Giftist þroskaskertri konu og sótti um dvalarleyfi fimm dögum síðar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. júní 2018 06:00 Hæstiréttur sneri við dómi héraðsdóms. Vísir/GVA Hæstiréttur Íslands ógilti í gær hjónaband þroskaskertrar konu og hælisleitanda. Dómurinn sneri með því við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Konan kynntist manninum árið 2016 en þá hafði umsókn hans um hæli verið synjað. Tveimur mánuðum síðar höfðu þau gengið í hjónaband hjá sýslumanninum í Reykjavík. Fjölskylda konunnar fékk vitneskju um hjónabandið í upphafi árs 2017 en fimm dögum eftir hjónavígsluna hafði maðurinn sótt um dvalarleyfi hér á landi á grundvelli hjúskaparins. Í vitnisburði konunnar fyrir héraðsdómi kom fram að hún hefði tekið ákvörðun um að giftast manninum vegna þess að hún vildi að hann fengi að dvelja áfram hér á landi. Þá vildi hún forða honum frá refsingum sem biðu í heimalandinu. Dómurinn taldi ekki skilyrði til ógildingar hjúskaparins fyrir hendi og þyrfti konan því að sækja um skilnað til að binda enda á hann. Í málinu lágu fyrir skýrslur sérfræðinga um andlegt ástand konunnar en þar segir meðal annars að hugtakaskilningur hennar sé á við sex til átta ára barn og skilningur á félagslegum aðstæðum á við sex ára barn. „Hún hafi gefið þá lýsingu á hjónabandi að það feli í sér að einstaklingar séu lengi saman og dýpri lýsing eða skilningur á því hafi ekki fengist fram,“ segir meðal annars í matsgerðinni. Færni hennar til skilnings á eðli hjónabands sé verulega skert. Dómurinn taldi ljóst með hliðsjón af sérfræðigögnunum að konan hefði ekki verið bær til að takast þá skuldbindingu á hendur að ganga í hjúskap. Var hjónabandið því ógilt. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Hæstiréttur Íslands ógilti í gær hjónaband þroskaskertrar konu og hælisleitanda. Dómurinn sneri með því við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Konan kynntist manninum árið 2016 en þá hafði umsókn hans um hæli verið synjað. Tveimur mánuðum síðar höfðu þau gengið í hjónaband hjá sýslumanninum í Reykjavík. Fjölskylda konunnar fékk vitneskju um hjónabandið í upphafi árs 2017 en fimm dögum eftir hjónavígsluna hafði maðurinn sótt um dvalarleyfi hér á landi á grundvelli hjúskaparins. Í vitnisburði konunnar fyrir héraðsdómi kom fram að hún hefði tekið ákvörðun um að giftast manninum vegna þess að hún vildi að hann fengi að dvelja áfram hér á landi. Þá vildi hún forða honum frá refsingum sem biðu í heimalandinu. Dómurinn taldi ekki skilyrði til ógildingar hjúskaparins fyrir hendi og þyrfti konan því að sækja um skilnað til að binda enda á hann. Í málinu lágu fyrir skýrslur sérfræðinga um andlegt ástand konunnar en þar segir meðal annars að hugtakaskilningur hennar sé á við sex til átta ára barn og skilningur á félagslegum aðstæðum á við sex ára barn. „Hún hafi gefið þá lýsingu á hjónabandi að það feli í sér að einstaklingar séu lengi saman og dýpri lýsing eða skilningur á því hafi ekki fengist fram,“ segir meðal annars í matsgerðinni. Færni hennar til skilnings á eðli hjónabands sé verulega skert. Dómurinn taldi ljóst með hliðsjón af sérfræðigögnunum að konan hefði ekki verið bær til að takast þá skuldbindingu á hendur að ganga í hjúskap. Var hjónabandið því ógilt.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira