Fleiri en áður sækja um nám í menntavísindum og leikskólakennarafræðum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. júní 2018 12:47 Umsóknum í grunnnámi í allar verkfræðigreinar Háskólans fjölgar og aukinn áhugi er m.a. á lögfræði, næringarfræði og leikskólakennarafræði auk þess sem menntavísindin eru almennt í sókn. Vísir/Hanna Mikil aukning er á umsóknum um nám í Háskóla Íslands. Ástæðan er stytting náms til stúdentsprófs segir rektor skólans. Þetta reyni á, en skólinn sé vel undirbúinn fyrir fjöldann. Tæplega 5.000 umsóknir bárust um grunnnám í Háskóla Íslands fyrir komandi skólaár eða rúmlega ellefu prósent fleiri umsóknir en í fyrra. Fjöldi umsókna um framhaldsnám jókst einnig milli ára og nemur aukningin um 12,5 prósentum. Jón Atli Benediktsson segir að skólinn hafi undirbúið sig fyrir þessa miklu aukningu. „Megin skýringin er nú endurskipulagning framhaldsskólans. Nú eru nemendur að útskrifast í svokölluðum tvöföldum árgöngum í meira mæli en áður. Ég segi það vegna þess að þetta hefur verið ferli sem hefur verið í gangi í nokkur ár en nú eru nokkrir stórir skólar að koma inn. Á næsta ári mun þetta halda áfram þegar síðustu stóru skólarnir, MR og MA, munu útskrifa tvöfalda árganga. Svo þetta er eitthvað sem við vissum af og kemur ekki á óvart;“ segir Jón Atli. „Samkvæmt okkar spám bjuggumst við við sjö til tólf prósenta aukningu í umsóknum nýnema og við erum að sjá rúmlega ellefu prósenta aukningu.“Er Háskóli Íslands tilbúinn til að taka á móti þessum fjölda? „Þetta mun náttúrulega reyna á en við teljum að við munum geta gert þetta. Við erum búin að vera að skoða þetta á undanförnum misserum og við teljum að við getum gert þetta. Við leggjum mjög mikla áherslu á gæði í háskólastarfi og við höfum fjárveitingar. Við teljum okkur alveg geta gert þetta innan þess ramma sem við höfum.“ Umsóknum í grunnnámi í allar verkfræðigreinar Háskólans fjölgar og aukinn áhugi er m.a. á lögfræði, næringarfræði og leikskólakennarafræði auk þess sem menntavísindin eru almennt í sókn. Jón Atli segir þetta jákvæða þróun. „Það eru ánægjulegar fréttir þarna inn á milli. Fjöldi umsókna í leikskólakennarafræði eykst um 60 prósent. Við sjáum að fjöldi nema í lögfræðiumsóknum eykst um 40 prósent og við sjáum líka að í öllum verkfræðigreinum eykst fjöldinn verulega. Svo þetta er mjög ánægjulegt að sjá að þarna eru greinar sem eru að koma mjög vel út.“ Skóla - og menntamál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Sjá meira
Mikil aukning er á umsóknum um nám í Háskóla Íslands. Ástæðan er stytting náms til stúdentsprófs segir rektor skólans. Þetta reyni á, en skólinn sé vel undirbúinn fyrir fjöldann. Tæplega 5.000 umsóknir bárust um grunnnám í Háskóla Íslands fyrir komandi skólaár eða rúmlega ellefu prósent fleiri umsóknir en í fyrra. Fjöldi umsókna um framhaldsnám jókst einnig milli ára og nemur aukningin um 12,5 prósentum. Jón Atli Benediktsson segir að skólinn hafi undirbúið sig fyrir þessa miklu aukningu. „Megin skýringin er nú endurskipulagning framhaldsskólans. Nú eru nemendur að útskrifast í svokölluðum tvöföldum árgöngum í meira mæli en áður. Ég segi það vegna þess að þetta hefur verið ferli sem hefur verið í gangi í nokkur ár en nú eru nokkrir stórir skólar að koma inn. Á næsta ári mun þetta halda áfram þegar síðustu stóru skólarnir, MR og MA, munu útskrifa tvöfalda árganga. Svo þetta er eitthvað sem við vissum af og kemur ekki á óvart;“ segir Jón Atli. „Samkvæmt okkar spám bjuggumst við við sjö til tólf prósenta aukningu í umsóknum nýnema og við erum að sjá rúmlega ellefu prósenta aukningu.“Er Háskóli Íslands tilbúinn til að taka á móti þessum fjölda? „Þetta mun náttúrulega reyna á en við teljum að við munum geta gert þetta. Við erum búin að vera að skoða þetta á undanförnum misserum og við teljum að við getum gert þetta. Við leggjum mjög mikla áherslu á gæði í háskólastarfi og við höfum fjárveitingar. Við teljum okkur alveg geta gert þetta innan þess ramma sem við höfum.“ Umsóknum í grunnnámi í allar verkfræðigreinar Háskólans fjölgar og aukinn áhugi er m.a. á lögfræði, næringarfræði og leikskólakennarafræði auk þess sem menntavísindin eru almennt í sókn. Jón Atli segir þetta jákvæða þróun. „Það eru ánægjulegar fréttir þarna inn á milli. Fjöldi umsókna í leikskólakennarafræði eykst um 60 prósent. Við sjáum að fjöldi nema í lögfræðiumsóknum eykst um 40 prósent og við sjáum líka að í öllum verkfræðigreinum eykst fjöldinn verulega. Svo þetta er mjög ánægjulegt að sjá að þarna eru greinar sem eru að koma mjög vel út.“
Skóla - og menntamál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Sjá meira