Enski boltinn

Nordveit: Mun horfa á Ísland í íslensku treyjunni

Havard Nordveit var að vonum ánægður eftir 3-2 sigur Noregs gegn Íslandi í kvöld en hann var öflugur í vörn Norðmanna.

Havard talaði um það að norska liðið vissi að þeir myndu mæta öflugu íslensku liði í kvöld.

„Við vissum að það yrði erfitt að spila gegn þessu íslenska vel skipulagða liði og ég er viss um að þeim muni ganga vel á HM. Ég mun horfa á leikina hjá þeim og mun örugglega vera í íslensku treyjunni minni með fjölskyldu minni, löndin í norðrinu verða að standa saman,“sagði Havard sem hefur sterk tengsl við Ísland en kona hans, Anna Berg Einarsdóttir, er íslensk.

Havard var einnig spurður út í Lars Lagerback.

„Hann er algjörlega frábær, hann er búinn að gera svo mikið fyrir okkur. Þetta er ungt lið og hann hefur elft sjálfstraustið okkar og við sjáum það á vellinum.“

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×