Finnur Freyr hættur hjá KR Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. júní 2018 08:37 Finnur Freyr getur stigið sáttur frá borði. vísir/bára Fimmfaldir Íslandsmeistarar KR eru mjög óvænt í þjálfaraleit þar sem að Finnur Freyr Stefánsson er hættur að þjálfa liðið. Hann er búinn að gera liðið að Íslandsmeisturum fimm ár í röð. „Við funduðum í gær og hann tilkynnti mér þá að hann væri hættur,“ segir Böðvar Guðjónsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar KR. Finnur Freyr hefur náð lygilegum árangri með KR-liðið síðustu fimm ár og þau hafa eflaust tekið á. Það hafa verið orðrómar um að erlend félög hafi verið að bera víurnar í Finn en það er allt óstaðfest. Árangur hans hefur þó örugglega ekki farið fram hjá erlendum félögum enda einstakur árangur. Böðvar segir að það sé alls óljóst hver taki við liðinu af Finni. Það verði farið strax í þá vinnu að finna arftaka Finns og vonandi gangi sú vinna hratt fyrir sig. Hann segir að KR muni skoða íslenska sem erlenda þjálfara. „En við í körfuknattleiksdeildinni þökkum Finni fyrir öll hans frábæru störf fyrir félagið. Hann er búinn að vera hjá okkur síðan 1999 sem er magnað. Við óskum honum alls hins besta í hverju sem hann tekur sér fyrir hendur,“ segir Böðvar.Einstakur árangur Finnur Freyr gerði KR fimm sinnum að Íslandsmeisturum eins og áður segir og tvisvar sinnum að bikarmeisturum. Hann er ásamt Keflvíkingnum Sigurði Ingimundarsyni sá sem hefur gert lið oftast að Íslandsmeisturum í úrslitakeppni. Undir stjórn Finns tapaði KR ekki einvígi í úrslitakeppni (15-0) og komst fjórum sinnum alla leið í bikarúrslitaleikinn í Laugardalshöllinni. Liðið vann ennfremur fjóra deildarmeistaratitla og Fyrirtækjabikar KKÍ einu sinni. KR hefur verið í síðustu níu úrslitaeinvígum eða úrslitaleikjum um tvo stærstu titlana á Íslandi (Íslandsmeistaratitilinn og bikarmeistaratitilinn) eða öllum úrslitum síðan að liðið missti af bikarúrslitaleiknum á fyrsta ári Finns með liðið. Finnur Freyr vann alls 12 titla á þessum fimm tímabilum sínum með KR-liðið. KR vann alls 91 af 110 deildarleikjum sínum undir stjórn Finns (83 prósent) og 45 af 59 leikjum sínum í úrslitakeppni (76 prósent). Enginn þjálfari KR hefur unnið fleiri leiki í deildarkeppni úrvalsdeildar karla og Finnur hefur auk þess unnið 27 fleiri leiki í úrslitakeppni en sá KR-þjálfari sem kemur í öðru sæti á eftir honum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Finnur Freyr: Ég var hættur að njóta körfuboltans "Mér fannst vera kominn tími á mig,“ segir Finnur Freyr Stefánsson sem í gær ákvað að stíga frá borði sem þjálfari KR eftir að hafa gert liðið að Íslandsmeisturum fimm ár í röð. 5. júní 2018 09:12 Finnur: Hefðum ekki getað farið erfiðari leið Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari nýkrýndra fimmfaldra Íslandsmeistara KR, átti erfitt með orðin og tilfinningarnar í leikslok í DHL höllinni í kvöld eftir 83-79 sigur á Tindastól og 3-1 sigur í úrslitarimmunni. 28. apríl 2018 23:31 Umfjöllun: KR - Tindastóll 89-73 │KR-ingar eru fimmfaldir Íslandsmeistarar KR er fimmfaldur Íslandsmeistari eftir öruggan sigur á Tindastól í fjórða leik úrslitarimmunnar í Domino's deild karla. KR vann einvígið samanlagt 3-1. 28. apríl 2018 23:15 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Fimmfaldir Íslandsmeistarar KR eru mjög óvænt í þjálfaraleit þar sem að Finnur Freyr Stefánsson er hættur að þjálfa liðið. Hann er búinn að gera liðið að Íslandsmeisturum fimm ár í röð. „Við funduðum í gær og hann tilkynnti mér þá að hann væri hættur,“ segir Böðvar Guðjónsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar KR. Finnur Freyr hefur náð lygilegum árangri með KR-liðið síðustu fimm ár og þau hafa eflaust tekið á. Það hafa verið orðrómar um að erlend félög hafi verið að bera víurnar í Finn en það er allt óstaðfest. Árangur hans hefur þó örugglega ekki farið fram hjá erlendum félögum enda einstakur árangur. Böðvar segir að það sé alls óljóst hver taki við liðinu af Finni. Það verði farið strax í þá vinnu að finna arftaka Finns og vonandi gangi sú vinna hratt fyrir sig. Hann segir að KR muni skoða íslenska sem erlenda þjálfara. „En við í körfuknattleiksdeildinni þökkum Finni fyrir öll hans frábæru störf fyrir félagið. Hann er búinn að vera hjá okkur síðan 1999 sem er magnað. Við óskum honum alls hins besta í hverju sem hann tekur sér fyrir hendur,“ segir Böðvar.Einstakur árangur Finnur Freyr gerði KR fimm sinnum að Íslandsmeisturum eins og áður segir og tvisvar sinnum að bikarmeisturum. Hann er ásamt Keflvíkingnum Sigurði Ingimundarsyni sá sem hefur gert lið oftast að Íslandsmeisturum í úrslitakeppni. Undir stjórn Finns tapaði KR ekki einvígi í úrslitakeppni (15-0) og komst fjórum sinnum alla leið í bikarúrslitaleikinn í Laugardalshöllinni. Liðið vann ennfremur fjóra deildarmeistaratitla og Fyrirtækjabikar KKÍ einu sinni. KR hefur verið í síðustu níu úrslitaeinvígum eða úrslitaleikjum um tvo stærstu titlana á Íslandi (Íslandsmeistaratitilinn og bikarmeistaratitilinn) eða öllum úrslitum síðan að liðið missti af bikarúrslitaleiknum á fyrsta ári Finns með liðið. Finnur Freyr vann alls 12 titla á þessum fimm tímabilum sínum með KR-liðið. KR vann alls 91 af 110 deildarleikjum sínum undir stjórn Finns (83 prósent) og 45 af 59 leikjum sínum í úrslitakeppni (76 prósent). Enginn þjálfari KR hefur unnið fleiri leiki í deildarkeppni úrvalsdeildar karla og Finnur hefur auk þess unnið 27 fleiri leiki í úrslitakeppni en sá KR-þjálfari sem kemur í öðru sæti á eftir honum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Finnur Freyr: Ég var hættur að njóta körfuboltans "Mér fannst vera kominn tími á mig,“ segir Finnur Freyr Stefánsson sem í gær ákvað að stíga frá borði sem þjálfari KR eftir að hafa gert liðið að Íslandsmeisturum fimm ár í röð. 5. júní 2018 09:12 Finnur: Hefðum ekki getað farið erfiðari leið Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari nýkrýndra fimmfaldra Íslandsmeistara KR, átti erfitt með orðin og tilfinningarnar í leikslok í DHL höllinni í kvöld eftir 83-79 sigur á Tindastól og 3-1 sigur í úrslitarimmunni. 28. apríl 2018 23:31 Umfjöllun: KR - Tindastóll 89-73 │KR-ingar eru fimmfaldir Íslandsmeistarar KR er fimmfaldur Íslandsmeistari eftir öruggan sigur á Tindastól í fjórða leik úrslitarimmunnar í Domino's deild karla. KR vann einvígið samanlagt 3-1. 28. apríl 2018 23:15 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Finnur Freyr: Ég var hættur að njóta körfuboltans "Mér fannst vera kominn tími á mig,“ segir Finnur Freyr Stefánsson sem í gær ákvað að stíga frá borði sem þjálfari KR eftir að hafa gert liðið að Íslandsmeisturum fimm ár í röð. 5. júní 2018 09:12
Finnur: Hefðum ekki getað farið erfiðari leið Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari nýkrýndra fimmfaldra Íslandsmeistara KR, átti erfitt með orðin og tilfinningarnar í leikslok í DHL höllinni í kvöld eftir 83-79 sigur á Tindastól og 3-1 sigur í úrslitarimmunni. 28. apríl 2018 23:31
Umfjöllun: KR - Tindastóll 89-73 │KR-ingar eru fimmfaldir Íslandsmeistarar KR er fimmfaldur Íslandsmeistari eftir öruggan sigur á Tindastól í fjórða leik úrslitarimmunnar í Domino's deild karla. KR vann einvígið samanlagt 3-1. 28. apríl 2018 23:15
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum