Skutu mann vopnaðan öxi til bana á Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 4. júní 2018 11:41 Umfangsmikil mótmæli hafa verið daglegt brauð á Gasa síðan 30. mars og hafa ísraelskir hermenn skotið minnst 120 Palestínumenn til bana á þeim tíma. Vísir/AP Ísraelskir hermenn skutu Palestínumann til bana í morgun. Herinn segir manninn hafa reynt að komast yfir landamæri Ísrael og Gasa og hann hafi verið vopnaður öxi. Annar Palestínumaður er sagður hafa flúið særður af vettvangi. Mennirnir munu hafa verið að brjóta sér leið í gegnum girðingu á landamærunum. Samkvæmt Times of Israel er maðurinn sem skotinn var sagður heita Ramzi Najjar. Nú á föstudaginn skutu ísraelskir hermenn 21 árs gamla konu sem hét Razan Najjar til bana. Þau munu einnig hafa verið frá sama bæ en ekki er vitað með vissu hvort þau tengdust fjölskylduböndum. Umfangsmikil mótmæli hafa verið daglegt brauð á Gasa síðan 30. mars og hafa ísraelskir hermenn skotið minnst 120 Palestínumenn til bana á þeim tíma. Ísraelsmenn segja meirihluta þeirra vera meðlimi Hamas og aðra vígamenn sem reynt hafi að nota mótmælin sem skjól til að gera árásir eða komast yfir landamærin. Palestínumenn segja hina látnu hafa verið óvopnaða mótmælendur. Þá hefur fjölda sprengja verið varpað í báðar áttir yfir landamærin. Átök á svæðinu hafa í raun ekki verið meiri frá stríðinu á Gasa árið 2014. Sjá einnig: Sprengjum rignir yfir Ísrael og Gasa.Samkvæmt Reuters eru rúmlega tvær milljónir Palestínumanna á Gasa og er fátækt mikil og atvinnuleysi hátt. Ísraelsmenn drógu hermenn sína og íbúa frá Gasa árið 2005 en hafa síðan þá stjórnað landamærum svæðisins og segja það gert vegna öryggisáhyggja. Í suðri er Gasa með landamæri að Egyptalandi en Egyptar fylgjast einnig náið með landamærunum og koma í veg fyrir ferðir fólks þar yfir.A short while ago, IDF troops stopped two terrorists who attempted to infiltrate Israeli territory from the Gaza Strip while armed with an axe pic.twitter.com/V1XG4LwGdH— IDF (@IDFSpokesperson) June 4, 2018 Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Viðkvæmt vopnahlé tekur gildi á Gaza ströndinni Vopnahlé tók gildi á milli Ísraels og palestínskra skæruliða á Gaza ströndinni í morgun. Það mun vera afrakstur leynilegra viðræðna Hamas samtakanna við ísraelska stjórnarerindreka. 31. maí 2018 10:21 Ung kona skotin til bana af hermönnum á Gasa Alls hafa 123 Palestínumenn verið skotnir af hermönnum frá því í mars. 1. júní 2018 18:52 Palestínumenn kæra Ísrael til Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag Yfirvöld í Palestínu hafa kært Ísraelsríki til Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag fyrir meinta stríðsglæpi Ísraela í Palestínu. Ísraelar vísa ásökunum um stríðsglæpi aftur á móti á bug. 23. maí 2018 19:30 Einangruð Bandaríki beittu neitunarvaldi í öryggisráðinu Sendiherra Bandaríkjanna beitti fyrst neitunarvaldi gegn ályktun um ofbeldi gegn Palestínumönnum og fékk síðan ekki stuðning neins annars ríki við sína tillögu. 1. júní 2018 23:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Ísraelskir hermenn skutu Palestínumann til bana í morgun. Herinn segir manninn hafa reynt að komast yfir landamæri Ísrael og Gasa og hann hafi verið vopnaður öxi. Annar Palestínumaður er sagður hafa flúið særður af vettvangi. Mennirnir munu hafa verið að brjóta sér leið í gegnum girðingu á landamærunum. Samkvæmt Times of Israel er maðurinn sem skotinn var sagður heita Ramzi Najjar. Nú á föstudaginn skutu ísraelskir hermenn 21 árs gamla konu sem hét Razan Najjar til bana. Þau munu einnig hafa verið frá sama bæ en ekki er vitað með vissu hvort þau tengdust fjölskylduböndum. Umfangsmikil mótmæli hafa verið daglegt brauð á Gasa síðan 30. mars og hafa ísraelskir hermenn skotið minnst 120 Palestínumenn til bana á þeim tíma. Ísraelsmenn segja meirihluta þeirra vera meðlimi Hamas og aðra vígamenn sem reynt hafi að nota mótmælin sem skjól til að gera árásir eða komast yfir landamærin. Palestínumenn segja hina látnu hafa verið óvopnaða mótmælendur. Þá hefur fjölda sprengja verið varpað í báðar áttir yfir landamærin. Átök á svæðinu hafa í raun ekki verið meiri frá stríðinu á Gasa árið 2014. Sjá einnig: Sprengjum rignir yfir Ísrael og Gasa.Samkvæmt Reuters eru rúmlega tvær milljónir Palestínumanna á Gasa og er fátækt mikil og atvinnuleysi hátt. Ísraelsmenn drógu hermenn sína og íbúa frá Gasa árið 2005 en hafa síðan þá stjórnað landamærum svæðisins og segja það gert vegna öryggisáhyggja. Í suðri er Gasa með landamæri að Egyptalandi en Egyptar fylgjast einnig náið með landamærunum og koma í veg fyrir ferðir fólks þar yfir.A short while ago, IDF troops stopped two terrorists who attempted to infiltrate Israeli territory from the Gaza Strip while armed with an axe pic.twitter.com/V1XG4LwGdH— IDF (@IDFSpokesperson) June 4, 2018
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Viðkvæmt vopnahlé tekur gildi á Gaza ströndinni Vopnahlé tók gildi á milli Ísraels og palestínskra skæruliða á Gaza ströndinni í morgun. Það mun vera afrakstur leynilegra viðræðna Hamas samtakanna við ísraelska stjórnarerindreka. 31. maí 2018 10:21 Ung kona skotin til bana af hermönnum á Gasa Alls hafa 123 Palestínumenn verið skotnir af hermönnum frá því í mars. 1. júní 2018 18:52 Palestínumenn kæra Ísrael til Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag Yfirvöld í Palestínu hafa kært Ísraelsríki til Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag fyrir meinta stríðsglæpi Ísraela í Palestínu. Ísraelar vísa ásökunum um stríðsglæpi aftur á móti á bug. 23. maí 2018 19:30 Einangruð Bandaríki beittu neitunarvaldi í öryggisráðinu Sendiherra Bandaríkjanna beitti fyrst neitunarvaldi gegn ályktun um ofbeldi gegn Palestínumönnum og fékk síðan ekki stuðning neins annars ríki við sína tillögu. 1. júní 2018 23:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Viðkvæmt vopnahlé tekur gildi á Gaza ströndinni Vopnahlé tók gildi á milli Ísraels og palestínskra skæruliða á Gaza ströndinni í morgun. Það mun vera afrakstur leynilegra viðræðna Hamas samtakanna við ísraelska stjórnarerindreka. 31. maí 2018 10:21
Ung kona skotin til bana af hermönnum á Gasa Alls hafa 123 Palestínumenn verið skotnir af hermönnum frá því í mars. 1. júní 2018 18:52
Palestínumenn kæra Ísrael til Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag Yfirvöld í Palestínu hafa kært Ísraelsríki til Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag fyrir meinta stríðsglæpi Ísraela í Palestínu. Ísraelar vísa ásökunum um stríðsglæpi aftur á móti á bug. 23. maí 2018 19:30
Einangruð Bandaríki beittu neitunarvaldi í öryggisráðinu Sendiherra Bandaríkjanna beitti fyrst neitunarvaldi gegn ályktun um ofbeldi gegn Palestínumönnum og fékk síðan ekki stuðning neins annars ríki við sína tillögu. 1. júní 2018 23:30