Innlent

Klæddur lögreglufatnaði og vopnaður kylfu

Samúel Karl Ólason skrifar
Einn ökumaðurinn sem lögregla hafði afskipti af í nótt reyndi að tálma störf lögreglu.
Einn ökumaðurinn sem lögregla hafði afskipti af í nótt reyndi að tálma störf lögreglu. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í gærkvöldi afskipti af manni sem hafði gengið um götur með kylfu í hendi. Þegar lögregluþjóna bar að garði sáu þeir að maðurinn var í annarlegu ástandi og var hann klæddur í lögreglufatnaði, með tækjabelti og kylfu. Lögreglan lagði hald á fatnaðinn og búnaðinn. Erill var hjá lögreglu í nótt, miðað við dagbók lögreglunnar, en mikið var um stúta og akstur undir áhrifum fíkniefna.

Þá var maður í Hlíðarhverfi handtekinn fyrir hótanir og brot á vopnalögum. Annar maður var handtekinn í annarlegu ástandi við Laugaveg. Ítrekað var búið að hafa afskipti af honum og fór hann ekki að fyrlrmælum lögregluþjóna.

Bíl var ekið á vinnuvél við Arnarnesveg á Reykjanesbraut í gær. Ökumaður bílsins er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sömuleiðis var tilkynnt um umferðaróhapp við Vesturhóla í nótt þar sem bíll valt. Ökumaður hans var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og eða áfengis og var handtekinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×