JóiPé og Króli „handteknir“ á Blönduósi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. júní 2018 18:45 JóiPé og Króli hitta hér Emmsjé Gauta eftir að löggan var búin að stoppa þá. Rapparinn Emmsjé Gauti heldur áfram hringferð sinni um landið þar sem hann spilar 13 tónleika á 13 dögum. Samhliða því koma út daglegir netþættir frá túrnum en neðst í fréttinni má sjá áttunda þáttinn. Í gærkvöldi var komið að tónleikum á Blönduósi en þar komu þeir JóiPé og Króli fram með Gauta, þrátt fyrir að hann hefði „handtekið“ þá fyrr um daginn. „Allir bæir eru þekktir fyrir eitthvað eitt og það sem Blönduós er lang þekktastur fyrir er lögreglan á svæðinu. Svo það var ekkert annað í stöðunni en að kíkja á strákana á stöðinni. Höskuldur varðstjóri dressaði mig upp í búning og sendi mig út á þjóðveg eitt. Það var gaman að fá að fylgjast með þeim og taka þátt í alvöru steak out-i. Það var síðan heiður að fá að taka þátt í líklegast fyrstu og síðustu handtöku á JóaPé og Króla,“ segir Gauti sem var búinn að vera í sambandi við Henný sem var að skutla JóaPé og Króla norður. „Hún vissi að við ætluðum að láta stoppa bílinn. En þrátt fyrir það fór hún í kerfi þegar hún var stoppuð og Höskuldur varðstjóri fór að spyrja hvort hún væri undir áhrifum. Ef öll Blönduósarlöggan er eins og þeir Höskuldur og Svanur sem við tókum vaktina með, þá hefur einhver verið að ljúga að mér í öll þessi ár að löggan á Blönduósi sé eitthvað rugluð. Þeir voru þvílíkt hressir og liðlegir,“ segir Gauti. Hann segir giggið um kvöldið í félagsheimilinu á Blönduósi síðan hafa verið frábært. „Ég hef aldrei spilað hérna áður og húsið er ógeðslega skemmtilegt. Við ætluðum síðan að tjalda á tjaldsvæðinu um kvöldið en Björn Valur neitaði að sofa utandyra svo við enduðum á að tjalda á sviðinu á sýningarsal félagsheimilisinsi. Það gaf okkur smá svona tilfinningu eins og við værum allavega smá útivistartýpur.“ Gauti segir að mestu vonbrigði dagsins hafi verið þau að hann þurfti að skila lögregluskyrtunni eftir tökur. „Ég var farinn að kunna vel við mig í henni. Ef einhverju lögregluumdæmi vantar mann í afleysingar þá er ég klár. Ég get bara alls ekki lofað því að ég muni festast á einhverju power trippi.Næst eru það æskuslóðir Úlfur Úlfur, Sauðárkrókur, þar sem þeir ætla að vera með okkur um kvöldið. Hlökkum til að sjá alla þar og við lofum rugluðu kvöldi. Keli kemur endurnærður og úthvíldur úr grínpásunni sinni,“ segir Gauti en tónleikarnir á Sauðárkróki eru í kvöld. Blönduós Tengdar fréttir Emmsjé Gauti gerði allt vitlaust í Jarðböðunum á Mývatni Hringferð Emmsjé Gauta, 13/13 hófst í síðustu viku en samhliða því að spila 13 tónleika á 13 dögum munu koma daglegir netþættir frá túrnum. 6. júní 2018 11:15 Flughræddum rappara flogið til Egilsstaða: „Ég hélt ég myndi deyja“ Fjórði þátturinn af 13/13 er kominn í loftið. Gauti, Björn Valur og Keli lentu á Egilsstöðum á laugardaginn. GKR kom inn sem leynigestur. 4. júní 2018 10:30 Gauti og félagar í danskennslu hjá suður-amerískum gjörningalistahóp HB Grandi, sveitasælan og suður-amerísk gjörningalist er meðal þess sem bar hæst á Vopnafirði, en Gauti spilaði þar í gær á hringferð sinni um landið. 4. júní 2018 21:53 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Rapparinn Emmsjé Gauti heldur áfram hringferð sinni um landið þar sem hann spilar 13 tónleika á 13 dögum. Samhliða því koma út daglegir netþættir frá túrnum en neðst í fréttinni má sjá áttunda þáttinn. Í gærkvöldi var komið að tónleikum á Blönduósi en þar komu þeir JóiPé og Króli fram með Gauta, þrátt fyrir að hann hefði „handtekið“ þá fyrr um daginn. „Allir bæir eru þekktir fyrir eitthvað eitt og það sem Blönduós er lang þekktastur fyrir er lögreglan á svæðinu. Svo það var ekkert annað í stöðunni en að kíkja á strákana á stöðinni. Höskuldur varðstjóri dressaði mig upp í búning og sendi mig út á þjóðveg eitt. Það var gaman að fá að fylgjast með þeim og taka þátt í alvöru steak out-i. Það var síðan heiður að fá að taka þátt í líklegast fyrstu og síðustu handtöku á JóaPé og Króla,“ segir Gauti sem var búinn að vera í sambandi við Henný sem var að skutla JóaPé og Króla norður. „Hún vissi að við ætluðum að láta stoppa bílinn. En þrátt fyrir það fór hún í kerfi þegar hún var stoppuð og Höskuldur varðstjóri fór að spyrja hvort hún væri undir áhrifum. Ef öll Blönduósarlöggan er eins og þeir Höskuldur og Svanur sem við tókum vaktina með, þá hefur einhver verið að ljúga að mér í öll þessi ár að löggan á Blönduósi sé eitthvað rugluð. Þeir voru þvílíkt hressir og liðlegir,“ segir Gauti. Hann segir giggið um kvöldið í félagsheimilinu á Blönduósi síðan hafa verið frábært. „Ég hef aldrei spilað hérna áður og húsið er ógeðslega skemmtilegt. Við ætluðum síðan að tjalda á tjaldsvæðinu um kvöldið en Björn Valur neitaði að sofa utandyra svo við enduðum á að tjalda á sviðinu á sýningarsal félagsheimilisinsi. Það gaf okkur smá svona tilfinningu eins og við værum allavega smá útivistartýpur.“ Gauti segir að mestu vonbrigði dagsins hafi verið þau að hann þurfti að skila lögregluskyrtunni eftir tökur. „Ég var farinn að kunna vel við mig í henni. Ef einhverju lögregluumdæmi vantar mann í afleysingar þá er ég klár. Ég get bara alls ekki lofað því að ég muni festast á einhverju power trippi.Næst eru það æskuslóðir Úlfur Úlfur, Sauðárkrókur, þar sem þeir ætla að vera með okkur um kvöldið. Hlökkum til að sjá alla þar og við lofum rugluðu kvöldi. Keli kemur endurnærður og úthvíldur úr grínpásunni sinni,“ segir Gauti en tónleikarnir á Sauðárkróki eru í kvöld.
Blönduós Tengdar fréttir Emmsjé Gauti gerði allt vitlaust í Jarðböðunum á Mývatni Hringferð Emmsjé Gauta, 13/13 hófst í síðustu viku en samhliða því að spila 13 tónleika á 13 dögum munu koma daglegir netþættir frá túrnum. 6. júní 2018 11:15 Flughræddum rappara flogið til Egilsstaða: „Ég hélt ég myndi deyja“ Fjórði þátturinn af 13/13 er kominn í loftið. Gauti, Björn Valur og Keli lentu á Egilsstöðum á laugardaginn. GKR kom inn sem leynigestur. 4. júní 2018 10:30 Gauti og félagar í danskennslu hjá suður-amerískum gjörningalistahóp HB Grandi, sveitasælan og suður-amerísk gjörningalist er meðal þess sem bar hæst á Vopnafirði, en Gauti spilaði þar í gær á hringferð sinni um landið. 4. júní 2018 21:53 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Emmsjé Gauti gerði allt vitlaust í Jarðböðunum á Mývatni Hringferð Emmsjé Gauta, 13/13 hófst í síðustu viku en samhliða því að spila 13 tónleika á 13 dögum munu koma daglegir netþættir frá túrnum. 6. júní 2018 11:15
Flughræddum rappara flogið til Egilsstaða: „Ég hélt ég myndi deyja“ Fjórði þátturinn af 13/13 er kominn í loftið. Gauti, Björn Valur og Keli lentu á Egilsstöðum á laugardaginn. GKR kom inn sem leynigestur. 4. júní 2018 10:30
Gauti og félagar í danskennslu hjá suður-amerískum gjörningalistahóp HB Grandi, sveitasælan og suður-amerísk gjörningalist er meðal þess sem bar hæst á Vopnafirði, en Gauti spilaði þar í gær á hringferð sinni um landið. 4. júní 2018 21:53