Katrín og kjarnorka í síðustu Víglínunni fram á haust Heimir Már Pétursson skrifar 9. júní 2018 10:00 Eftir að loks tókst að mynda ríkisstjórn eftir nokkuð brölt í desember síðast liðnum og önnur konan í lýðveldissögunni tók við embætti forsætisráðherra, hefur það ekki verið tekið út með sældinni einni hjá Katrínu Jakobsdóttur að sitja í oddvitasætinu við stjórnarborðið með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Var það fyrir stjórnkænsku hennar eða afl stjórnarandstöðunnar sem samkomulag náðist um að falla frá frumvarpi meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um lækkun veiðigjalda? Svarið ræðst væntanlega af pólitískum sjónarhóli hvers og eins. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Katrínu til sín í Víglínuna á Stöð 2 og Vísi í hádeginu til að ræða þessi mál og fleiri.En það er ekki bara margt öðruvísi en áður á taflborði íslenskra stjórnmála því margt er á skjön í alþjóðastjórnmálum þessi misserin. Í Hvíta húsinu situr nú einn furðulegasti forseti sem þar hefur setið. Maður sem hefur blásið reyk yfir mörk lyginnar og sannleikans og virðist á yfirborðinu alla vega vera meira upptekinn af sjálfum sér en nánast öllu sem við kemur öðru fólki á jörðinni. Donald Trump heldur nú til sögulegs fundar með forseta Norður Kóreu á þriðjudag þar sem leiðtogarnir munu ræða kjarnorkumál en ríkin eiga formlega enn í stríði eftir vopnahlé í Kóreustríðinu árið 1953. Fáir Íslendingar þekkja sögu vígbúnaðarkapphlaups og kjarnorkuvopna betur en Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóða- og öryggismálum til margra ára hjá forsætis- og utanríkisráðuneyti og kennari í þessum málum við Háskóla Íslands í um tuttugu ár. Albert mætir í síðustu Víglínuþátt sumarsins til að ræða þessi mál. En þátturinn verður næst á dagskrá í byrjun september. Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20. Víglínan Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Fleiri fréttir Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Sjá meira
Eftir að loks tókst að mynda ríkisstjórn eftir nokkuð brölt í desember síðast liðnum og önnur konan í lýðveldissögunni tók við embætti forsætisráðherra, hefur það ekki verið tekið út með sældinni einni hjá Katrínu Jakobsdóttur að sitja í oddvitasætinu við stjórnarborðið með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Var það fyrir stjórnkænsku hennar eða afl stjórnarandstöðunnar sem samkomulag náðist um að falla frá frumvarpi meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um lækkun veiðigjalda? Svarið ræðst væntanlega af pólitískum sjónarhóli hvers og eins. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Katrínu til sín í Víglínuna á Stöð 2 og Vísi í hádeginu til að ræða þessi mál og fleiri.En það er ekki bara margt öðruvísi en áður á taflborði íslenskra stjórnmála því margt er á skjön í alþjóðastjórnmálum þessi misserin. Í Hvíta húsinu situr nú einn furðulegasti forseti sem þar hefur setið. Maður sem hefur blásið reyk yfir mörk lyginnar og sannleikans og virðist á yfirborðinu alla vega vera meira upptekinn af sjálfum sér en nánast öllu sem við kemur öðru fólki á jörðinni. Donald Trump heldur nú til sögulegs fundar með forseta Norður Kóreu á þriðjudag þar sem leiðtogarnir munu ræða kjarnorkumál en ríkin eiga formlega enn í stríði eftir vopnahlé í Kóreustríðinu árið 1953. Fáir Íslendingar þekkja sögu vígbúnaðarkapphlaups og kjarnorkuvopna betur en Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóða- og öryggismálum til margra ára hjá forsætis- og utanríkisráðuneyti og kennari í þessum málum við Háskóla Íslands í um tuttugu ár. Albert mætir í síðustu Víglínuþátt sumarsins til að ræða þessi mál. En þátturinn verður næst á dagskrá í byrjun september. Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20.
Víglínan Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Fleiri fréttir Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Sjá meira