Gríðarleg aukning í umsóknum um nám í háskólum landsins Sighvatur skrifar 8. júní 2018 07:00 Breytingar á fyrirkomulagi náms til stúdentsprófs valda því að umsóknum um háskólanám fjölgar töluvert milli ára. Háskólarektor segir að spár um fjölgun hafi gengið eftir og að fjölgunin nái yfir nær allar deildir. Vísir/ERNIR Háskólar landsins hafa sjaldan eða aldrei fengið jafn margar umsóknir um nám og nú. Skólarnir höfðu búið sig undir aukningu þar sem stytting framhaldsskólans veldur því að í flestum tilfellum útskrifast tvöfaldir árgangar nú í vor. Umsóknir um nám við Háskóla Íslands voru á níunda þúsund, þar af um fimm þúsund í grunnnám. Fjölgun umsókna um grunnnám er 12 prósent milli ára. Jón Atli Benediktsson háskólarektor segir spár hafa gert ráð fyrir 7 til 12 prósenta aukningu. Jón Atli segir aukninguna mesta á félagsvísindasviði og verkfræði- og náttúruvísindasviði en fjölgun hafi orðið í nær öllum deildum. „Það er sérstakt ánægjuefni að það er 60 prósenta aukning umsókna í grunnnám í leikskólakennarafræði en við höfum lagt áherslu á að kynna kennaranámið.“ Hann segir að skólinn hafi áður tekið inn stóra hópa, til að mynda í kjölfar hrunsins. Það hafi tekist með samstilltu átaki starfsfólks. „Verkefni okkar er að veita eins góða þjónustu og við getum. Við reynum að leysa þetta innan ramma fjárlaga. Það mun reyna á starfsfólk og innviði en við teljum okkur geta gert þetta,“ segir Jón Atli.Skólinn vel undirbúinn Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, segist almennt sáttur við hvernig umsóknir gengu. Alls voru umsóknir um nám við skólann rúmlega 3.000 talsins sem er 11 prósenta fjölgun frá síðasta ári og hafa aldrei verið fleiri. „Við gerðum ráð fyrir aukningu í grunnnámið vegna breytinganna, sem gekk eftir. Svo er mjög ánægjulegt hvað það er mikil aukning í meistaranámið,“ segir Ari. Umsóknum um meistara- og doktorsnám fjölgaði um 19 prósent milli ára og voru um 1.100 talsins. Ari segir skólann vel undirbúinn fyrir þessa fjölgun. „Þetta passar vel við okkar undirbúning og við getum vel tekið á móti þessari viðbót og hlökkum til þess.“ Þá segir Ari að umsóknum frá erlendum nemendum haldi áfram að fjölga. Skólinn hafi lagt áherslu á að laða til sín erlenda nemendur í meistaranám. „Við erum með námsbrautir, til dæmis meistaranám í sjálfbærum orkuvísindum, sem að langmestum hluta eru sóttar af erlendum nemendum.“ Þá barst Háskólanum á Akureyri metfjöldi umsókna um skólavist næsta vetur. Umsóknir voru 2.160 sem er 30 prósenta fjölgun frá síðasta ári. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Háskólar landsins hafa sjaldan eða aldrei fengið jafn margar umsóknir um nám og nú. Skólarnir höfðu búið sig undir aukningu þar sem stytting framhaldsskólans veldur því að í flestum tilfellum útskrifast tvöfaldir árgangar nú í vor. Umsóknir um nám við Háskóla Íslands voru á níunda þúsund, þar af um fimm þúsund í grunnnám. Fjölgun umsókna um grunnnám er 12 prósent milli ára. Jón Atli Benediktsson háskólarektor segir spár hafa gert ráð fyrir 7 til 12 prósenta aukningu. Jón Atli segir aukninguna mesta á félagsvísindasviði og verkfræði- og náttúruvísindasviði en fjölgun hafi orðið í nær öllum deildum. „Það er sérstakt ánægjuefni að það er 60 prósenta aukning umsókna í grunnnám í leikskólakennarafræði en við höfum lagt áherslu á að kynna kennaranámið.“ Hann segir að skólinn hafi áður tekið inn stóra hópa, til að mynda í kjölfar hrunsins. Það hafi tekist með samstilltu átaki starfsfólks. „Verkefni okkar er að veita eins góða þjónustu og við getum. Við reynum að leysa þetta innan ramma fjárlaga. Það mun reyna á starfsfólk og innviði en við teljum okkur geta gert þetta,“ segir Jón Atli.Skólinn vel undirbúinn Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, segist almennt sáttur við hvernig umsóknir gengu. Alls voru umsóknir um nám við skólann rúmlega 3.000 talsins sem er 11 prósenta fjölgun frá síðasta ári og hafa aldrei verið fleiri. „Við gerðum ráð fyrir aukningu í grunnnámið vegna breytinganna, sem gekk eftir. Svo er mjög ánægjulegt hvað það er mikil aukning í meistaranámið,“ segir Ari. Umsóknum um meistara- og doktorsnám fjölgaði um 19 prósent milli ára og voru um 1.100 talsins. Ari segir skólann vel undirbúinn fyrir þessa fjölgun. „Þetta passar vel við okkar undirbúning og við getum vel tekið á móti þessari viðbót og hlökkum til þess.“ Þá segir Ari að umsóknum frá erlendum nemendum haldi áfram að fjölga. Skólinn hafi lagt áherslu á að laða til sín erlenda nemendur í meistaranám. „Við erum með námsbrautir, til dæmis meistaranám í sjálfbærum orkuvísindum, sem að langmestum hluta eru sóttar af erlendum nemendum.“ Þá barst Háskólanum á Akureyri metfjöldi umsókna um skólavist næsta vetur. Umsóknir voru 2.160 sem er 30 prósenta fjölgun frá síðasta ári.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira