Hugmyndir um Hvassahraun tefji ekki fyrir uppbyggingu Keflavíkurflugvallar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. júní 2018 20:30 Samgönguráðherra segir hugmyndir um flugvöll í Hvassahrauni ekki mega tefja fyrir uppbyggingu flugvallarins í Keflavík. Búist er við að tengifarþegum fjölgi verulega í Keflavík á þessu ári. Isavia kynnti í síðustu viku uppbyggingaráætlun Keflavíkurflugvallar sem ætlar er að meta uppbyggingarþörf til skemmri tíma, byggt á nýjustu farþega- og flughreyfingaspám.Uppbyggingaráætlun tekur mið af 25 ára þróunaráætlun en er aðlöguð að þörfum á næstu 7-10 árum. Kosnaður við uppbygginguna er metin á bilinu 120-150 milljarðar. Þrátt fyrir þessa áætlun hafa hugmyndir um nýjan millilandaflugvöll í Hvassahrauni ekki verið slegnar út af borðinu.Þurfa stjórnvöld ekki að fara að koma með niðurstöðu hvar þau ætla að vera með framtíðarflugvöll á Íslandi?„Það er alveg augljóst að það sem við höfum verið að taka til skoðunar núna á síðustu misserum um framtíð Reyljavíkurflugvallar, innanlandsflugsins og þær hugmyndir sem hafa komið upp með Hvassahraun að þær þarfa að leiða til lykta,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.Stórar ef-spurningarEkki megi tefja fyrir uppbyggingu í Keflavík þar sem þörfin fyrir innviðauppbyggingu sé mikil þrátt fyrir spá um að verulega dragi úr fjölgun erlendra ferðamanna hingað til lands í ár. Tengifarþegum muni þó fjölga umtalsvert og mun farþegafjöldin í ár ná þeirri tölu sem spáð var fyrir árið 2030. Sigurður Ingi segir að ef það muni taka langan tíma verði hugsanlega tekin önnur ákvörðun um framtíðar alþjóðaflugvöll á Íslandi.„Þetta eru allt saman mjög stórar „Ef-spurningar. Þetta er risastór ákvörðun ef hún yrði tekin og við erum engan vegin komin þangað. Það er verið að bera saman kosti og það mun taka einhvern tíma,“ segir Sigurður Ingi um mögulega uppbyggingu í Hvassahrauni.Samgönguráðherra hefur ekki áhyggjur af offjárfestingu í Keflavík á næstu áru ef stjórnvöld tækju ákvörðun um að byggja nýjan flugvöll.„Í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þetta mál var sýnt fram á að það væri umtalsverður þjóðhagslegur ávinningur ef sá kostur yrði valinn en ég endurtek að þetta er mjög stórt ef og það hefur engin niðurstaða komið í þetta mál þannig að það bíður ekki neinnar ákvörðunar. Málið er einfaldlega til skoðunar og í vinnslu.“ Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Líst misjafnlega á nýjan flugvöll í Hvassahrauni Flugrekendum innanlandsflugsins líst misvel á Hvassahraunsflugvöll. Einum finnst sjálfsagt að skoða þennan valkost en öðrum finnst þetta óraunhæft. 18. febrúar 2018 20:30 Forstjóri Ernis segir umræðuna um Hvassahraun vera út í hött Sex af hverjum tíu sem afstöðu taka í nýrri könnun vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri. Eldra fólk er líklegra til að vilja hafa völlinn áfram. Niðurstaðan kemur Herði Guðmundssyni, stofnanda Ernis ekki á óvart. 5. mars 2018 08:00 Keflavíkurflugvöllur þrefaldast í stærð Spáð er mikilli fjölgun tengifarþega á þessu ári en verulega dregur úr fjölgun erlendra ferðamanna. 30. maí 2018 21:15 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Sjá meira
Samgönguráðherra segir hugmyndir um flugvöll í Hvassahrauni ekki mega tefja fyrir uppbyggingu flugvallarins í Keflavík. Búist er við að tengifarþegum fjölgi verulega í Keflavík á þessu ári. Isavia kynnti í síðustu viku uppbyggingaráætlun Keflavíkurflugvallar sem ætlar er að meta uppbyggingarþörf til skemmri tíma, byggt á nýjustu farþega- og flughreyfingaspám.Uppbyggingaráætlun tekur mið af 25 ára þróunaráætlun en er aðlöguð að þörfum á næstu 7-10 árum. Kosnaður við uppbygginguna er metin á bilinu 120-150 milljarðar. Þrátt fyrir þessa áætlun hafa hugmyndir um nýjan millilandaflugvöll í Hvassahrauni ekki verið slegnar út af borðinu.Þurfa stjórnvöld ekki að fara að koma með niðurstöðu hvar þau ætla að vera með framtíðarflugvöll á Íslandi?„Það er alveg augljóst að það sem við höfum verið að taka til skoðunar núna á síðustu misserum um framtíð Reyljavíkurflugvallar, innanlandsflugsins og þær hugmyndir sem hafa komið upp með Hvassahraun að þær þarfa að leiða til lykta,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.Stórar ef-spurningarEkki megi tefja fyrir uppbyggingu í Keflavík þar sem þörfin fyrir innviðauppbyggingu sé mikil þrátt fyrir spá um að verulega dragi úr fjölgun erlendra ferðamanna hingað til lands í ár. Tengifarþegum muni þó fjölga umtalsvert og mun farþegafjöldin í ár ná þeirri tölu sem spáð var fyrir árið 2030. Sigurður Ingi segir að ef það muni taka langan tíma verði hugsanlega tekin önnur ákvörðun um framtíðar alþjóðaflugvöll á Íslandi.„Þetta eru allt saman mjög stórar „Ef-spurningar. Þetta er risastór ákvörðun ef hún yrði tekin og við erum engan vegin komin þangað. Það er verið að bera saman kosti og það mun taka einhvern tíma,“ segir Sigurður Ingi um mögulega uppbyggingu í Hvassahrauni.Samgönguráðherra hefur ekki áhyggjur af offjárfestingu í Keflavík á næstu áru ef stjórnvöld tækju ákvörðun um að byggja nýjan flugvöll.„Í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þetta mál var sýnt fram á að það væri umtalsverður þjóðhagslegur ávinningur ef sá kostur yrði valinn en ég endurtek að þetta er mjög stórt ef og það hefur engin niðurstaða komið í þetta mál þannig að það bíður ekki neinnar ákvörðunar. Málið er einfaldlega til skoðunar og í vinnslu.“
Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Líst misjafnlega á nýjan flugvöll í Hvassahrauni Flugrekendum innanlandsflugsins líst misvel á Hvassahraunsflugvöll. Einum finnst sjálfsagt að skoða þennan valkost en öðrum finnst þetta óraunhæft. 18. febrúar 2018 20:30 Forstjóri Ernis segir umræðuna um Hvassahraun vera út í hött Sex af hverjum tíu sem afstöðu taka í nýrri könnun vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri. Eldra fólk er líklegra til að vilja hafa völlinn áfram. Niðurstaðan kemur Herði Guðmundssyni, stofnanda Ernis ekki á óvart. 5. mars 2018 08:00 Keflavíkurflugvöllur þrefaldast í stærð Spáð er mikilli fjölgun tengifarþega á þessu ári en verulega dregur úr fjölgun erlendra ferðamanna. 30. maí 2018 21:15 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Sjá meira
Líst misjafnlega á nýjan flugvöll í Hvassahrauni Flugrekendum innanlandsflugsins líst misvel á Hvassahraunsflugvöll. Einum finnst sjálfsagt að skoða þennan valkost en öðrum finnst þetta óraunhæft. 18. febrúar 2018 20:30
Forstjóri Ernis segir umræðuna um Hvassahraun vera út í hött Sex af hverjum tíu sem afstöðu taka í nýrri könnun vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri. Eldra fólk er líklegra til að vilja hafa völlinn áfram. Niðurstaðan kemur Herði Guðmundssyni, stofnanda Ernis ekki á óvart. 5. mars 2018 08:00
Keflavíkurflugvöllur þrefaldast í stærð Spáð er mikilli fjölgun tengifarþega á þessu ári en verulega dregur úr fjölgun erlendra ferðamanna. 30. maí 2018 21:15