Ólík upplifun af sjálfum með frægum í ratleikjum Stefán Árni Pálsson skrifar 9. júní 2018 23:28 Egill Helgason, Sóli Hólm og Margrét Erla Maack ræða sjálfur með frægum. Vísir/GVA/Stefán Mikil umræða hefur átt sér stað um ratleiki þar sem vinahópar og starfsmenn fyrirtækja í hópefli ferðast iðulega um borg og bý leit að stigum fyrir „verkefni“ sem eru lögð fyrir þá í þessum sívinsæla leik. Þessi iðja hefur verið sérstaklega vinsæl þegar verið er að annað hvort steggja eða gæsa einstaklinga sem eru á leið í hjónaband og er oftast nær eitt „verkefni“ í þessum ratleikjum sem felst í því að fá mynd af sér með einhverjum frægum. Ísland er ekki fjölmennt land og hópur frægra ekki ýkja stór. Það veldur því að þessi fámenni hópur frægra hér á landi þarf að sitja ansi oft fyrir á myndum með ókunnugum á ferðum sínum. Þetta leggst misvel í þjóðþekkta einstaklinga. Einn þeirra er fjölmiðlakonan fyrrverandi Margrét Erla Maack sem starfar í dag sem sviðslistakona. Hún vakti máls á þessu á samfélagsmiðlinum Twitter í dag þar sem hún sagði þessa iðju vera óþolandi.Þetta selfí með frægum er ömurlegt kids. Ég snappaði á eitthvað aumingjans gæsapartí í dag. Ég er manneskja, ekki þjóðareign. Ég er ekki merkilegri en annað fólk. https://t.co/pN1LjPVtM3— margrét erla maack (@mokkilitli) June 9, 2018 Uppistandarinn Sóli Hólm tók þátt í umræðunni og sagðist ekki deila þessari upplifun Margrétar. Sagði Sóli að hann yrði vafalaust ekki langlífur í skemmtanabransanum án aðdáenda sinna og sagði að þeir mættu alltaf fá mynd af sér.Kæru fans! Ég deili ekki þessari upplifun. Megið alltaf fá mynd með mér, anytime. Ég yrði ekki langlífur í bransanum án ykkar. Love, Hólm. https://t.co/KUGtorn2Ub— Sóli Hólm (@SoliHolm) June 9, 2018 Undir þetta tók fjölmiðlamaðurinn Þorbjörn Þórðarson og sömuleiðis uppistandarinn Bylgja Babýlóns sem finnst slíkar fyrirspurnir fyndnar þar sem það sé yfirleitt þannig að aðeins ein manneskja úr hópnum þekki hana.Mér finnst þetta alltaf geggjað fyndið því það er yfirleitt bara ein manneskja í hópnum sem veit hver ég er, útskýrir það fyrir hinum og þau bara sona “she'll do”— Bylgja Babýlons (@bylgja_babylons) June 9, 2018 Margrét vakti einnig máls á þessu á Facebook þar sem hún sagði þessar fyrirspurnir ókunnugra afar einkennilegar í hennar tilviki þar sem hún væri í raun ekkert fræg. Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens sagði þetta vera daglegt brauð í hans tilviki enda einn allra þekktasti tónlistarmaður landsins. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason sagði fólk yfirleitt kurteist og almennilegt þegar það biður um „selfie“ með honum. Hann deildi góðri sögu með svari sínu en hún var frá heimsókn John F. Kennedy yngri hingað til lands á tíunda áratug síðustu aldar. John F. Kennedy yngri er sonur John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og vöktu ferðir hans hér á landi jafnan mikla athygli. Egill rifjar upp þegar Kennedy yngri stöðvaði á Búðardal til að taka bensín. Í glugga kaupfélagsins stóð fjöldi manns og góndi út. Töldu flestir að þeir sem horfðu út um gluggann væru að fylgjast með Kennedy yngri en í ljós kom að athygli þeirra beindist að tónlistar- og útvarpsmanninum Þorgeiri Ástvaldssyni sem var að taka bensín fyrir aftan Kennedy. Mest lesið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
Mikil umræða hefur átt sér stað um ratleiki þar sem vinahópar og starfsmenn fyrirtækja í hópefli ferðast iðulega um borg og bý leit að stigum fyrir „verkefni“ sem eru lögð fyrir þá í þessum sívinsæla leik. Þessi iðja hefur verið sérstaklega vinsæl þegar verið er að annað hvort steggja eða gæsa einstaklinga sem eru á leið í hjónaband og er oftast nær eitt „verkefni“ í þessum ratleikjum sem felst í því að fá mynd af sér með einhverjum frægum. Ísland er ekki fjölmennt land og hópur frægra ekki ýkja stór. Það veldur því að þessi fámenni hópur frægra hér á landi þarf að sitja ansi oft fyrir á myndum með ókunnugum á ferðum sínum. Þetta leggst misvel í þjóðþekkta einstaklinga. Einn þeirra er fjölmiðlakonan fyrrverandi Margrét Erla Maack sem starfar í dag sem sviðslistakona. Hún vakti máls á þessu á samfélagsmiðlinum Twitter í dag þar sem hún sagði þessa iðju vera óþolandi.Þetta selfí með frægum er ömurlegt kids. Ég snappaði á eitthvað aumingjans gæsapartí í dag. Ég er manneskja, ekki þjóðareign. Ég er ekki merkilegri en annað fólk. https://t.co/pN1LjPVtM3— margrét erla maack (@mokkilitli) June 9, 2018 Uppistandarinn Sóli Hólm tók þátt í umræðunni og sagðist ekki deila þessari upplifun Margrétar. Sagði Sóli að hann yrði vafalaust ekki langlífur í skemmtanabransanum án aðdáenda sinna og sagði að þeir mættu alltaf fá mynd af sér.Kæru fans! Ég deili ekki þessari upplifun. Megið alltaf fá mynd með mér, anytime. Ég yrði ekki langlífur í bransanum án ykkar. Love, Hólm. https://t.co/KUGtorn2Ub— Sóli Hólm (@SoliHolm) June 9, 2018 Undir þetta tók fjölmiðlamaðurinn Þorbjörn Þórðarson og sömuleiðis uppistandarinn Bylgja Babýlóns sem finnst slíkar fyrirspurnir fyndnar þar sem það sé yfirleitt þannig að aðeins ein manneskja úr hópnum þekki hana.Mér finnst þetta alltaf geggjað fyndið því það er yfirleitt bara ein manneskja í hópnum sem veit hver ég er, útskýrir það fyrir hinum og þau bara sona “she'll do”— Bylgja Babýlons (@bylgja_babylons) June 9, 2018 Margrét vakti einnig máls á þessu á Facebook þar sem hún sagði þessar fyrirspurnir ókunnugra afar einkennilegar í hennar tilviki þar sem hún væri í raun ekkert fræg. Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens sagði þetta vera daglegt brauð í hans tilviki enda einn allra þekktasti tónlistarmaður landsins. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason sagði fólk yfirleitt kurteist og almennilegt þegar það biður um „selfie“ með honum. Hann deildi góðri sögu með svari sínu en hún var frá heimsókn John F. Kennedy yngri hingað til lands á tíunda áratug síðustu aldar. John F. Kennedy yngri er sonur John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og vöktu ferðir hans hér á landi jafnan mikla athygli. Egill rifjar upp þegar Kennedy yngri stöðvaði á Búðardal til að taka bensín. Í glugga kaupfélagsins stóð fjöldi manns og góndi út. Töldu flestir að þeir sem horfðu út um gluggann væru að fylgjast með Kennedy yngri en í ljós kom að athygli þeirra beindist að tónlistar- og útvarpsmanninum Þorgeiri Ástvaldssyni sem var að taka bensín fyrir aftan Kennedy.
Mest lesið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira