Popúlistaflokkarnir loks teknir við völdum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. júní 2018 07:00 Luigi Di Maio, formaður Fimm stjörnu hreyfingarinnar, er nýr vinnumála- og iðnaðarráðherra Vísir/Getty Popúlistaflokkarnir taka við völdum á Ítalíu eftir þriggja mánaða stjórnarkreppu. Ætla ekki að kasta evrunni fyrir borð en vilja lækka skatta og vísa hálfri milljón óskráðra innflytjenda, sem eru mestmegnis flóttamenn, úr landi. Ný ríkisstjórn popúlistaflokkanna Fimmstjörnuhreyfingarinnar og Bandalagsins tók við völdum á Ítalíu í gær. Þar með lauk þriggja mánaða langri stjórnarkreppu. Flokkarnir hafa heitið skattalækkunum, tekjum fyrir atvinnulausa og fátæka og brottflutningi hálfrar milljónar flóttamanna, svo fátt eitt sé nefnt. Ljóst var að stjórnarmyndun yrði erfið þegar niðurstöður þingkosninga lágu fyrir í byrjun mars. Hvorki kosningabandalag hægri né vinstri flokka fékk hreinan meirihluta og spilaði Fimmstjörnuhreyfingin þar stórt hlutverk, enda flokkurinn frá stofnun barist gegn „hinni rótgrónu elítu“. Svo fór að þessir stærstu og mestu popúlistaflokkar Ítalíu hófu stjórnarmyndunarviðræður. Aðrir flokkar kosningabandalags hægri flokka, sem Bandalagið tilheyrði, sátu því eftir með sárt ennið. Stjórnarmyndun hefur þó ekki gengið snurðulaust fyrir sig. Fyrr í vikunni höfðu flokkarnir skilað ráðherralistanum til Sergios Mattarella forseta. Forsetinn neitaði þó að samþykkja fjármálaráðherrann vegna andstöðu við evruna og sagðist ætla að skipa starfsstjórn og fór fram á að boðað yrði til kosninga á ný. Popúlistaflokkarnir snöggreiddust, töldu Mattarella með þessu fara út fyrir valdsvið sitt. Í gær afhenti Giuseppe Conte, forsætisráðherraefni flokkanna, Mattarella svo nýjan ráðherralista með nýju fjármálaráðherraefni, Giovanni Tria, sem er hlynntur evrunni. Mattarella féllst á listann og lauk því mánaðalangri stjórnarkreppu. Fyrir liggur að hvorki Fimmstjörnuhreyfingin né Bandalagið eru hlynnt evrunni. Bandalagsmenn hafa verið harðir í þessari andstöðu sinni og hefur formaðurinn Matteo Salvini lýst því yfir að það hafi verið mistök að taka upp evru. Fimmstjörnuhreyfingin hefur áður sagst vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. En þótt evran sé ekki í uppáhaldi hjá þessari nýju ríkisstjórn lítur ekki út fyrir að gjaldmiðillinn sé á útleið á Ítalíu í bráð. Samkvæmt BBC vilja flokkarnir ekki yfirgefa evrusvæðið á kjörtímabilinu, vilja heldur einbeita sér að því að breyta því innan frá. Sé horft til annarra efnahagsmála vill hin nýja ríkisstjórn taka upp nærri hundrað þúsund króna mánaðarlegar greiðslur til fátækra og atvinnulausra og lækka tekjuskattinn. Tekjuskattþrepin verði tvö, fimmtán og tuttugu prósent. Hæsta skattþrepið nú er tæp fimmtíu prósent. Sterk afstaða Bandalagsmanna á móti innflytjendum fær að njóta sín í stjórnarsáttmálanum. Stjórnin ætlar nefnilega að setja í forgang að vísa hálfri milljón óskráðra innflytjenda úr landi. Um er nær eingöngu að ræða flóttamenn frá Afríku og Mið-Austurlöndum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Áframhaldandi óvissa í ítölskum stjórnmálum Hlutabréfamarkaðir hafa tekið dýfu og skuldakostnaður Ítalíu hækkað vegna pattstöðu sem upp er komin í stjórnmálum í landinu. 30. maí 2018 11:18 Popúlistar mynda ríkisstjórn á Ítalíu eftir allt saman Flokkarnir tveir sem mynda ríkisstjórnina eru báðir gagnrýnir á Evrópusambandið og evruna. 31. maí 2018 22:26 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Popúlistaflokkarnir taka við völdum á Ítalíu eftir þriggja mánaða stjórnarkreppu. Ætla ekki að kasta evrunni fyrir borð en vilja lækka skatta og vísa hálfri milljón óskráðra innflytjenda, sem eru mestmegnis flóttamenn, úr landi. Ný ríkisstjórn popúlistaflokkanna Fimmstjörnuhreyfingarinnar og Bandalagsins tók við völdum á Ítalíu í gær. Þar með lauk þriggja mánaða langri stjórnarkreppu. Flokkarnir hafa heitið skattalækkunum, tekjum fyrir atvinnulausa og fátæka og brottflutningi hálfrar milljónar flóttamanna, svo fátt eitt sé nefnt. Ljóst var að stjórnarmyndun yrði erfið þegar niðurstöður þingkosninga lágu fyrir í byrjun mars. Hvorki kosningabandalag hægri né vinstri flokka fékk hreinan meirihluta og spilaði Fimmstjörnuhreyfingin þar stórt hlutverk, enda flokkurinn frá stofnun barist gegn „hinni rótgrónu elítu“. Svo fór að þessir stærstu og mestu popúlistaflokkar Ítalíu hófu stjórnarmyndunarviðræður. Aðrir flokkar kosningabandalags hægri flokka, sem Bandalagið tilheyrði, sátu því eftir með sárt ennið. Stjórnarmyndun hefur þó ekki gengið snurðulaust fyrir sig. Fyrr í vikunni höfðu flokkarnir skilað ráðherralistanum til Sergios Mattarella forseta. Forsetinn neitaði þó að samþykkja fjármálaráðherrann vegna andstöðu við evruna og sagðist ætla að skipa starfsstjórn og fór fram á að boðað yrði til kosninga á ný. Popúlistaflokkarnir snöggreiddust, töldu Mattarella með þessu fara út fyrir valdsvið sitt. Í gær afhenti Giuseppe Conte, forsætisráðherraefni flokkanna, Mattarella svo nýjan ráðherralista með nýju fjármálaráðherraefni, Giovanni Tria, sem er hlynntur evrunni. Mattarella féllst á listann og lauk því mánaðalangri stjórnarkreppu. Fyrir liggur að hvorki Fimmstjörnuhreyfingin né Bandalagið eru hlynnt evrunni. Bandalagsmenn hafa verið harðir í þessari andstöðu sinni og hefur formaðurinn Matteo Salvini lýst því yfir að það hafi verið mistök að taka upp evru. Fimmstjörnuhreyfingin hefur áður sagst vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. En þótt evran sé ekki í uppáhaldi hjá þessari nýju ríkisstjórn lítur ekki út fyrir að gjaldmiðillinn sé á útleið á Ítalíu í bráð. Samkvæmt BBC vilja flokkarnir ekki yfirgefa evrusvæðið á kjörtímabilinu, vilja heldur einbeita sér að því að breyta því innan frá. Sé horft til annarra efnahagsmála vill hin nýja ríkisstjórn taka upp nærri hundrað þúsund króna mánaðarlegar greiðslur til fátækra og atvinnulausra og lækka tekjuskattinn. Tekjuskattþrepin verði tvö, fimmtán og tuttugu prósent. Hæsta skattþrepið nú er tæp fimmtíu prósent. Sterk afstaða Bandalagsmanna á móti innflytjendum fær að njóta sín í stjórnarsáttmálanum. Stjórnin ætlar nefnilega að setja í forgang að vísa hálfri milljón óskráðra innflytjenda úr landi. Um er nær eingöngu að ræða flóttamenn frá Afríku og Mið-Austurlöndum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Áframhaldandi óvissa í ítölskum stjórnmálum Hlutabréfamarkaðir hafa tekið dýfu og skuldakostnaður Ítalíu hækkað vegna pattstöðu sem upp er komin í stjórnmálum í landinu. 30. maí 2018 11:18 Popúlistar mynda ríkisstjórn á Ítalíu eftir allt saman Flokkarnir tveir sem mynda ríkisstjórnina eru báðir gagnrýnir á Evrópusambandið og evruna. 31. maí 2018 22:26 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Áframhaldandi óvissa í ítölskum stjórnmálum Hlutabréfamarkaðir hafa tekið dýfu og skuldakostnaður Ítalíu hækkað vegna pattstöðu sem upp er komin í stjórnmálum í landinu. 30. maí 2018 11:18
Popúlistar mynda ríkisstjórn á Ítalíu eftir allt saman Flokkarnir tveir sem mynda ríkisstjórnina eru báðir gagnrýnir á Evrópusambandið og evruna. 31. maí 2018 22:26