Finnur Freyr hættur hjá KR Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. júní 2018 08:37 Finnur Freyr getur stigið sáttur frá borði. vísir/bára Fimmfaldir Íslandsmeistarar KR eru mjög óvænt í þjálfaraleit þar sem að Finnur Freyr Stefánsson er hættur að þjálfa liðið. Hann er búinn að gera liðið að Íslandsmeisturum fimm ár í röð. „Við funduðum í gær og hann tilkynnti mér þá að hann væri hættur,“ segir Böðvar Guðjónsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar KR. Finnur Freyr hefur náð lygilegum árangri með KR-liðið síðustu fimm ár og þau hafa eflaust tekið á. Það hafa verið orðrómar um að erlend félög hafi verið að bera víurnar í Finn en það er allt óstaðfest. Árangur hans hefur þó örugglega ekki farið fram hjá erlendum félögum enda einstakur árangur. Böðvar segir að það sé alls óljóst hver taki við liðinu af Finni. Það verði farið strax í þá vinnu að finna arftaka Finns og vonandi gangi sú vinna hratt fyrir sig. Hann segir að KR muni skoða íslenska sem erlenda þjálfara. „En við í körfuknattleiksdeildinni þökkum Finni fyrir öll hans frábæru störf fyrir félagið. Hann er búinn að vera hjá okkur síðan 1999 sem er magnað. Við óskum honum alls hins besta í hverju sem hann tekur sér fyrir hendur,“ segir Böðvar.Einstakur árangur Finnur Freyr gerði KR fimm sinnum að Íslandsmeisturum eins og áður segir og tvisvar sinnum að bikarmeisturum. Hann er ásamt Keflvíkingnum Sigurði Ingimundarsyni sá sem hefur gert lið oftast að Íslandsmeisturum í úrslitakeppni. Undir stjórn Finns tapaði KR ekki einvígi í úrslitakeppni (15-0) og komst fjórum sinnum alla leið í bikarúrslitaleikinn í Laugardalshöllinni. Liðið vann ennfremur fjóra deildarmeistaratitla og Fyrirtækjabikar KKÍ einu sinni. KR hefur verið í síðustu níu úrslitaeinvígum eða úrslitaleikjum um tvo stærstu titlana á Íslandi (Íslandsmeistaratitilinn og bikarmeistaratitilinn) eða öllum úrslitum síðan að liðið missti af bikarúrslitaleiknum á fyrsta ári Finns með liðið. Finnur Freyr vann alls 12 titla á þessum fimm tímabilum sínum með KR-liðið. KR vann alls 91 af 110 deildarleikjum sínum undir stjórn Finns (83 prósent) og 45 af 59 leikjum sínum í úrslitakeppni (76 prósent). Enginn þjálfari KR hefur unnið fleiri leiki í deildarkeppni úrvalsdeildar karla og Finnur hefur auk þess unnið 27 fleiri leiki í úrslitakeppni en sá KR-þjálfari sem kemur í öðru sæti á eftir honum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Finnur Freyr: Ég var hættur að njóta körfuboltans "Mér fannst vera kominn tími á mig,“ segir Finnur Freyr Stefánsson sem í gær ákvað að stíga frá borði sem þjálfari KR eftir að hafa gert liðið að Íslandsmeisturum fimm ár í röð. 5. júní 2018 09:12 Finnur: Hefðum ekki getað farið erfiðari leið Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari nýkrýndra fimmfaldra Íslandsmeistara KR, átti erfitt með orðin og tilfinningarnar í leikslok í DHL höllinni í kvöld eftir 83-79 sigur á Tindastól og 3-1 sigur í úrslitarimmunni. 28. apríl 2018 23:31 Umfjöllun: KR - Tindastóll 89-73 │KR-ingar eru fimmfaldir Íslandsmeistarar KR er fimmfaldur Íslandsmeistari eftir öruggan sigur á Tindastól í fjórða leik úrslitarimmunnar í Domino's deild karla. KR vann einvígið samanlagt 3-1. 28. apríl 2018 23:15 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sjá meira
Fimmfaldir Íslandsmeistarar KR eru mjög óvænt í þjálfaraleit þar sem að Finnur Freyr Stefánsson er hættur að þjálfa liðið. Hann er búinn að gera liðið að Íslandsmeisturum fimm ár í röð. „Við funduðum í gær og hann tilkynnti mér þá að hann væri hættur,“ segir Böðvar Guðjónsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar KR. Finnur Freyr hefur náð lygilegum árangri með KR-liðið síðustu fimm ár og þau hafa eflaust tekið á. Það hafa verið orðrómar um að erlend félög hafi verið að bera víurnar í Finn en það er allt óstaðfest. Árangur hans hefur þó örugglega ekki farið fram hjá erlendum félögum enda einstakur árangur. Böðvar segir að það sé alls óljóst hver taki við liðinu af Finni. Það verði farið strax í þá vinnu að finna arftaka Finns og vonandi gangi sú vinna hratt fyrir sig. Hann segir að KR muni skoða íslenska sem erlenda þjálfara. „En við í körfuknattleiksdeildinni þökkum Finni fyrir öll hans frábæru störf fyrir félagið. Hann er búinn að vera hjá okkur síðan 1999 sem er magnað. Við óskum honum alls hins besta í hverju sem hann tekur sér fyrir hendur,“ segir Böðvar.Einstakur árangur Finnur Freyr gerði KR fimm sinnum að Íslandsmeisturum eins og áður segir og tvisvar sinnum að bikarmeisturum. Hann er ásamt Keflvíkingnum Sigurði Ingimundarsyni sá sem hefur gert lið oftast að Íslandsmeisturum í úrslitakeppni. Undir stjórn Finns tapaði KR ekki einvígi í úrslitakeppni (15-0) og komst fjórum sinnum alla leið í bikarúrslitaleikinn í Laugardalshöllinni. Liðið vann ennfremur fjóra deildarmeistaratitla og Fyrirtækjabikar KKÍ einu sinni. KR hefur verið í síðustu níu úrslitaeinvígum eða úrslitaleikjum um tvo stærstu titlana á Íslandi (Íslandsmeistaratitilinn og bikarmeistaratitilinn) eða öllum úrslitum síðan að liðið missti af bikarúrslitaleiknum á fyrsta ári Finns með liðið. Finnur Freyr vann alls 12 titla á þessum fimm tímabilum sínum með KR-liðið. KR vann alls 91 af 110 deildarleikjum sínum undir stjórn Finns (83 prósent) og 45 af 59 leikjum sínum í úrslitakeppni (76 prósent). Enginn þjálfari KR hefur unnið fleiri leiki í deildarkeppni úrvalsdeildar karla og Finnur hefur auk þess unnið 27 fleiri leiki í úrslitakeppni en sá KR-þjálfari sem kemur í öðru sæti á eftir honum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Finnur Freyr: Ég var hættur að njóta körfuboltans "Mér fannst vera kominn tími á mig,“ segir Finnur Freyr Stefánsson sem í gær ákvað að stíga frá borði sem þjálfari KR eftir að hafa gert liðið að Íslandsmeisturum fimm ár í röð. 5. júní 2018 09:12 Finnur: Hefðum ekki getað farið erfiðari leið Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari nýkrýndra fimmfaldra Íslandsmeistara KR, átti erfitt með orðin og tilfinningarnar í leikslok í DHL höllinni í kvöld eftir 83-79 sigur á Tindastól og 3-1 sigur í úrslitarimmunni. 28. apríl 2018 23:31 Umfjöllun: KR - Tindastóll 89-73 │KR-ingar eru fimmfaldir Íslandsmeistarar KR er fimmfaldur Íslandsmeistari eftir öruggan sigur á Tindastól í fjórða leik úrslitarimmunnar í Domino's deild karla. KR vann einvígið samanlagt 3-1. 28. apríl 2018 23:15 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sjá meira
Finnur Freyr: Ég var hættur að njóta körfuboltans "Mér fannst vera kominn tími á mig,“ segir Finnur Freyr Stefánsson sem í gær ákvað að stíga frá borði sem þjálfari KR eftir að hafa gert liðið að Íslandsmeisturum fimm ár í röð. 5. júní 2018 09:12
Finnur: Hefðum ekki getað farið erfiðari leið Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari nýkrýndra fimmfaldra Íslandsmeistara KR, átti erfitt með orðin og tilfinningarnar í leikslok í DHL höllinni í kvöld eftir 83-79 sigur á Tindastól og 3-1 sigur í úrslitarimmunni. 28. apríl 2018 23:31
Umfjöllun: KR - Tindastóll 89-73 │KR-ingar eru fimmfaldir Íslandsmeistarar KR er fimmfaldur Íslandsmeistari eftir öruggan sigur á Tindastól í fjórða leik úrslitarimmunnar í Domino's deild karla. KR vann einvígið samanlagt 3-1. 28. apríl 2018 23:15