Trump stal senunni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. júní 2018 09:00 Angela Merkel ræðir við Trump, ef til vill um tollamálið. Vísir/AP Líkt og svo oft áður voru allra augu á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þegar hann mætti á fund leiðtoga G7-ríkjanna í bænum La Malbaie í Quebec í Kanada í gær. Undanfarnar vikur hafa Bandaríkin átt í útistöðum við Evrópusambandsríki, Mexíkó og Kanada vegna tolla sem Bandaríkin settu á ál og stál sem og mótvægisaðgerða fyrrnefndra ríkja. Á leið til fundar sagði Trump að hann myndi taka á „ósanngjörnum viðskiptaháttum“ Evrópusambandsins og Kanada. „Við munum ræða um þessa ósanngjörnu viðskiptahætti. Ef þú skoðar hvað Kanada, Mexíkó og Evrópusambandið hafa verið að gera okkur undanfarna áratugi. Við verðum að breyta því. Og þau skilja að það er að fara að gerast,“ sagði forsetinn. En tollamálin eru ekki eini ásteytingarsteinninn í samskiptum Bandaríkjanna og annarra stórvelda um þessar mundir. Langt er á milli Trumps og annarra leiðtoga G7-ríkjanna þegar kemur að kjarnorkusamningnum við Íran og loftslagsmálunum. Þá sagði Trump einnig að Rússar ættu að fá að koma aftur að borðinu. Rússum var vikið úr hópnum, sem þá kallaðist G8, árið 2014 eftir innlimun Krímskaga. Ríkin sem eftir standa eru Kanada, Bandaríkin, Ítalía, Frakkland, Japan, Þýskaland og Bretland. „Rússland ætti að vera á fundinum. Af hverju erum við að funda án Rússa? Þið vitið það, hvort sem ykkur líkar það betur eða verr, og það er kannski engin pólitísk rétthugsun fólgin í því, en við þurfum að stjórna þessari veröld. Og á vettvangi G7, sem var áður G8, hentu þau Rússum út. Þau ættu að leyfa Rússum að koma aftur inn. Rússar ættu að fá sæti við borðið,“ sagði Trump. Rússar virðast hins vegar ekki hafa eins mikinn áhuga og Trump. Dmítrí Peskov, fjölmiðlafulltrúi Rússlandsstjórnar, var áhugalítill þegar blaðamenn spurðu hann út í orð Trumps. „Við erum að einbeita okkur að öðru,“ sagði Peskov sem var í fylgd Vladímírs Pútín forseta í Kína. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Líkt og svo oft áður voru allra augu á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þegar hann mætti á fund leiðtoga G7-ríkjanna í bænum La Malbaie í Quebec í Kanada í gær. Undanfarnar vikur hafa Bandaríkin átt í útistöðum við Evrópusambandsríki, Mexíkó og Kanada vegna tolla sem Bandaríkin settu á ál og stál sem og mótvægisaðgerða fyrrnefndra ríkja. Á leið til fundar sagði Trump að hann myndi taka á „ósanngjörnum viðskiptaháttum“ Evrópusambandsins og Kanada. „Við munum ræða um þessa ósanngjörnu viðskiptahætti. Ef þú skoðar hvað Kanada, Mexíkó og Evrópusambandið hafa verið að gera okkur undanfarna áratugi. Við verðum að breyta því. Og þau skilja að það er að fara að gerast,“ sagði forsetinn. En tollamálin eru ekki eini ásteytingarsteinninn í samskiptum Bandaríkjanna og annarra stórvelda um þessar mundir. Langt er á milli Trumps og annarra leiðtoga G7-ríkjanna þegar kemur að kjarnorkusamningnum við Íran og loftslagsmálunum. Þá sagði Trump einnig að Rússar ættu að fá að koma aftur að borðinu. Rússum var vikið úr hópnum, sem þá kallaðist G8, árið 2014 eftir innlimun Krímskaga. Ríkin sem eftir standa eru Kanada, Bandaríkin, Ítalía, Frakkland, Japan, Þýskaland og Bretland. „Rússland ætti að vera á fundinum. Af hverju erum við að funda án Rússa? Þið vitið það, hvort sem ykkur líkar það betur eða verr, og það er kannski engin pólitísk rétthugsun fólgin í því, en við þurfum að stjórna þessari veröld. Og á vettvangi G7, sem var áður G8, hentu þau Rússum út. Þau ættu að leyfa Rússum að koma aftur inn. Rússar ættu að fá sæti við borðið,“ sagði Trump. Rússar virðast hins vegar ekki hafa eins mikinn áhuga og Trump. Dmítrí Peskov, fjölmiðlafulltrúi Rússlandsstjórnar, var áhugalítill þegar blaðamenn spurðu hann út í orð Trumps. „Við erum að einbeita okkur að öðru,“ sagði Peskov sem var í fylgd Vladímírs Pútín forseta í Kína.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira