Íslenskir fálkar ekki verið jafn frjósamir í nær fjóra áratugi Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. júní 2018 06:00 Ólafur K. Nielsen fuglafræðingur merkir fálkaunga á Norðausturlandi. Ólafur H. Nielsen „Ég man varla eftir annarri eins frjósemi hjá fálkanum síðan við byrjuðum að fylgjast með honum 1981,“ segir Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Ólafur er þessa dagana að merkja fálkaunga á Norðausturlandi. Varpið virðist hafa tekist með allra besta móti. „Þar fer saman góð tíð í vor og í lok vetrar og svo er mjög mikið af rjúpu,“ segir hann. Ólafur segir að mörg pör séu með fjóra unga í hreiðri og hann hafi nú þegar heimsótt eitt hreiður þar sem voru fimm ungar, sem sé fáheyrt. „Ég hef ekki séð það nema tvisvar áður,“ segir hann.Sjá einnig: Fjórðungur fálka hefur lent í skothríð á Íslandi Ólafur segir að nú þegar sé búið að merkja í kringum fjörutíu unga og hann gerir ráð fyrir að þeir verði á milli 90 og 100. „Það er að segja ef frjósemin verður sú sama í þeim hreiðrum sem ég veit um og við eigum eftir að fara í og hún hefur verið í þeim hreiðrum sem við erum búin að heimsækja,“ segir hann. Ólafur segist aldrei áður hafa merkt svo marga unga á einu sumri. „Allra mest hefur það verið í kringum 60 áður.“ Fréttablaðið fjallaði ítarlega í vor um að grunur leiki á að undanfarin ár hafi varp misfarist í ákveðnum fálkahreiðrum af mannavöldum. Af þessum ástæðum hóf Fálkasetur Íslands að safna fyrir myndavélum til þess að setja upp við hreiðrin í vor. Samkvæmt upplýsingum hefur enginn náðst á mynd við hreiðrin síðan vélarnar voru settar upp og það eru heldur engar vísbendingar um að varp hafi misfarist af mannavöldum í ár. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Umhverfismál Tengdar fréttir Fjórðungur fálka hefur lent í skothríð á Íslandi Fálkinn Ógn sem nú er særður að jafna sig í Húsdýragarðinum er sá nýjasti í langri röð fálka sem orðið hafa fyrir skoti. Ólafur K. Nielsen fuglafræðingur áætlar að einn af hverjum fjórum þessara alfriðuðu fugla fái í sig skot 16. febrúar 2018 07:00 Austurrískur fálkavinur vill lána 10 myndavélar Tilskilin leyfi hafa fengist frá yfirvöldum til þess að vakta fálkahreiður með myndavélum. Samráð verður haft við Náttúrufræðistofnun. Grunur leikur á að hópur manna spilli vísvitandi fálkavarpinu og selji söfnurum egg fálkanna. 27. apríl 2018 06:00 Ætla að fá myndavélar til að fæla eggjaþjófa frá Baráttumenn fyrir verndun íslenska fálkastofnsins safna fyrir myndavélum til að vakta hreiður fálkanna. Bóndi í Aðaldal hefur þegar sett upp myndavél við eitt hreiður sem varð til þess að fálkapar kom upp ungum eftir margra ára bið. 5. apríl 2018 06:00 Grunar að enn sé herjað á hreiður fálka Vísbendingar eru um að eggjaþjófar séu enn að spilla fyrir varpi fálka. Skilja hænuegg eftir til að villa um fyrir fuglinum og fá hann til að liggja lengur á. „Eitthvað sem á ekki að líðast,“ segir fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. 4. apríl 2018 06:00 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
„Ég man varla eftir annarri eins frjósemi hjá fálkanum síðan við byrjuðum að fylgjast með honum 1981,“ segir Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Ólafur er þessa dagana að merkja fálkaunga á Norðausturlandi. Varpið virðist hafa tekist með allra besta móti. „Þar fer saman góð tíð í vor og í lok vetrar og svo er mjög mikið af rjúpu,“ segir hann. Ólafur segir að mörg pör séu með fjóra unga í hreiðri og hann hafi nú þegar heimsótt eitt hreiður þar sem voru fimm ungar, sem sé fáheyrt. „Ég hef ekki séð það nema tvisvar áður,“ segir hann.Sjá einnig: Fjórðungur fálka hefur lent í skothríð á Íslandi Ólafur segir að nú þegar sé búið að merkja í kringum fjörutíu unga og hann gerir ráð fyrir að þeir verði á milli 90 og 100. „Það er að segja ef frjósemin verður sú sama í þeim hreiðrum sem ég veit um og við eigum eftir að fara í og hún hefur verið í þeim hreiðrum sem við erum búin að heimsækja,“ segir hann. Ólafur segist aldrei áður hafa merkt svo marga unga á einu sumri. „Allra mest hefur það verið í kringum 60 áður.“ Fréttablaðið fjallaði ítarlega í vor um að grunur leiki á að undanfarin ár hafi varp misfarist í ákveðnum fálkahreiðrum af mannavöldum. Af þessum ástæðum hóf Fálkasetur Íslands að safna fyrir myndavélum til þess að setja upp við hreiðrin í vor. Samkvæmt upplýsingum hefur enginn náðst á mynd við hreiðrin síðan vélarnar voru settar upp og það eru heldur engar vísbendingar um að varp hafi misfarist af mannavöldum í ár.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Umhverfismál Tengdar fréttir Fjórðungur fálka hefur lent í skothríð á Íslandi Fálkinn Ógn sem nú er særður að jafna sig í Húsdýragarðinum er sá nýjasti í langri röð fálka sem orðið hafa fyrir skoti. Ólafur K. Nielsen fuglafræðingur áætlar að einn af hverjum fjórum þessara alfriðuðu fugla fái í sig skot 16. febrúar 2018 07:00 Austurrískur fálkavinur vill lána 10 myndavélar Tilskilin leyfi hafa fengist frá yfirvöldum til þess að vakta fálkahreiður með myndavélum. Samráð verður haft við Náttúrufræðistofnun. Grunur leikur á að hópur manna spilli vísvitandi fálkavarpinu og selji söfnurum egg fálkanna. 27. apríl 2018 06:00 Ætla að fá myndavélar til að fæla eggjaþjófa frá Baráttumenn fyrir verndun íslenska fálkastofnsins safna fyrir myndavélum til að vakta hreiður fálkanna. Bóndi í Aðaldal hefur þegar sett upp myndavél við eitt hreiður sem varð til þess að fálkapar kom upp ungum eftir margra ára bið. 5. apríl 2018 06:00 Grunar að enn sé herjað á hreiður fálka Vísbendingar eru um að eggjaþjófar séu enn að spilla fyrir varpi fálka. Skilja hænuegg eftir til að villa um fyrir fuglinum og fá hann til að liggja lengur á. „Eitthvað sem á ekki að líðast,“ segir fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. 4. apríl 2018 06:00 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Fjórðungur fálka hefur lent í skothríð á Íslandi Fálkinn Ógn sem nú er særður að jafna sig í Húsdýragarðinum er sá nýjasti í langri röð fálka sem orðið hafa fyrir skoti. Ólafur K. Nielsen fuglafræðingur áætlar að einn af hverjum fjórum þessara alfriðuðu fugla fái í sig skot 16. febrúar 2018 07:00
Austurrískur fálkavinur vill lána 10 myndavélar Tilskilin leyfi hafa fengist frá yfirvöldum til þess að vakta fálkahreiður með myndavélum. Samráð verður haft við Náttúrufræðistofnun. Grunur leikur á að hópur manna spilli vísvitandi fálkavarpinu og selji söfnurum egg fálkanna. 27. apríl 2018 06:00
Ætla að fá myndavélar til að fæla eggjaþjófa frá Baráttumenn fyrir verndun íslenska fálkastofnsins safna fyrir myndavélum til að vakta hreiður fálkanna. Bóndi í Aðaldal hefur þegar sett upp myndavél við eitt hreiður sem varð til þess að fálkapar kom upp ungum eftir margra ára bið. 5. apríl 2018 06:00
Grunar að enn sé herjað á hreiður fálka Vísbendingar eru um að eggjaþjófar séu enn að spilla fyrir varpi fálka. Skilja hænuegg eftir til að villa um fyrir fuglinum og fá hann til að liggja lengur á. „Eitthvað sem á ekki að líðast,“ segir fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. 4. apríl 2018 06:00