Freyja segir niðurstöðu héraðsdóms vera mikil vonbrigði Jónas Torfason skrifar 7. júní 2018 06:00 Freyja Haraldsdóttir segir að um fordóma sé að ræða. Vísir/Freyja Barnaverndarstofa var í gær sýknuð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn stofnuninni. Freyja stefndi Barnaverndarstofu fyrir að hafa synjað henni leyfi til að gerast fósturforeldri. Segir í dómnum að ekki verði annað séð en að mat Barnaverndarstofu hafi verið reist á hlutlægum og málefnalegum sjónarmiðum sem miði að því höfuðmarkmiði að gæta öryggis og réttinda fósturbarna, en að engin vægari úrræði en höfnun umsóknar hefðu verið tæk með góðu móti. „Þetta eru náttúrulega mikil vonbrigði og augljóslega ekki niðurstaðan sem við vildum,“ segir Freyja í samtalið við Fréttablaðið. Aðspurð að því hvort til standi að áfrýja dómnum segir Freyja að ákvörðun hafi ekki verið tekin um það.Sjá einnig: Héraðsdómur segir Barnaverndarstofu hafa rannsakað mál Freyju ítarlega „Fatlað fólk á að hafa fullan aðgang að réttlátri málsmeðferð. Við eigum rétt á friðhelgi frá fordómum sem ákveða fyrir fram að við séum vanhæf bara út frá því hvernig líkaminn okkar er eða lítur út eða hreyfir sig. Þetta mál hefur einkennst af því að það er verið að ákveða fyrir fram að ég sé vanhæf út af því hvernig líkama ég er í. Það er ekki einu sinni vilji til að kanna það frekar. Það eru augljóslega fordómar,“ segir Freyja. Í niðurstöðukafla dómsins segir að óumdeilt sé að Freyja sé vel menntuð og atorkusöm kona sem er virk félagslega og hefur áður komið að störfum með börnum. Jafnframt sé það óumdeilt að Freyja búi í ágætum húsakynnum og við traustar fjölskylduaðstæður. Segir dómurinn að það liggi fyrir að heimilishald Freyju byggi á því að fjórar til sex aðstoðarkonur ganga vaktir, og að það myndi skapa óstöðugleika í tengslamyndun við barn og valda því að nokkur stofnanabragur yrði á umhverfinu. Einnig segir að slíkar aðstæður feli ekki í sér þann langtíma stöðugleika sem ber sérstaklega að stuðla að fyrir fósturbarn. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Héraðsdómur segir Barnaverndarstofu hafa rannsakað mál Freyju ítarlega Héraðsdómur Reykjavíkur telur ekki vera sýnt að meðferð og synjun Barnaverndarstofu á umsókn Freyju Haraldsdóttur um að gerast fósturforeldri hafi aðeins byggt á því að hún búi við fötlun. 6. júní 2018 19:30 Barnaverndarstofa sýknuð í máli Freyju Haralds Freyja stefndi Barnaverndarstofu vegna ákvörðunar stofnunarinnar um að neita henni um að gerast fósturforeldri. 6. júní 2018 13:11 Formaður Sjálfsbjargar hvetur Freyju áfram í baráttunni Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir mál Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu gríðarlega mikilvægt fyrir réttindi fatlaðs fólks. Hann hefur rætt málið við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra og telur enn nokkurra fordóma gæta í íslenskri stjórnsýslu gagnvart fötluðu fólki. 20. október 2017 06:00 Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Sjá meira
Barnaverndarstofa var í gær sýknuð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn stofnuninni. Freyja stefndi Barnaverndarstofu fyrir að hafa synjað henni leyfi til að gerast fósturforeldri. Segir í dómnum að ekki verði annað séð en að mat Barnaverndarstofu hafi verið reist á hlutlægum og málefnalegum sjónarmiðum sem miði að því höfuðmarkmiði að gæta öryggis og réttinda fósturbarna, en að engin vægari úrræði en höfnun umsóknar hefðu verið tæk með góðu móti. „Þetta eru náttúrulega mikil vonbrigði og augljóslega ekki niðurstaðan sem við vildum,“ segir Freyja í samtalið við Fréttablaðið. Aðspurð að því hvort til standi að áfrýja dómnum segir Freyja að ákvörðun hafi ekki verið tekin um það.Sjá einnig: Héraðsdómur segir Barnaverndarstofu hafa rannsakað mál Freyju ítarlega „Fatlað fólk á að hafa fullan aðgang að réttlátri málsmeðferð. Við eigum rétt á friðhelgi frá fordómum sem ákveða fyrir fram að við séum vanhæf bara út frá því hvernig líkaminn okkar er eða lítur út eða hreyfir sig. Þetta mál hefur einkennst af því að það er verið að ákveða fyrir fram að ég sé vanhæf út af því hvernig líkama ég er í. Það er ekki einu sinni vilji til að kanna það frekar. Það eru augljóslega fordómar,“ segir Freyja. Í niðurstöðukafla dómsins segir að óumdeilt sé að Freyja sé vel menntuð og atorkusöm kona sem er virk félagslega og hefur áður komið að störfum með börnum. Jafnframt sé það óumdeilt að Freyja búi í ágætum húsakynnum og við traustar fjölskylduaðstæður. Segir dómurinn að það liggi fyrir að heimilishald Freyju byggi á því að fjórar til sex aðstoðarkonur ganga vaktir, og að það myndi skapa óstöðugleika í tengslamyndun við barn og valda því að nokkur stofnanabragur yrði á umhverfinu. Einnig segir að slíkar aðstæður feli ekki í sér þann langtíma stöðugleika sem ber sérstaklega að stuðla að fyrir fósturbarn.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Héraðsdómur segir Barnaverndarstofu hafa rannsakað mál Freyju ítarlega Héraðsdómur Reykjavíkur telur ekki vera sýnt að meðferð og synjun Barnaverndarstofu á umsókn Freyju Haraldsdóttur um að gerast fósturforeldri hafi aðeins byggt á því að hún búi við fötlun. 6. júní 2018 19:30 Barnaverndarstofa sýknuð í máli Freyju Haralds Freyja stefndi Barnaverndarstofu vegna ákvörðunar stofnunarinnar um að neita henni um að gerast fósturforeldri. 6. júní 2018 13:11 Formaður Sjálfsbjargar hvetur Freyju áfram í baráttunni Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir mál Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu gríðarlega mikilvægt fyrir réttindi fatlaðs fólks. Hann hefur rætt málið við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra og telur enn nokkurra fordóma gæta í íslenskri stjórnsýslu gagnvart fötluðu fólki. 20. október 2017 06:00 Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Sjá meira
Héraðsdómur segir Barnaverndarstofu hafa rannsakað mál Freyju ítarlega Héraðsdómur Reykjavíkur telur ekki vera sýnt að meðferð og synjun Barnaverndarstofu á umsókn Freyju Haraldsdóttur um að gerast fósturforeldri hafi aðeins byggt á því að hún búi við fötlun. 6. júní 2018 19:30
Barnaverndarstofa sýknuð í máli Freyju Haralds Freyja stefndi Barnaverndarstofu vegna ákvörðunar stofnunarinnar um að neita henni um að gerast fósturforeldri. 6. júní 2018 13:11
Formaður Sjálfsbjargar hvetur Freyju áfram í baráttunni Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir mál Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu gríðarlega mikilvægt fyrir réttindi fatlaðs fólks. Hann hefur rætt málið við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra og telur enn nokkurra fordóma gæta í íslenskri stjórnsýslu gagnvart fötluðu fólki. 20. október 2017 06:00