Segir Cambridge Analytica hafa verið eyðilagt af bitrum og öfundsjúkum uppljóstrara Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. júní 2018 23:15 Alexander Nix, fyrrverandi forstjóri greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica, segir að honum hafi liðið eins og fórnarlambinu í umfjöllun fjölmiðla um fyrirtækið sem leiddi til þess að það lagði upp laupana fyrir um mánuði síðan. Hann segir fyrirtækið hafa verið eyðilagt á ósanngjarnan hátt með fölskum ásökunum sem settar voru fram af bitrum og öfundsjúkum uppljóstrara. Þetta kom fram á fundi Nix með þingmönnum í breska þinginu í dag en Cambridge Analytica hætti starfsemi í kjölfar ásakana sem fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins setti fram og greint var frá í The Observer, systurblaði Guardian sem kemur út á sunnudögum.Sparaði ekki stóru orðin Starfsmaðurinn, Christopher Wylie, greindi frá því hvernig Cambridge Analytica hefði misnotað persónuupplýsingar milljóna notenda Facebook í Bandaríkjunum í pólitískum tilgangi. Hafði fyrirtækið, sem kom að forsetaframboði Donald Trump og kosningaherferð stuðningsmanna Brexit, keypt gögnin af utanaðkomandi aðila með ólögmætum hætti. Nix, og aðrir sem tengjast fyrirtækinu, hafa alltaf sagt að gögnin hafi verið keypt í góðri trú, en Wylie hélt því auk þess fram að gögnin hefðu verið notuð til þess að hafa áhrif á fyrrnefndar kosningar. Nix fór mikinn þegar hann kom fyrir breska þingið í dag en vegna friðhelgis þingsins nær breska meiðyrðalöggjöfin ekki til vitnisburðar hans.Samhæfð og áhrifarík árás frjálslyndra fjölmiðla Þannig sagði hann Wylie hafa logið um mjög marga hluti og að Cambridge Analytica hafi verið fórnarlamb samhæfðrar og áhrifaríkrar árásar frjálslyndra fjölmiðla. Nix lýsti Wylie sem manni sem segðist vera talsmaður þess að vernda gögn á sama tíma og hann væri að sanka að sér stærra gagnasafni en Cambridge Analytica hafði yfir að ráða. Hann hafi ætlað að koma svipuðu fyrirtæki á koppinn en síðustu tveimur til þremur árum hefði hann bara eytt í að vera öfundsjúkur og bitur. Þá sagði Nix að umfjöllun hins ótrúlega áhrifamikla blaðs Guardian um fyrirtækið hafi vakið heimsathygli þrátt fyrir að um hafi verið að ræða falsfréttir að öllu leyti.„Ef þið sætuð þar sem ég sit núna þá liði ykkur örugglega líka eins og fórnarlambinu“ Hélt hann því fram að umfjöllunin um Cambridge Analytica hefði verið drifin áfram af blaðamönnum sem hafi viljað draga úr vægi Brexit og knýja fram aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Bretlands að Evrópusambandinu. „Ef þið sætuð þar sem ég sit núna þá liði ykkur örugglega líka eins og fórnarlambinu,“ sagði Nix við þingmennina. Nefndi hann til að mynda umfjöllun Channel 4 sem birti upptökur, sem teknar höfðu verið í leyni, af Nix að tala um ólögleg meðul í erlendum kosningum. Nix sagði að upptökurnar hefðu verið klipptar mikið til svo sýna mætti hann í sem verstu ljósi en Channel 4 hefur þvertekið fyrir þetta og segist hafa sýnt Nix sanngirni í umfjöllun sinni. Facebook Tengdar fréttir Zuckerberg biðst afsökunar Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, kom fyrir Evrópuþingið í Brussel í dag. 22. maí 2018 18:56 Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45 Hér getur þú séð hvort að þínum gögnum var deilt með Cambridge Analytica Facebook hefur birt tól þar sem notendur geta komist að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 10. apríl 2018 16:27 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Alexander Nix, fyrrverandi forstjóri greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica, segir að honum hafi liðið eins og fórnarlambinu í umfjöllun fjölmiðla um fyrirtækið sem leiddi til þess að það lagði upp laupana fyrir um mánuði síðan. Hann segir fyrirtækið hafa verið eyðilagt á ósanngjarnan hátt með fölskum ásökunum sem settar voru fram af bitrum og öfundsjúkum uppljóstrara. Þetta kom fram á fundi Nix með þingmönnum í breska þinginu í dag en Cambridge Analytica hætti starfsemi í kjölfar ásakana sem fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins setti fram og greint var frá í The Observer, systurblaði Guardian sem kemur út á sunnudögum.Sparaði ekki stóru orðin Starfsmaðurinn, Christopher Wylie, greindi frá því hvernig Cambridge Analytica hefði misnotað persónuupplýsingar milljóna notenda Facebook í Bandaríkjunum í pólitískum tilgangi. Hafði fyrirtækið, sem kom að forsetaframboði Donald Trump og kosningaherferð stuðningsmanna Brexit, keypt gögnin af utanaðkomandi aðila með ólögmætum hætti. Nix, og aðrir sem tengjast fyrirtækinu, hafa alltaf sagt að gögnin hafi verið keypt í góðri trú, en Wylie hélt því auk þess fram að gögnin hefðu verið notuð til þess að hafa áhrif á fyrrnefndar kosningar. Nix fór mikinn þegar hann kom fyrir breska þingið í dag en vegna friðhelgis þingsins nær breska meiðyrðalöggjöfin ekki til vitnisburðar hans.Samhæfð og áhrifarík árás frjálslyndra fjölmiðla Þannig sagði hann Wylie hafa logið um mjög marga hluti og að Cambridge Analytica hafi verið fórnarlamb samhæfðrar og áhrifaríkrar árásar frjálslyndra fjölmiðla. Nix lýsti Wylie sem manni sem segðist vera talsmaður þess að vernda gögn á sama tíma og hann væri að sanka að sér stærra gagnasafni en Cambridge Analytica hafði yfir að ráða. Hann hafi ætlað að koma svipuðu fyrirtæki á koppinn en síðustu tveimur til þremur árum hefði hann bara eytt í að vera öfundsjúkur og bitur. Þá sagði Nix að umfjöllun hins ótrúlega áhrifamikla blaðs Guardian um fyrirtækið hafi vakið heimsathygli þrátt fyrir að um hafi verið að ræða falsfréttir að öllu leyti.„Ef þið sætuð þar sem ég sit núna þá liði ykkur örugglega líka eins og fórnarlambinu“ Hélt hann því fram að umfjöllunin um Cambridge Analytica hefði verið drifin áfram af blaðamönnum sem hafi viljað draga úr vægi Brexit og knýja fram aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Bretlands að Evrópusambandinu. „Ef þið sætuð þar sem ég sit núna þá liði ykkur örugglega líka eins og fórnarlambinu,“ sagði Nix við þingmennina. Nefndi hann til að mynda umfjöllun Channel 4 sem birti upptökur, sem teknar höfðu verið í leyni, af Nix að tala um ólögleg meðul í erlendum kosningum. Nix sagði að upptökurnar hefðu verið klipptar mikið til svo sýna mætti hann í sem verstu ljósi en Channel 4 hefur þvertekið fyrir þetta og segist hafa sýnt Nix sanngirni í umfjöllun sinni.
Facebook Tengdar fréttir Zuckerberg biðst afsökunar Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, kom fyrir Evrópuþingið í Brussel í dag. 22. maí 2018 18:56 Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45 Hér getur þú séð hvort að þínum gögnum var deilt með Cambridge Analytica Facebook hefur birt tól þar sem notendur geta komist að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 10. apríl 2018 16:27 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Zuckerberg biðst afsökunar Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, kom fyrir Evrópuþingið í Brussel í dag. 22. maí 2018 18:56
Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45
Hér getur þú séð hvort að þínum gögnum var deilt með Cambridge Analytica Facebook hefur birt tól þar sem notendur geta komist að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 10. apríl 2018 16:27