið Ögurvík sem það eignaðist sumarið 2016.Vísir/eyþórTil greina kemur af hálfu Guðmundar, að sögn viðmælenda Markaðarins sem þekkja vel til stöðu mála, að fá fjárfesta, meðal annars sem eru fyrir í hluthafahópi HB Granda, til þess að taka þátt í kaupunum með sér eða að Brim selji annaðhvort þriðjungshlut sinn í Vinnslustöðinni eða útgerðarfélagið Ögurvík sem það eignaðist sumarið 2016. Þá eru ákveðin vandkvæði á því að erlendir bankar geti hjálpað til við fjármögnunina vegna takmarkana í lögum á erlendu eignarhaldi í íslenskum sjávarútvegi. Frestur til þess að svara yfirtökutilboði Brims, sem hljóðar upp á 34,3 krónur á hlut, rennur út 29. júní næstkomandi. Þá fyrst kemur í ljós hve stóran hlut Brim þarf að kaupa til viðbótar. Ef hluthafar sem fara með 10 prósenta hlut í HB Granda, svo dæmi sé tekið, ákveða að ganga að tilboði Brims þyrfti félagið að reiða fram hátt í 7 milljarða króna til viðbótar. Ólíklegt er hins vegar er talið að svo stór hópur hluthafa muni samþykkja yfirtökutilboðið.Metinn á yfirverði Umræddur þriðjungshlutur Brims í Vinnslustöðinni er metinn á yfirverði í bókum sjávarútvegsfélagsins miðað við verðmat sem gert var á Vinnslustöðinni fyrir skemmstu. Er sú staðreynd ekki talin gera Brim auðveldara um vik að fjármagna kaupin. Hluturinn var metinn á um 11,5 milljarða króna – og allt hlutafé Vinnslustöðvarinnar þar með metið á um 35 milljarða króna – í lok árs 2016 í ársreikningi Brims en að sögn kunnugra sýnir nýlegt verðmat að virði Vinnslustöðvarinnar sé næstum helmingi lægra eða um 18 milljarðar og upplausnarvirðið 33 milljarðar. Samanburður við upplausnarvirði HB Granda, þar sem miðað er við Q-hlutfallið 0,65, leiðir jafnframt í ljós að virði Vinnslustöðvarinnar liggur í kringum 20 milljarða króna. Í ljósi þessa mikla munar á annars vegar virði Vinnslustöðvarinnar í bókum Brims, sem byggist á gengi í nokkurra ára gömlum viðskiptum með hlut í félaginu, og hins vegar virði Vinnslustöðvarinnar samkvæmt sjóðstreymismati þykir ólíklegt að Brim hafi átt þess kost að veðsetja þriðjungshlut sinn að öllu leyti í samræmi við bókfært virði hans í efnahagsreikningi félagsins. Að mati viðmælenda Markaðarins er sennilegt að Guðmundur, sem var kjörinn stjórnarformaður HB Granda á aðalfundi félagsins í byrjun mánaðarins, kjósi fremur, ef þess gerist þörf, að selja Ögurvík en þriðjungshlutinn í Vinnslustöðinni til þess að forðast að þurfa að innleysa bókfært tap vegna hlutarins í síðarnefnda félaginu. Einnig er talið að auðveldara sé fyrir Guðmund að selja útgerðarfélag, sem á frystitogara og aflaheimildir, heldur en hlutabréf. Meiri áhugi sé á félaginu. Mikið skuldsett Greint var frá því í Morgunblaðinu fyrr í mánuðinum að Brim hefði selt frystitogarann Brimnes RE til Rússlands. Um leið hefði fjörutíu manna áhöfn misst vinnuna. Kaupverðið var sagt trúnaðarmál en samkvæmt heimildum Markaðarins reyndist það ekki vera svo hátt að það muni hjálpa félaginu, svo miklu nemi, við að fjármagna kaupin í HB Granda. Skuldir samstæðu Brims, að frádreginni tekjuskattsskuldbindingu, námu tæpum 31 milljarði króna í lok árs 2016 en þar af voru skuldir við lánastofnanir, fyrst og fremst Landsbankann, viðskiptabanka Brims um árabil, um 27 milljarðar. Sama ár var EBITDA – rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – um 1,7 milljarðar og voru skuldirnar því um átjánföld EBITDA. Eignir félagsins, sem samanstanda einkum af aflaheimildum upp á 25,5 milljarða, námu ríflega 59 milljörðum í árslok 2016 og var eigið fé þess tæplega 23 milljarðar á sama tíma. Brim tapaði alls 100,4 milljónum króna árið 2016. Þar koma meðal annars til neikvæð afkoma grænlenska sjávarútvegsfélagsins Arctic Prime Fisheries, sem Brim á fjórðungshlut í, en hlutdeild íslenska félagsins í afkomunni var neikvæð um 105 milljónir.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Brim þyrfti að losa eignir Útgerðarfélagið Brim þyrfti að losa sig við eignir fari svo að hluthafar í HB Granda samþykki yfirtökutilboð Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims og stjórnarformanns HB Granda. 23. maí 2018 06:00 65 milljarða yfirtaka í pípunum þvert á vilja stærsta hluthafans Útgerðarfélaginu Brimi ber lagaleg skylda til yfirtökutilboðs í HB Granda, eftir að félagið keypti 34,1% eignarhlut Kristjáns Loftssonar og Halldórs Teitssonar í HB granda í viðskiptum upp á tæplega 21,7 milljarða króna á miðvikudag. 20. apríl 2018 06:00 Brim gerir hluthöfum HB Granda kauptilboð Brim keypti í byrjun mánaðarins alls 34 prósent hlutafjár HB Granda á tæplega 21,7 milljarða króna. 28. maí 2018 18:23 Mest lesið Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Brim þyrfti að losa eignir Útgerðarfélagið Brim þyrfti að losa sig við eignir fari svo að hluthafar í HB Granda samþykki yfirtökutilboð Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims og stjórnarformanns HB Granda. 23. maí 2018 06:00
65 milljarða yfirtaka í pípunum þvert á vilja stærsta hluthafans Útgerðarfélaginu Brimi ber lagaleg skylda til yfirtökutilboðs í HB Granda, eftir að félagið keypti 34,1% eignarhlut Kristjáns Loftssonar og Halldórs Teitssonar í HB granda í viðskiptum upp á tæplega 21,7 milljarða króna á miðvikudag. 20. apríl 2018 06:00
Brim gerir hluthöfum HB Granda kauptilboð Brim keypti í byrjun mánaðarins alls 34 prósent hlutafjár HB Granda á tæplega 21,7 milljarða króna. 28. maí 2018 18:23