Slitnað upp úr viðræðum í Grindavík Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. maí 2018 16:24 Framsóknarflokkurinn í Grindavíkur ákvað að draga sig úr viðræðum um myndun meirihluta með Miðflokki, Röddum unga fólksins og Samfylkingu. rödd unga fólksins Framsóknarflokkurinn í Grindavík, með Sigurð Óla Þorleifsson í broddi fylkingar, ákvað að draga sig úr viðræðum um myndun meirihluta en síðustu daga hefur hann átt í viðræðum með Miðflokki, Samfylkingu og Röddum unga fólksins. Flokkurinn hefur nú snúið sér að Sjálfstæðisflokki og ætlar nú að kanna hvort flokkarnir nái saman. „Sama hvernig þetta fer þá munum við alltaf vinna saman,“ segir Helga Dís Jakobsdóttir, oddviti Radda unga fólksins, í samtali við vísi. Rödd unga fólksins hefur talsverða sérstöðu en flokkurinn er að mestu skipaður fólki á tvítugs og þrítugsaldri. Helga Dís er enn að átta sig á niðurstöðum sveitarstjórnarkosninga en þessi nýstofnaði flokkur er næststærsti flokkurinn í Grindavík að loknum kosningum með 19,2% atkvæða.Stóðu á tímamótum Helga Dís segir að hugmyndin um stofnun nýs stjórnmálaafls hafi kviknað þegar nokkrir af gömlu skólafélögunum hittust á haustmánuðum síðasta árs. Hún segir að þau hafi flest staðið á tímamótum í sínu lífi og hafi verið farin að velta fyrir sér hvort þau ætluðu að setjast að í Grindavík eða leita tækifæra annars staðar. „Við vorum flest á þeim stað í lífinu að við vorum að safna fyrir innborgun á íbúð og að stofna fjölskyldu og þess háttar. Við vorum á þeim tímamótum að við vorum að taka ákvörðun um það […] hvort við ætluðum að flytja aftur heim eða hvað við ætluðum að gera. Þá barst talið að ýmsum málefnum varðandi bæinn. Við höfðum bara sterkar skoðanir á því. Við búum í frábæru bæjarfélagi en það er margt sem má gera betur,“ segir Helga Dís sem bendir á að frambjóðendum Radda unga fólksins var boðið að taka sæti á öðrum listum en þeir hafi frekar vilja nýta samtakamátt unga fólksins til áhrifa. Það væri brýnt að raddir þeirra heyrðust við ákvörðunartökuborðið. „Tilfinning okkar er sú að það sem heldur aftur að ungu fólki er að það nennir ekki að vera að svara fyrir rótgróna flokka eða vera skilgreind eftir rótgrónum flokkum,“ segir Helga Dís, því hafi þau ákveðið að skapa vettvang til þess að gera Grindavík að betra bæjarfélagi „þannig að það væri engin spurning að við vildum flytja aftur heim.“ Það sem er efst á blaði hjá Röddum unga fólksins eru daggæslumálin og húsnæðismálin. „Eins og staðan er núna er ég að reyna að flytja að heiman en get það ekki því það vantar framboð á minni íbúðum. Þetta eru mál sem allir eru sammála um að það þurfi að fara í. Við viljum líka helst beita okkur fyrir því að hafa opna stjórnsýslu; opið bókhald og þjónustumiðaða stjórnsýslu“ Kosningar 2018 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
Framsóknarflokkurinn í Grindavík, með Sigurð Óla Þorleifsson í broddi fylkingar, ákvað að draga sig úr viðræðum um myndun meirihluta en síðustu daga hefur hann átt í viðræðum með Miðflokki, Samfylkingu og Röddum unga fólksins. Flokkurinn hefur nú snúið sér að Sjálfstæðisflokki og ætlar nú að kanna hvort flokkarnir nái saman. „Sama hvernig þetta fer þá munum við alltaf vinna saman,“ segir Helga Dís Jakobsdóttir, oddviti Radda unga fólksins, í samtali við vísi. Rödd unga fólksins hefur talsverða sérstöðu en flokkurinn er að mestu skipaður fólki á tvítugs og þrítugsaldri. Helga Dís er enn að átta sig á niðurstöðum sveitarstjórnarkosninga en þessi nýstofnaði flokkur er næststærsti flokkurinn í Grindavík að loknum kosningum með 19,2% atkvæða.Stóðu á tímamótum Helga Dís segir að hugmyndin um stofnun nýs stjórnmálaafls hafi kviknað þegar nokkrir af gömlu skólafélögunum hittust á haustmánuðum síðasta árs. Hún segir að þau hafi flest staðið á tímamótum í sínu lífi og hafi verið farin að velta fyrir sér hvort þau ætluðu að setjast að í Grindavík eða leita tækifæra annars staðar. „Við vorum flest á þeim stað í lífinu að við vorum að safna fyrir innborgun á íbúð og að stofna fjölskyldu og þess háttar. Við vorum á þeim tímamótum að við vorum að taka ákvörðun um það […] hvort við ætluðum að flytja aftur heim eða hvað við ætluðum að gera. Þá barst talið að ýmsum málefnum varðandi bæinn. Við höfðum bara sterkar skoðanir á því. Við búum í frábæru bæjarfélagi en það er margt sem má gera betur,“ segir Helga Dís sem bendir á að frambjóðendum Radda unga fólksins var boðið að taka sæti á öðrum listum en þeir hafi frekar vilja nýta samtakamátt unga fólksins til áhrifa. Það væri brýnt að raddir þeirra heyrðust við ákvörðunartökuborðið. „Tilfinning okkar er sú að það sem heldur aftur að ungu fólki er að það nennir ekki að vera að svara fyrir rótgróna flokka eða vera skilgreind eftir rótgrónum flokkum,“ segir Helga Dís, því hafi þau ákveðið að skapa vettvang til þess að gera Grindavík að betra bæjarfélagi „þannig að það væri engin spurning að við vildum flytja aftur heim.“ Það sem er efst á blaði hjá Röddum unga fólksins eru daggæslumálin og húsnæðismálin. „Eins og staðan er núna er ég að reyna að flytja að heiman en get það ekki því það vantar framboð á minni íbúðum. Þetta eru mál sem allir eru sammála um að það þurfi að fara í. Við viljum líka helst beita okkur fyrir því að hafa opna stjórnsýslu; opið bókhald og þjónustumiðaða stjórnsýslu“
Kosningar 2018 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira