Líklegt að sósíalistinn Sánchez komist til valda á Spáni í dag Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. júní 2018 06:00 Stjórnarandstöðuleiðtoginn Pedro Sánchez á þinginu í gær. Vísir/AFP Til stendur að spænska þingið greiði í dag atkvæði um vantraust á forsætisráðherrann Mariano Rajoy. Í gær kom í ljós að flokkur Baska á spænska þinginu (PNV) ætlaði að ganga til liðs við fimm aðra stjórnarandstöðuflokka sem styðja vantrauststillöguna. Með stuðningi Baskanna voru andstæðingar Rajoys orðnir 180 en 176 þarf til þess að steypa Rajoy af stóli. Ef þingmennirnir 180 greiða atkvæði með tillögunni þýðir það að Rajoy þarf að taka til á skrifborðinu sínu og mun Pedro Sánchez, formaður spænska Sósíalistaflokksins (PSOE) og formlegur leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sjálfkrafa taka við forsætisráðherrastólnum. Skömmu áður en PNV lýsti yfir stuðningi við tillöguna sagði Sánchez í pontu að Rajoy hefði enn tíma til að afstýra þeim örlögum sínum að verða fyrsti spænski forsætisráðherrann sem tapar atkvæðagreiðslu sem þessari. „Ert þú tilbúinn til þess að segja af þér núna? Segðu af þér í dag og þú færð að fara á eigin forsendum. Þú tilheyrir fortíðinni, ert hluti af kafla sem þetta ríki er að fara að loka,“ sagði Sánchez. Rajoy hafði ekki sagt af sér þegar Fréttablaðið fór í prentun og stefndi því í að atkvæðagreiðslan færi fram í dag.Sjá einnig: Spænska ríkisstjórnin fallin Partido Popular (PP), flokkur Rajoys, er í minnihluta á þinginu og hefur einungis 134 þingsæti af 350. Þótt hann sé stærsti flokkurinn á þingi er það hvergi nærri nóg til að verja Rajoy vantrausti. Ástæðan fyrir því að tillagan var sett fram er einna helst umfangsmikið spillingarmál innan raða Partido Popular. Á dögunum voru 29 flokksmenn dæmdir í 351 ár í fangelsi samanlagt í hinu svokallaða Gurtel-máli. Málið komst upp eftir að El País birti skjöl sem Luis Barcenas, fyrrverandi gjaldkeri PP, skrifaði um ólöglegar greiðslur til ýmissa flokksmanna. Rajoy sagði á þinginu í gær að þingflokkur PP væri skipaður „heiðarlegu og góðu“ fólki. „Sósíalistarnir eyðilögðu ríkið og við höfum komið hér á vexti og búið til ný störf,“ sagði Rajoy og bætti því við að Sánchez væri nú að reyna að mynda „Frankenstein-stjórn“ sem myndi skaða spænskt hagkerfi. Ef Sánchez verður forsætisráðherra í dag er ljóst að hann mun njóta stuðnings vinstriflokksins Podemos, tveggja Baskaflokka, tveggja flokka sem berjast fyrir sjálfstæði Katalóníu og smáflokks frá Kanaríeyjum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Spænska þingið ræðir vantraust á forsætisráðherra vegna spillingarmála Framtíð spænska forsætisráðherrans, Mariano Rajoy, mun ráðast á morgun þegar þingið greiðir atkvæði um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar. Vantraustið var rætt á þinginu í dag og var mörgum heitt í hamsi. 31. maí 2018 15:29 Spillingarmál skekur stjórnarflokkinn á Spáni Lýðflokkur Mariano Rajoy var dæmdur í stóru spillingarmáli í síðustu viku. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir vantrausti og talar um nýjar kosningar. 27. maí 2018 19:33 Spænska ríkisstjórnin fallin Allt bendir til þess að tími Mariano Rajoys á stóli forsætisráðherra Spánar sé liðinn. Þingið ræðir nú vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar og síðdegis varð ljóst að meirihlutinn styður hann ekki lengur. 31. maí 2018 16:28 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira
Til stendur að spænska þingið greiði í dag atkvæði um vantraust á forsætisráðherrann Mariano Rajoy. Í gær kom í ljós að flokkur Baska á spænska þinginu (PNV) ætlaði að ganga til liðs við fimm aðra stjórnarandstöðuflokka sem styðja vantrauststillöguna. Með stuðningi Baskanna voru andstæðingar Rajoys orðnir 180 en 176 þarf til þess að steypa Rajoy af stóli. Ef þingmennirnir 180 greiða atkvæði með tillögunni þýðir það að Rajoy þarf að taka til á skrifborðinu sínu og mun Pedro Sánchez, formaður spænska Sósíalistaflokksins (PSOE) og formlegur leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sjálfkrafa taka við forsætisráðherrastólnum. Skömmu áður en PNV lýsti yfir stuðningi við tillöguna sagði Sánchez í pontu að Rajoy hefði enn tíma til að afstýra þeim örlögum sínum að verða fyrsti spænski forsætisráðherrann sem tapar atkvæðagreiðslu sem þessari. „Ert þú tilbúinn til þess að segja af þér núna? Segðu af þér í dag og þú færð að fara á eigin forsendum. Þú tilheyrir fortíðinni, ert hluti af kafla sem þetta ríki er að fara að loka,“ sagði Sánchez. Rajoy hafði ekki sagt af sér þegar Fréttablaðið fór í prentun og stefndi því í að atkvæðagreiðslan færi fram í dag.Sjá einnig: Spænska ríkisstjórnin fallin Partido Popular (PP), flokkur Rajoys, er í minnihluta á þinginu og hefur einungis 134 þingsæti af 350. Þótt hann sé stærsti flokkurinn á þingi er það hvergi nærri nóg til að verja Rajoy vantrausti. Ástæðan fyrir því að tillagan var sett fram er einna helst umfangsmikið spillingarmál innan raða Partido Popular. Á dögunum voru 29 flokksmenn dæmdir í 351 ár í fangelsi samanlagt í hinu svokallaða Gurtel-máli. Málið komst upp eftir að El País birti skjöl sem Luis Barcenas, fyrrverandi gjaldkeri PP, skrifaði um ólöglegar greiðslur til ýmissa flokksmanna. Rajoy sagði á þinginu í gær að þingflokkur PP væri skipaður „heiðarlegu og góðu“ fólki. „Sósíalistarnir eyðilögðu ríkið og við höfum komið hér á vexti og búið til ný störf,“ sagði Rajoy og bætti því við að Sánchez væri nú að reyna að mynda „Frankenstein-stjórn“ sem myndi skaða spænskt hagkerfi. Ef Sánchez verður forsætisráðherra í dag er ljóst að hann mun njóta stuðnings vinstriflokksins Podemos, tveggja Baskaflokka, tveggja flokka sem berjast fyrir sjálfstæði Katalóníu og smáflokks frá Kanaríeyjum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Spænska þingið ræðir vantraust á forsætisráðherra vegna spillingarmála Framtíð spænska forsætisráðherrans, Mariano Rajoy, mun ráðast á morgun þegar þingið greiðir atkvæði um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar. Vantraustið var rætt á þinginu í dag og var mörgum heitt í hamsi. 31. maí 2018 15:29 Spillingarmál skekur stjórnarflokkinn á Spáni Lýðflokkur Mariano Rajoy var dæmdur í stóru spillingarmáli í síðustu viku. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir vantrausti og talar um nýjar kosningar. 27. maí 2018 19:33 Spænska ríkisstjórnin fallin Allt bendir til þess að tími Mariano Rajoys á stóli forsætisráðherra Spánar sé liðinn. Þingið ræðir nú vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar og síðdegis varð ljóst að meirihlutinn styður hann ekki lengur. 31. maí 2018 16:28 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira
Spænska þingið ræðir vantraust á forsætisráðherra vegna spillingarmála Framtíð spænska forsætisráðherrans, Mariano Rajoy, mun ráðast á morgun þegar þingið greiðir atkvæði um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar. Vantraustið var rætt á þinginu í dag og var mörgum heitt í hamsi. 31. maí 2018 15:29
Spillingarmál skekur stjórnarflokkinn á Spáni Lýðflokkur Mariano Rajoy var dæmdur í stóru spillingarmáli í síðustu viku. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir vantrausti og talar um nýjar kosningar. 27. maí 2018 19:33
Spænska ríkisstjórnin fallin Allt bendir til þess að tími Mariano Rajoys á stóli forsætisráðherra Spánar sé liðinn. Þingið ræðir nú vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar og síðdegis varð ljóst að meirihlutinn styður hann ekki lengur. 31. maí 2018 16:28