Giftist þroskaskertri konu og sótti um dvalarleyfi fimm dögum síðar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. júní 2018 06:00 Hæstiréttur sneri við dómi héraðsdóms. Vísir/GVA Hæstiréttur Íslands ógilti í gær hjónaband þroskaskertrar konu og hælisleitanda. Dómurinn sneri með því við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Konan kynntist manninum árið 2016 en þá hafði umsókn hans um hæli verið synjað. Tveimur mánuðum síðar höfðu þau gengið í hjónaband hjá sýslumanninum í Reykjavík. Fjölskylda konunnar fékk vitneskju um hjónabandið í upphafi árs 2017 en fimm dögum eftir hjónavígsluna hafði maðurinn sótt um dvalarleyfi hér á landi á grundvelli hjúskaparins. Í vitnisburði konunnar fyrir héraðsdómi kom fram að hún hefði tekið ákvörðun um að giftast manninum vegna þess að hún vildi að hann fengi að dvelja áfram hér á landi. Þá vildi hún forða honum frá refsingum sem biðu í heimalandinu. Dómurinn taldi ekki skilyrði til ógildingar hjúskaparins fyrir hendi og þyrfti konan því að sækja um skilnað til að binda enda á hann. Í málinu lágu fyrir skýrslur sérfræðinga um andlegt ástand konunnar en þar segir meðal annars að hugtakaskilningur hennar sé á við sex til átta ára barn og skilningur á félagslegum aðstæðum á við sex ára barn. „Hún hafi gefið þá lýsingu á hjónabandi að það feli í sér að einstaklingar séu lengi saman og dýpri lýsing eða skilningur á því hafi ekki fengist fram,“ segir meðal annars í matsgerðinni. Færni hennar til skilnings á eðli hjónabands sé verulega skert. Dómurinn taldi ljóst með hliðsjón af sérfræðigögnunum að konan hefði ekki verið bær til að takast þá skuldbindingu á hendur að ganga í hjúskap. Var hjónabandið því ógilt. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Hæstiréttur Íslands ógilti í gær hjónaband þroskaskertrar konu og hælisleitanda. Dómurinn sneri með því við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Konan kynntist manninum árið 2016 en þá hafði umsókn hans um hæli verið synjað. Tveimur mánuðum síðar höfðu þau gengið í hjónaband hjá sýslumanninum í Reykjavík. Fjölskylda konunnar fékk vitneskju um hjónabandið í upphafi árs 2017 en fimm dögum eftir hjónavígsluna hafði maðurinn sótt um dvalarleyfi hér á landi á grundvelli hjúskaparins. Í vitnisburði konunnar fyrir héraðsdómi kom fram að hún hefði tekið ákvörðun um að giftast manninum vegna þess að hún vildi að hann fengi að dvelja áfram hér á landi. Þá vildi hún forða honum frá refsingum sem biðu í heimalandinu. Dómurinn taldi ekki skilyrði til ógildingar hjúskaparins fyrir hendi og þyrfti konan því að sækja um skilnað til að binda enda á hann. Í málinu lágu fyrir skýrslur sérfræðinga um andlegt ástand konunnar en þar segir meðal annars að hugtakaskilningur hennar sé á við sex til átta ára barn og skilningur á félagslegum aðstæðum á við sex ára barn. „Hún hafi gefið þá lýsingu á hjónabandi að það feli í sér að einstaklingar séu lengi saman og dýpri lýsing eða skilningur á því hafi ekki fengist fram,“ segir meðal annars í matsgerðinni. Færni hennar til skilnings á eðli hjónabands sé verulega skert. Dómurinn taldi ljóst með hliðsjón af sérfræðigögnunum að konan hefði ekki verið bær til að takast þá skuldbindingu á hendur að ganga í hjúskap. Var hjónabandið því ógilt.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira