„Við erum viss um það að við munum ná saman“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. júní 2018 11:40 Það dregur til tíðanda í Grindavík en oddviti Framsóknarflokksins er viss um að það náist að mynda meirihluta eftir fund kvöldsins. Sigurður Óli Það fer að draga til tíðinda í Grindavíkurbæ því Sigurður Óli Þorleifsson, oddviti Framsóknarflokksins í Grindavík, segist vongóður um að geta tilkynnt bæjarbúum í kvöld að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkur séu búnir að ná saman um myndun meirihluta í bænum. „Við erum viss um það að við munum ná saman. Vinna er hafin að málefnaskránni og vonandi náum við að hnýta alla lausa enda á fundi í kvöld,“ segir Sigurður Óli í samtali við Vísi. Að mati Sigurðar eru flokkarnir búnir að yfirstíga allar hindranir sem hefðu að öðrum kosti geta staðið í vegi fyrir myndun meirihluta.En hver er niðurstaða flokkanna og hvað eru þeir sammála um að verði að ráðast í?„Við erum sammála um að halda áfram á þeirri braut sem Grindavík er búin að vera en við þurfum að fara í leikskólamálin; tryggja dagvist frá 12 mánaða aldri. Það er nú kannski stærsta atriðið og að hlúa að eldri borgurum. Við ætlum að fara út í félagsheimili fyrir eldri borgara. Það er velferðin sem skiptir okkur máli,“ segir Sigurður Óli sem bendir jafnframt á að í málefnasamningi sé að byggja íbúðarkjarna sem á að tengjast félagsheimilinu fyrir eldri borgara.Stendur til að vinna vel með minnihlutanum?„Já það einmitt verður í málefnaskrá hjá okkur að við viljum að allir komi að borðinu og að allir fái sína rödd og sitt sæti.“ Helga Dís Jakobsdóttir, oddviti Radda unga fólksins, sagði í samtali við Vísi á dögunum að hvenær sem færi í viðræðum um meirihluta myndu bæjarfulltrúarnir alltaf vinna vel saman. Upphaflega átti Rödd unga fólksins, Samfylking, Framsóknarflokkur og Miðflokkur í viðræðum en það slitnaði upp úr þeim um mánaðamótin. Sjá nánar: Slitnað upp úr viðræðum í Grindavík„Þetta er góður bær og vonandi munum við öll taka þátt í að gera hann enn betri, bærinn stendur vel og við höfum allt til brunns að bera til að vera framúrskarandi bæjarfélag á landinu,“ segir Sigurður Óli. Framsóknarflokkurinn hlaut 13,8% atkvæða og fékk einn mann kjörinn til bæjarstjórnar og Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur og hlaut 33,5% atkvæða og þrjá menn kjörna. Kosningar 2018 Tengdar fréttir „Fólk fær ekki allt sem það vill“ Aðspurður hvort flokkarnir sjái til lands svarar Hjálmar vongóður: "Já ég held það bara. Ég er nú bara bjartsýnn. Ég er það nú alltaf reyndar.“ 4. júní 2018 16:52 Slitnað upp úr viðræðum í Grindavík Framsóknarflokkurinn í Grindavíkur ákvað að draga sig úr viðræðum um myndun meirihluta með Miðflokki, Röddum unga fólksins og Samfylkingu. 30. maí 2018 16:24 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira
Það fer að draga til tíðinda í Grindavíkurbæ því Sigurður Óli Þorleifsson, oddviti Framsóknarflokksins í Grindavík, segist vongóður um að geta tilkynnt bæjarbúum í kvöld að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkur séu búnir að ná saman um myndun meirihluta í bænum. „Við erum viss um það að við munum ná saman. Vinna er hafin að málefnaskránni og vonandi náum við að hnýta alla lausa enda á fundi í kvöld,“ segir Sigurður Óli í samtali við Vísi. Að mati Sigurðar eru flokkarnir búnir að yfirstíga allar hindranir sem hefðu að öðrum kosti geta staðið í vegi fyrir myndun meirihluta.En hver er niðurstaða flokkanna og hvað eru þeir sammála um að verði að ráðast í?„Við erum sammála um að halda áfram á þeirri braut sem Grindavík er búin að vera en við þurfum að fara í leikskólamálin; tryggja dagvist frá 12 mánaða aldri. Það er nú kannski stærsta atriðið og að hlúa að eldri borgurum. Við ætlum að fara út í félagsheimili fyrir eldri borgara. Það er velferðin sem skiptir okkur máli,“ segir Sigurður Óli sem bendir jafnframt á að í málefnasamningi sé að byggja íbúðarkjarna sem á að tengjast félagsheimilinu fyrir eldri borgara.Stendur til að vinna vel með minnihlutanum?„Já það einmitt verður í málefnaskrá hjá okkur að við viljum að allir komi að borðinu og að allir fái sína rödd og sitt sæti.“ Helga Dís Jakobsdóttir, oddviti Radda unga fólksins, sagði í samtali við Vísi á dögunum að hvenær sem færi í viðræðum um meirihluta myndu bæjarfulltrúarnir alltaf vinna vel saman. Upphaflega átti Rödd unga fólksins, Samfylking, Framsóknarflokkur og Miðflokkur í viðræðum en það slitnaði upp úr þeim um mánaðamótin. Sjá nánar: Slitnað upp úr viðræðum í Grindavík„Þetta er góður bær og vonandi munum við öll taka þátt í að gera hann enn betri, bærinn stendur vel og við höfum allt til brunns að bera til að vera framúrskarandi bæjarfélag á landinu,“ segir Sigurður Óli. Framsóknarflokkurinn hlaut 13,8% atkvæða og fékk einn mann kjörinn til bæjarstjórnar og Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur og hlaut 33,5% atkvæða og þrjá menn kjörna.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir „Fólk fær ekki allt sem það vill“ Aðspurður hvort flokkarnir sjái til lands svarar Hjálmar vongóður: "Já ég held það bara. Ég er nú bara bjartsýnn. Ég er það nú alltaf reyndar.“ 4. júní 2018 16:52 Slitnað upp úr viðræðum í Grindavík Framsóknarflokkurinn í Grindavíkur ákvað að draga sig úr viðræðum um myndun meirihluta með Miðflokki, Röddum unga fólksins og Samfylkingu. 30. maí 2018 16:24 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira
„Fólk fær ekki allt sem það vill“ Aðspurður hvort flokkarnir sjái til lands svarar Hjálmar vongóður: "Já ég held það bara. Ég er nú bara bjartsýnn. Ég er það nú alltaf reyndar.“ 4. júní 2018 16:52
Slitnað upp úr viðræðum í Grindavík Framsóknarflokkurinn í Grindavíkur ákvað að draga sig úr viðræðum um myndun meirihluta með Miðflokki, Röddum unga fólksins og Samfylkingu. 30. maí 2018 16:24