Mynd af íslenska landsliðinu sögð minna á áróður nasista Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 3. júní 2018 17:13 Sitt sýnist hverjum um myndmálið. Twitter Nokkrar deilur hafa vaknað á samfélagsmiðlum um teiknaða mynd af íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu sem sumum þykir minna á áróður nasista. Er það sérstaklega notkun á rún fyrir stafinn S, sem margir tengja við stormsveitir nasista, sem fyrir brjóstið á fólki. Myndin gengur manna á milli en svo virðist sem hún tengist Twitter síðu Knattspyrnusambands Íslands. Þar má finna myndband sem nýtir sama myndefni.We are ready for Russia.What about you?#fyririsland pic.twitter.com/jexJTGxp4u— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 1, 2018 Áróðursplakat sem nasistar prentuðu fyrir hernám Danmerkur í seinni heimsstyrjöldÞriðja ríkiðÍ umræðum á samfélagsmiðlum virðist stór hluti fólks sjá mjög neikvæða hluti út úr myndinni sem sýnir landsliðsmennina sem reiða víkinga á leið í orrustu. Þá hafa nokkrir birt myndir af áróðri nasista sem nota mjög svipað myndmál um aríska víkinga. Ekki hjálpar að í bakgrunni virðist vera mynd af Moskvu í logum, nokkuð sem stóð til að raungera á sínum tíma. Líklega átti þetta þó frekar að vera íslenskt eldfjall og vísun til HM í Rússlandi. Aðrir setja spurningamerki við að KSÍ skuli vera að deila myndinni. Einn notandi segir það líta út eins og myndin hafi verið hönnuð af svörnum andstæðingi íslenska landsliðsins. „Ákveðið menningarlegt ólæsi í þessari vinnu,“ bætir annar við. Enn aðrir vilja meina að nasistar eigi ekki að komast upp með að eigna sér rúnir og norrænt myndmál. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er einn þeirra sem blandar sér í umræðuna og segir að SS eigi ekki rúnaletrið frekar en annað fornnorrænt menningargóss sem þeir nýttu sér. Þeir sem taka myndinni verst eiga það margir sameiginlegt að hafa verið í Þýskalandi eða eiga tengsl við Þjóðverja. Þar í landi gæti mörgum þótt myndin í það minnsta óæskileg ef ekki beinlínis ögrandi. Deilurnar um táknræna þýðingu klæðnaðs frá þýska merkinu Thor Steinar eru til marks um hversu flókið samspil myndmáls og hugrenningartengsla getur orðið. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Nokkrar deilur hafa vaknað á samfélagsmiðlum um teiknaða mynd af íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu sem sumum þykir minna á áróður nasista. Er það sérstaklega notkun á rún fyrir stafinn S, sem margir tengja við stormsveitir nasista, sem fyrir brjóstið á fólki. Myndin gengur manna á milli en svo virðist sem hún tengist Twitter síðu Knattspyrnusambands Íslands. Þar má finna myndband sem nýtir sama myndefni.We are ready for Russia.What about you?#fyririsland pic.twitter.com/jexJTGxp4u— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 1, 2018 Áróðursplakat sem nasistar prentuðu fyrir hernám Danmerkur í seinni heimsstyrjöldÞriðja ríkiðÍ umræðum á samfélagsmiðlum virðist stór hluti fólks sjá mjög neikvæða hluti út úr myndinni sem sýnir landsliðsmennina sem reiða víkinga á leið í orrustu. Þá hafa nokkrir birt myndir af áróðri nasista sem nota mjög svipað myndmál um aríska víkinga. Ekki hjálpar að í bakgrunni virðist vera mynd af Moskvu í logum, nokkuð sem stóð til að raungera á sínum tíma. Líklega átti þetta þó frekar að vera íslenskt eldfjall og vísun til HM í Rússlandi. Aðrir setja spurningamerki við að KSÍ skuli vera að deila myndinni. Einn notandi segir það líta út eins og myndin hafi verið hönnuð af svörnum andstæðingi íslenska landsliðsins. „Ákveðið menningarlegt ólæsi í þessari vinnu,“ bætir annar við. Enn aðrir vilja meina að nasistar eigi ekki að komast upp með að eigna sér rúnir og norrænt myndmál. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er einn þeirra sem blandar sér í umræðuna og segir að SS eigi ekki rúnaletrið frekar en annað fornnorrænt menningargóss sem þeir nýttu sér. Þeir sem taka myndinni verst eiga það margir sameiginlegt að hafa verið í Þýskalandi eða eiga tengsl við Þjóðverja. Þar í landi gæti mörgum þótt myndin í það minnsta óæskileg ef ekki beinlínis ögrandi. Deilurnar um táknræna þýðingu klæðnaðs frá þýska merkinu Thor Steinar eru til marks um hversu flókið samspil myndmáls og hugrenningartengsla getur orðið.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent