Útlit fyrir að Erdogan tapi meirihluta Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. júní 2018 06:00 Stuðningsmenn forsetans eru margir. En eru þeir nógu margir? Vísir/Getty Nú þegar rétt rúmar tvær vikur eru í þing- og forsetakosningar er komin upp sú staða að Recep Tayyip Erdogan forseti og Réttlætis- og þróunarflokkur (AKP) hans eru í vandræðum. Samkvæmt allflestum nýjustu skoðanakönnununum er útlit fyrir að flokkurinn tapi meirihluta sínum á þinginu og að þörf verði á annarri umferð forsetakosninga. Kosningarnar eru einar þær mikilvægustu á stjórnmálaferli Erdogans og þær marka tímamót í tyrkneskum stjórnmálum. Ástæðan felst í þjóðaratkvæðagreiðslu síðasta árs, þegar 51,41 prósent Tyrkja samþykkti að fela forsetanum aukin völd. Í Tyrklandi verði sem sagt ekki lengur þingræði, líkt og tíðkast á Íslandi, heldur forsetaræði, líkt og tíðkast í Bandaríkjunum. Þetta nýja fyrirkomulag tekur gildi eftir komandi kosningar, 24. júní. Upphaflega áttu kosningar að fara fram í nóvember á næsta ári. Erdogan ákvað hins vegar í apríl síðastliðnum að þeim þyrfti að flýta til að greiða fyrir upptöku forsetaræðis. Samkvæmt könnun sem Gezici birti í gær mælist kosningabandalag AKP með Þjóðernishyggjuhreyfingunni (MHP) með 48,7 prósent og myndi AKP þar með missa hreinan meirihluta sinn á þinginu. Kosningabandalag Repúblikana (CHP), Góða flokksins (Iyi) og Hamingjuflokksins (SP) mælist með 38,9 prósenta fylgi.Meral Akşener nýtur töluverðs stuðnings. Hún klauf sig frá bandalagsflokki Erdoğans í fyrra og var einn stofnenda Góða flokksinsVísir/afpÞá mælist flokkur Kúrda, HDP, með 11,5 prósenta fylgi og því yfir tíu prósenta þröskuldinum. Ef stuðningur við HDP fer undir tíu prósent í kosningunum myndu Kúrdarnir ekki fá mann kjörinn og færu þau sæti flest til AKP, að því er Reuters greinir frá. Þegar litið er til forsetakosninganna mælist Erdogan með 48,7 prósenta fylgi, litlu meira en hann hefur að meðaltali mælst með undanfarnar vikur. Muharrem Ince, forsetaframbjóðandi Repúblikana, mælist með 25,8 prósenta fylgi og Meral Aksener, frambjóðandi Góða flokksins, með 14,4 prósent. Ef svo fer að enginn frambjóðandi fær meira en helming greiddra atkvæða, eins og kannanir benda til að verði raunin, verður kosið aftur á milli tveggja vinsælustu. Kannanir benda til þess að mjótt yrði á munum á milli Erdogans og næstvinsælasta frambjóðandans, hvort sem það verður Aksener eða Ince. Ný könnun SONAR sýnir til dæmis að forsetinn myndi fá 53,7 prósent gegn 46,3 prósentum Ince en ný könnun REMRES sýnir Erdogan með 51,2 prósent gegn 48,8 prósentum Aksener. Murat Gezici, sem fer fyrir hópnum sem fyrrnefndar kannanir eru nefndar eftir, sagði við Reuters í gær að í erfiðustu forseta- og þingkosningar undanfarinna tuttugu ára stefndi. Kannanir Gezici hafa verið einar þær nákvæmustu í undanförnum kosningum. Trúlega má einna helst rekja erfiðleika forsetans og AKP til Meral Aksener og Góða flokksins. Aksener var áður innanríkisráðherra í stjórn Necmettins Erbakan árin 1996 og 1997. Þá var hún síðast þingmaður fyrir MHP árin 2007 til 2015 og fyrsti varaforseti þingsins nær allan þann tíma. MHP stendur flokki forsetans nærri um þessar mundir. Stuðningur flokksins við áðurnefndar stjórnarskrárbreytingar varð til þess að Aksener sagði sig úr flokknum og stofnaði Góða flokkinn ásamt ýmsum fyrrverandi meðlimum annarra flokka, einkum MHP og CHP. Hún nýtur töluverðs persónufylgis eins og sést þegar henni er att saman við forsetann í könnunum. Mældist Góði flokkurinn með þó nokkurt fylgi jafnvel áður en honum var gefið nafn. Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Þingið samþykkir skyndikosningar í Tyrklandi Forseti Tyrklands vill tryggja völd sín eins fljótt og auðið er. 20. apríl 2018 14:34 Erdoğan flýtir kosningum og verður valdamesti maður frá dögum Atatúrks Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hefur ákveðið að flýta kosningum til þings og forseta um heilt ár og verður kosið 24. júní næstkomandi. Kosningarnar eru liður í umfangsmiklum breytingum á stjórnkerfi landsins sem er ætlað að færa enn meiri völd til forsetans. 18. apríl 2018 15:21 Segir Tyrkland enn stefna á Evrópusambandsaðild Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, ítrekaði í dag að Tyrkland muni ekki gefast upp á því markmiði að verða hluti af Evrópusambandinu. 6. maí 2018 18:02 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Nú þegar rétt rúmar tvær vikur eru í þing- og forsetakosningar er komin upp sú staða að Recep Tayyip Erdogan forseti og Réttlætis- og þróunarflokkur (AKP) hans eru í vandræðum. Samkvæmt allflestum nýjustu skoðanakönnununum er útlit fyrir að flokkurinn tapi meirihluta sínum á þinginu og að þörf verði á annarri umferð forsetakosninga. Kosningarnar eru einar þær mikilvægustu á stjórnmálaferli Erdogans og þær marka tímamót í tyrkneskum stjórnmálum. Ástæðan felst í þjóðaratkvæðagreiðslu síðasta árs, þegar 51,41 prósent Tyrkja samþykkti að fela forsetanum aukin völd. Í Tyrklandi verði sem sagt ekki lengur þingræði, líkt og tíðkast á Íslandi, heldur forsetaræði, líkt og tíðkast í Bandaríkjunum. Þetta nýja fyrirkomulag tekur gildi eftir komandi kosningar, 24. júní. Upphaflega áttu kosningar að fara fram í nóvember á næsta ári. Erdogan ákvað hins vegar í apríl síðastliðnum að þeim þyrfti að flýta til að greiða fyrir upptöku forsetaræðis. Samkvæmt könnun sem Gezici birti í gær mælist kosningabandalag AKP með Þjóðernishyggjuhreyfingunni (MHP) með 48,7 prósent og myndi AKP þar með missa hreinan meirihluta sinn á þinginu. Kosningabandalag Repúblikana (CHP), Góða flokksins (Iyi) og Hamingjuflokksins (SP) mælist með 38,9 prósenta fylgi.Meral Akşener nýtur töluverðs stuðnings. Hún klauf sig frá bandalagsflokki Erdoğans í fyrra og var einn stofnenda Góða flokksinsVísir/afpÞá mælist flokkur Kúrda, HDP, með 11,5 prósenta fylgi og því yfir tíu prósenta þröskuldinum. Ef stuðningur við HDP fer undir tíu prósent í kosningunum myndu Kúrdarnir ekki fá mann kjörinn og færu þau sæti flest til AKP, að því er Reuters greinir frá. Þegar litið er til forsetakosninganna mælist Erdogan með 48,7 prósenta fylgi, litlu meira en hann hefur að meðaltali mælst með undanfarnar vikur. Muharrem Ince, forsetaframbjóðandi Repúblikana, mælist með 25,8 prósenta fylgi og Meral Aksener, frambjóðandi Góða flokksins, með 14,4 prósent. Ef svo fer að enginn frambjóðandi fær meira en helming greiddra atkvæða, eins og kannanir benda til að verði raunin, verður kosið aftur á milli tveggja vinsælustu. Kannanir benda til þess að mjótt yrði á munum á milli Erdogans og næstvinsælasta frambjóðandans, hvort sem það verður Aksener eða Ince. Ný könnun SONAR sýnir til dæmis að forsetinn myndi fá 53,7 prósent gegn 46,3 prósentum Ince en ný könnun REMRES sýnir Erdogan með 51,2 prósent gegn 48,8 prósentum Aksener. Murat Gezici, sem fer fyrir hópnum sem fyrrnefndar kannanir eru nefndar eftir, sagði við Reuters í gær að í erfiðustu forseta- og þingkosningar undanfarinna tuttugu ára stefndi. Kannanir Gezici hafa verið einar þær nákvæmustu í undanförnum kosningum. Trúlega má einna helst rekja erfiðleika forsetans og AKP til Meral Aksener og Góða flokksins. Aksener var áður innanríkisráðherra í stjórn Necmettins Erbakan árin 1996 og 1997. Þá var hún síðast þingmaður fyrir MHP árin 2007 til 2015 og fyrsti varaforseti þingsins nær allan þann tíma. MHP stendur flokki forsetans nærri um þessar mundir. Stuðningur flokksins við áðurnefndar stjórnarskrárbreytingar varð til þess að Aksener sagði sig úr flokknum og stofnaði Góða flokkinn ásamt ýmsum fyrrverandi meðlimum annarra flokka, einkum MHP og CHP. Hún nýtur töluverðs persónufylgis eins og sést þegar henni er att saman við forsetann í könnunum. Mældist Góði flokkurinn með þó nokkurt fylgi jafnvel áður en honum var gefið nafn.
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Þingið samþykkir skyndikosningar í Tyrklandi Forseti Tyrklands vill tryggja völd sín eins fljótt og auðið er. 20. apríl 2018 14:34 Erdoğan flýtir kosningum og verður valdamesti maður frá dögum Atatúrks Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hefur ákveðið að flýta kosningum til þings og forseta um heilt ár og verður kosið 24. júní næstkomandi. Kosningarnar eru liður í umfangsmiklum breytingum á stjórnkerfi landsins sem er ætlað að færa enn meiri völd til forsetans. 18. apríl 2018 15:21 Segir Tyrkland enn stefna á Evrópusambandsaðild Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, ítrekaði í dag að Tyrkland muni ekki gefast upp á því markmiði að verða hluti af Evrópusambandinu. 6. maí 2018 18:02 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Þingið samþykkir skyndikosningar í Tyrklandi Forseti Tyrklands vill tryggja völd sín eins fljótt og auðið er. 20. apríl 2018 14:34
Erdoğan flýtir kosningum og verður valdamesti maður frá dögum Atatúrks Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hefur ákveðið að flýta kosningum til þings og forseta um heilt ár og verður kosið 24. júní næstkomandi. Kosningarnar eru liður í umfangsmiklum breytingum á stjórnkerfi landsins sem er ætlað að færa enn meiri völd til forsetans. 18. apríl 2018 15:21
Segir Tyrkland enn stefna á Evrópusambandsaðild Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, ítrekaði í dag að Tyrkland muni ekki gefast upp á því markmiði að verða hluti af Evrópusambandinu. 6. maí 2018 18:02