Blikar slógu KR-inga út │Eva Lind og Rio með þrennur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. júní 2018 21:22 Fimm leikir fóru fram í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í dag. Breiðablik sló út KR í Pepsideildar slag og Eva Lind Elíasdóttir skoraði þrennu í stórsigri Selfoss. Stórleikur dagsins var viðureing KR og Breiðabliks í Vesturbænum. Alexandra Jóhannsdóttir kom gestunum úr Kópavogi yfir strax á 14. mínútu. Markið kom eftir að Hrafnhildur Agnarsdóttir hafði varið skallabolta í slánna og þaðan datt boltinn fyrir Alexöndru. Blikar sóttu meira í seinni hálfleik en uppskáru ekki fleiri mörk, 1-0 sigur staðreynd og bikarmeistararnir frá 2016 búnir að hefna fyrir lélegt bikargengi síðasta sumar þar sem liðið féll út á þessu stigi keppninnar. Á Selfossi tóku heimakonur á móti Fjölni. Selfoss er nýliði í Pepsideildinni þetta tímabilið en Fjölnir situr á botni Inkassodeildarinnar. Barbara Sól Gísladóttir var búin að koma Selfyssingum yfir strax á 13. mínútu og Eva Lind Elíasdóttir tvöfaldaði forystuna fimm mínútum seinna. Eva Lind var hvergi nærri hætt. Hún bætti við öðru marki sínu og þriðja marki Selfyssinga í uppbótartíma fyrri hálfleiks og fullkomnaði svo þrennuna á 76. mínútu eftir frábæran sprett. Austur á Egilsstöðum, eða nánar tiltekið í Fellabæ, sóttu Grindvíkingar lið Fjarðarbyggðar/Hattar/Leiknis heim. Þar var það Rio Hardy sem var allt í öllu en hún skoraði tvö mörk á sex mínútum seint í fyrri hálfleik og bætti því þriðja við úr vítaspyrnu á 87. mínútu. Í millitíðinni hafði Steinunn Lilja Jóhannesdóttir orðið fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 59. mínútu. Inkassodeildar lið Fylkis sló út Pepsideildarlið HK/Víkings í Árbænum. Marija Radojicic skoraði bæði mörk leiksins snemma í fyrri hálfleik. ÍR bar sigurorð af Aftureldingu/Fram í Mosfellsbæ. Bryndís Hrönn Kristinsdóttir kom gestunum yfir snemma leiks og Sandra Dögg Bjarnadóttir innsiglaði 2-0 sigur á 70. mínútu. 16-liða úrslitin klárast á morgun með þremur leikjum. Þar mætast meðal annars Þór/KA og Stjarnan í stórleik umferðarinnar. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 frá 16:20 og að honum loknum verður dregið í 8-liða úrslitin. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar af Fótbolti.net og Úrslit.net. Íslenski boltinn Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
Fimm leikir fóru fram í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í dag. Breiðablik sló út KR í Pepsideildar slag og Eva Lind Elíasdóttir skoraði þrennu í stórsigri Selfoss. Stórleikur dagsins var viðureing KR og Breiðabliks í Vesturbænum. Alexandra Jóhannsdóttir kom gestunum úr Kópavogi yfir strax á 14. mínútu. Markið kom eftir að Hrafnhildur Agnarsdóttir hafði varið skallabolta í slánna og þaðan datt boltinn fyrir Alexöndru. Blikar sóttu meira í seinni hálfleik en uppskáru ekki fleiri mörk, 1-0 sigur staðreynd og bikarmeistararnir frá 2016 búnir að hefna fyrir lélegt bikargengi síðasta sumar þar sem liðið féll út á þessu stigi keppninnar. Á Selfossi tóku heimakonur á móti Fjölni. Selfoss er nýliði í Pepsideildinni þetta tímabilið en Fjölnir situr á botni Inkassodeildarinnar. Barbara Sól Gísladóttir var búin að koma Selfyssingum yfir strax á 13. mínútu og Eva Lind Elíasdóttir tvöfaldaði forystuna fimm mínútum seinna. Eva Lind var hvergi nærri hætt. Hún bætti við öðru marki sínu og þriðja marki Selfyssinga í uppbótartíma fyrri hálfleiks og fullkomnaði svo þrennuna á 76. mínútu eftir frábæran sprett. Austur á Egilsstöðum, eða nánar tiltekið í Fellabæ, sóttu Grindvíkingar lið Fjarðarbyggðar/Hattar/Leiknis heim. Þar var það Rio Hardy sem var allt í öllu en hún skoraði tvö mörk á sex mínútum seint í fyrri hálfleik og bætti því þriðja við úr vítaspyrnu á 87. mínútu. Í millitíðinni hafði Steinunn Lilja Jóhannesdóttir orðið fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 59. mínútu. Inkassodeildar lið Fylkis sló út Pepsideildarlið HK/Víkings í Árbænum. Marija Radojicic skoraði bæði mörk leiksins snemma í fyrri hálfleik. ÍR bar sigurorð af Aftureldingu/Fram í Mosfellsbæ. Bryndís Hrönn Kristinsdóttir kom gestunum yfir snemma leiks og Sandra Dögg Bjarnadóttir innsiglaði 2-0 sigur á 70. mínútu. 16-liða úrslitin klárast á morgun með þremur leikjum. Þar mætast meðal annars Þór/KA og Stjarnan í stórleik umferðarinnar. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 frá 16:20 og að honum loknum verður dregið í 8-liða úrslitin. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar af Fótbolti.net og Úrslit.net.
Íslenski boltinn Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira