Finnur Freyr: Ég var hættur að njóta körfuboltans Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. júní 2018 09:12 Finnur Freyr á hliðarlínunni í sínum síðasta leik sem þjálfari KR. vísir/bára „Mér fannst vera kominn tími á mig,“ segir Finnur Freyr Stefánsson sem í gær ákvað að stíga frá borði sem þjálfari KR eftir að hafa gert liðið að Íslandsmeisturum fimm ár í röð. „Þetta er búinn að vera langur tími í KR. Ég fann í vetur að það var komin ákveðin þreyta og orkan var minni en mér finnst hún eigi að vera. Ég var ekki sú útgáfa af sjálfum mér sem mig langaði helst að vera.“Neistinn orðinn lítill Finnur Freyr segist hafa fundið fyrir því í úrslitakeppninni að hann hafi verið orðinn þreyttur. „Ég fann að neistinn sem hefur verið í manni var orðinn ansi lítill. Þegar staðan er orðin svoleiðis þá er ekki mikið eftir,“ segir Finnur en hann vildi þó ekki taka neina ákvörðun í flýti.„Ég gaf mér maí til þess að hugsa málið. Það var ekki mikil löngun til þess að hugsa eða horfa á körfubolta í síðasta mánuði. Ég vildi skoða þetta vel með fjölskyldu og vinum. Því lengri tími sem leið varð ég sannfærðari um að þetta væri það rétta í stöðunni fyrir mig.“Stoltur og þakklátur Finnur Freyr hefur einnig verið aðstoðarþjálfari A-landsliðsins og U20 ára landsliðsins þannig að það hefur verið mikið að gera.Finnur með strákunum sínum eftir fimmta titilinn í lok apríl.vísir/bára„Þetta er búinn að vera frábær tími og gengið einstaklega vel. Ég lít stoltur og þakklátur á þennan tíma. Þetta tók líka mikið frá manni og sérstaklega í vetur þegar gekk mikið á. Það var allt erfitt í vetur. Ég var ekki lengur að njóta körfuboltans sem er ekki gott fyrir körfuboltafíkil eins og mig. Þetta er stór og erfið ákvörðun enda hef ég verið að þjálfa hjá KR í tæp 20 ár.“Draumurinn að fara út Framhaldið er óljóst hjá Finni Frey sem er líka hættur að þjálfa hjá KKÍ. „Ég veit ekkert hvað tekur við. Það hafa verið einhverjar þreifingar í gangi erlendis en ekkert til að tala um á þessu stigi. Það er eitthvað sem ég skoða. Ef það kemur eitthvað spennandi upp þá kannski kýlir maður á það. Ef ekki þá er það bara þannig og þá prófa ég bara eitthvað nýtt,“ segir Finnur Freyr en eru líkur á því að við sjáum hann þjálfa annað lið í Dominos-deildinni næsta vetur? „Ég held að það sé mjög hæpið næsta haust en maður veit aldrei þegar líður á veturinn. Óskastaðan er að detta inn á eitthvað skemmtilegt erlendis. Maður á samt aldrei að segja aldrei.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Finnur Freyr hættur hjá KR Fimmfaldir Íslandsmeistarar KR eru mjög óvænt í þjálfaraleit þar sem að Finnur Freyr Stefánsson er hættur að þjálfa liðið. Hann er búinn að gera liðið að Íslandsmeisturum fimm ár í röð. 5. júní 2018 08:37 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Sjá meira
„Mér fannst vera kominn tími á mig,“ segir Finnur Freyr Stefánsson sem í gær ákvað að stíga frá borði sem þjálfari KR eftir að hafa gert liðið að Íslandsmeisturum fimm ár í röð. „Þetta er búinn að vera langur tími í KR. Ég fann í vetur að það var komin ákveðin þreyta og orkan var minni en mér finnst hún eigi að vera. Ég var ekki sú útgáfa af sjálfum mér sem mig langaði helst að vera.“Neistinn orðinn lítill Finnur Freyr segist hafa fundið fyrir því í úrslitakeppninni að hann hafi verið orðinn þreyttur. „Ég fann að neistinn sem hefur verið í manni var orðinn ansi lítill. Þegar staðan er orðin svoleiðis þá er ekki mikið eftir,“ segir Finnur en hann vildi þó ekki taka neina ákvörðun í flýti.„Ég gaf mér maí til þess að hugsa málið. Það var ekki mikil löngun til þess að hugsa eða horfa á körfubolta í síðasta mánuði. Ég vildi skoða þetta vel með fjölskyldu og vinum. Því lengri tími sem leið varð ég sannfærðari um að þetta væri það rétta í stöðunni fyrir mig.“Stoltur og þakklátur Finnur Freyr hefur einnig verið aðstoðarþjálfari A-landsliðsins og U20 ára landsliðsins þannig að það hefur verið mikið að gera.Finnur með strákunum sínum eftir fimmta titilinn í lok apríl.vísir/bára„Þetta er búinn að vera frábær tími og gengið einstaklega vel. Ég lít stoltur og þakklátur á þennan tíma. Þetta tók líka mikið frá manni og sérstaklega í vetur þegar gekk mikið á. Það var allt erfitt í vetur. Ég var ekki lengur að njóta körfuboltans sem er ekki gott fyrir körfuboltafíkil eins og mig. Þetta er stór og erfið ákvörðun enda hef ég verið að þjálfa hjá KR í tæp 20 ár.“Draumurinn að fara út Framhaldið er óljóst hjá Finni Frey sem er líka hættur að þjálfa hjá KKÍ. „Ég veit ekkert hvað tekur við. Það hafa verið einhverjar þreifingar í gangi erlendis en ekkert til að tala um á þessu stigi. Það er eitthvað sem ég skoða. Ef það kemur eitthvað spennandi upp þá kannski kýlir maður á það. Ef ekki þá er það bara þannig og þá prófa ég bara eitthvað nýtt,“ segir Finnur Freyr en eru líkur á því að við sjáum hann þjálfa annað lið í Dominos-deildinni næsta vetur? „Ég held að það sé mjög hæpið næsta haust en maður veit aldrei þegar líður á veturinn. Óskastaðan er að detta inn á eitthvað skemmtilegt erlendis. Maður á samt aldrei að segja aldrei.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Finnur Freyr hættur hjá KR Fimmfaldir Íslandsmeistarar KR eru mjög óvænt í þjálfaraleit þar sem að Finnur Freyr Stefánsson er hættur að þjálfa liðið. Hann er búinn að gera liðið að Íslandsmeisturum fimm ár í röð. 5. júní 2018 08:37 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Sjá meira
Finnur Freyr hættur hjá KR Fimmfaldir Íslandsmeistarar KR eru mjög óvænt í þjálfaraleit þar sem að Finnur Freyr Stefánsson er hættur að þjálfa liðið. Hann er búinn að gera liðið að Íslandsmeisturum fimm ár í röð. 5. júní 2018 08:37