Innlent

Allt tiltækt slökkvilið kallað að Fiskislóð

Birgir Olgeirsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa
Slökkviliðsmenn að berjast við eld í þaki hússins að Fiskislóð 31.
Slökkviliðsmenn að berjast við eld í þaki hússins að Fiskislóð 31. Vísir/Einar Árna
Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út vegna bruna á Fiskislóð. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er eldur í þaki hússins að Fiskislóð 31.

Að sögn fréttamanns á vettvangi er mikill viðbúnaður á staðnum. Slökkviliðsmenn reyna að ráða niðurlögum eldsins í þakinu sem er talsverður. Fjölbreytt starfsemi er í húsinu, þar á meðal ferðaþjónustufyrirtæki, auglýsinga- og arkitektastofur, en ljóst er að framkvæmdir hafa staðið yfir á efstu hæð hússins.

„Það voru iðnaðarmenn að störfum uppi á þaki, þeir voru að leggja þar pappa þannig að það var kominn eldur niður í þakið,“ segir Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Hann segir slökkviliðsmenn hafa þurft að opna þakið og koma þannig í veg fyrir að eldurinn breiðist út. Hann segir að með bruna vilji

Frétt í framvindu

Vísir/Vilhelm
Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Vísir/Jóhann K. Jóhannsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×