Volvo þarf að stórauka framleiðslu XC40 Finnur Thorlacius skrifar 11. júní 2018 07:00 Volvo XC40 jepplingurinn var kjörinn bíll ársins í Evrópu fyrir skömmu. Volvo hefur fengið 80.000 pantanir í nýja XC40 jepplinginn og þarf að stórauka framleiðslu hans til að svara þessari miklu eftirspurn eftir bílnum. Bíllinn er framleiddur í verksmiðju Volvo í Gent í Belgíu. Volvo er kleift að auka framleiðslu hans þar vegna þess að hætt verður brátt framleiðslu á núverandi kynslóð S60 og V60 bílanna í verksmiðjunni. Næsta kynslóð þessara bíla verður framleidd í nýrri verksmiðju Volvo í Bandaríkjunum og í verksmiðju Volvo í Torslanda í Svíþjóð. Volvo XC40 jepplingurinn var kjörinn bíll ársins í Evrópu fyrir skömmu svo þar er ef til vill ekki nema von að mikil eftirspurn er eftir honum.Styttist í nýjan V40 langbak Volvo segir að von sé á fleiri minni bílum frá fyrirtækinu og búist við því að brátt muni Volvo kynna nýja gerð V40 langbaks sem bætist þá í fjölbreytt úrval slíkra bíla með V60 og V90 stærri bræðrunum. Enn fremur er S60 bíll á leiðinni frá Volvo og með því verða allar bílgerðir Volvo endurnýjaðar, en nýjum bílum Volvo hefur verið tekið með kostum að undanförnu og seljast þeir allir vel. Það eru því bjartir tímar hjá sænska framleiðandanum sem er í eigu hins kínverska bílaframleiðanda Geely. Svo fer einnig að styttast í hinn öfluga lúxusbíl Polestar 1, en Volvo stofnaði lúxusbíladeild undir merkjum Polestar. Polestar 1 verður 600 hestafla tengiltvinnbíll sem margir bíða eftir með mikilli eftirvæntingu. Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent
Volvo hefur fengið 80.000 pantanir í nýja XC40 jepplinginn og þarf að stórauka framleiðslu hans til að svara þessari miklu eftirspurn eftir bílnum. Bíllinn er framleiddur í verksmiðju Volvo í Gent í Belgíu. Volvo er kleift að auka framleiðslu hans þar vegna þess að hætt verður brátt framleiðslu á núverandi kynslóð S60 og V60 bílanna í verksmiðjunni. Næsta kynslóð þessara bíla verður framleidd í nýrri verksmiðju Volvo í Bandaríkjunum og í verksmiðju Volvo í Torslanda í Svíþjóð. Volvo XC40 jepplingurinn var kjörinn bíll ársins í Evrópu fyrir skömmu svo þar er ef til vill ekki nema von að mikil eftirspurn er eftir honum.Styttist í nýjan V40 langbak Volvo segir að von sé á fleiri minni bílum frá fyrirtækinu og búist við því að brátt muni Volvo kynna nýja gerð V40 langbaks sem bætist þá í fjölbreytt úrval slíkra bíla með V60 og V90 stærri bræðrunum. Enn fremur er S60 bíll á leiðinni frá Volvo og með því verða allar bílgerðir Volvo endurnýjaðar, en nýjum bílum Volvo hefur verið tekið með kostum að undanförnu og seljast þeir allir vel. Það eru því bjartir tímar hjá sænska framleiðandanum sem er í eigu hins kínverska bílaframleiðanda Geely. Svo fer einnig að styttast í hinn öfluga lúxusbíl Polestar 1, en Volvo stofnaði lúxusbíladeild undir merkjum Polestar. Polestar 1 verður 600 hestafla tengiltvinnbíll sem margir bíða eftir með mikilli eftirvæntingu.
Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent