200 milljóna Rúnar Alex ekki smeykur við titilinn dýrasti markvörður Íslandssögunnar Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 19. júní 2018 07:45 Rúnar Alex Rúnarsson verður í eldlínunni í frönsku 1. deildinni á næstu leiktíð. vísri/getty Rúnar Alex Rúnarsson, einn af landsliðsmarkvörðum Íslands í fótbolta, var í gær seldur frá danska úrvalsdeildarliðinu Nordsjælland til franska 1. deildar liðsins Dijon. Dijon, sem hafnaði í ellefta sæti efstu deildarinnar á síðustu leiktíð, borgaði tólf milljónir danskra króna fyrir Rúnar eða 200 milljónir íslenskra króna, samkvæmt heimildum Vísis. Þetta er vafalítið hæsta verð sem borgað hefur verið fyrir íslenskan markvörð en Rúnar fær nú tækifæri til að spreyta sig í einni af fimm bestu deildum Evrópu. Virkilega flott skref fyrir vesturbæinginn.Rúnar Alex Rúnarsson á æfingu íslenska liðsins í Rússlandivísir/vilhelm „Það fara allir út í þennan fótboltaheim með það að markmiði að spila á sem hæstu leveli. Þú þarft einhvern tímann að taka þetta skref. Það að ég sé dýrasti leikmaður Íslandssögunnar er bara geggjuð viðurkenning fyrir mig en ég held að það sé engin aukapressa á mig að vera dýrasti markvörður Íslandssögunnar,“ segir Rúnar Alex í samtali við Vísi. „Frekar ef ég væri dýrastur í sögu klúbbsins, það myndi skapa aukapressu. Mér finnst þetta meiri viðurkenning og ég er stoltur af því en að vera hræddur eða smeykur útaf því.“ Rúnar Alex spilaði þrjá leiki með uppeldisfélagi sínu KR undir stjórn föður síns, Rúnars Kristinssonar, sumarið 2013 þegar að KR varð meistari með aðalmarkvörð íslenska landsliðsins, Hannes Þór Halldórsson, á milli stanganna.Að neðan má sjá kveðjumyndband Nordsjælland til Rúnars Alex.Fyrsta hugsun sinnep Hann fór til Nordsjælland árið 2013 og var orðinn aðalmarkvörður danska úrvalsdeildarliðsins árið 2016 og hefur hrist af sér mikla samkeppni þar undanfarin misseri. Með Rúnar í stuði í markinu náði Nordsjælland í Evrópusæti á síðustu leiktíð.En hvað hugsaði hann fyrst þegar hann heyrði um áhuga Dijon? „Sinnep, bara eins og allir aðrir í heiminum. Bara geggjaður möguleiki að spila í fjórðu til fimmtu bestu deild í heimi, gegn geggjuðum andstæðingum og allt miklu stærra og flottara væntanlega.“ Rúnar Alex er keyptur sem aðalmarkvörður Dijon sem er nú þegar búið að selja varamarkvörðinn og aðalmarkvörður liðsins, Baptiste Reynet, sem er jafnframt varafyrirliði, er einnig á förum. Hann var eftirsóttur í fyrra en ákvað að taka eitt ár til viðbótar og er nú á útleið, samkvæmt upplýsingum Vísis. „Það er nákvæmlega það sem ég hugsa, væri besta skrefið fyrir mig að taka að fara í sterkari deild en ekkert alltof stórt lið. Ég mun fá sénsinn, er keyptur inn sem aðalmarkvörður. Ef ég gríp þennan séns er ég að fara að spila og get vonandi tekið stærra stökk eftir nokkur ár.“KR-ingarnir Albert Guðmundsson og Rúnar Alex Rúnarsson í fínasta pússinu í Leifsstöð á leiðinni til Rússlands.Vísir/VilhelmVill taka þátt í spilinu Hæfileikar hans með boltann í fótunum spiluðu stórt hlutverk. „Klárlega, það er lykilatriði að ég fæ að taka þátt í spilinu. Mínir styrkleikar liggja þar. Ég þarf að fara í lið sem að nota mína styrkleika. Það er stór factor í þessu.“ Hann telur sig vera að taka skynsamlegt skref upp á við. Rúnar er eins og allir vita upptekinn með íslenska landsliðsinu í Rússlandi þar sem að strákarnir okkar mæta Nígeríu næst í Volgograd á föstudaginn. Hann færir sig svo um set frá Danmörku til Frakklands að heimsmeistaramótinu loknu. Hann segir viðræðurnar hafa tekið langan tíma. „Þetta er búið að vera í gangi í svolítinn tíma en mjög ánægður að þetta sé búið. Þá get ég haldið áfram að einbeita mér að HM.“ Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Rúnar Alex Rúnarsson, einn af landsliðsmarkvörðum Íslands í fótbolta, var í gær seldur frá danska úrvalsdeildarliðinu Nordsjælland til franska 1. deildar liðsins Dijon. Dijon, sem hafnaði í ellefta sæti efstu deildarinnar á síðustu leiktíð, borgaði tólf milljónir danskra króna fyrir Rúnar eða 200 milljónir íslenskra króna, samkvæmt heimildum Vísis. Þetta er vafalítið hæsta verð sem borgað hefur verið fyrir íslenskan markvörð en Rúnar fær nú tækifæri til að spreyta sig í einni af fimm bestu deildum Evrópu. Virkilega flott skref fyrir vesturbæinginn.Rúnar Alex Rúnarsson á æfingu íslenska liðsins í Rússlandivísir/vilhelm „Það fara allir út í þennan fótboltaheim með það að markmiði að spila á sem hæstu leveli. Þú þarft einhvern tímann að taka þetta skref. Það að ég sé dýrasti leikmaður Íslandssögunnar er bara geggjuð viðurkenning fyrir mig en ég held að það sé engin aukapressa á mig að vera dýrasti markvörður Íslandssögunnar,“ segir Rúnar Alex í samtali við Vísi. „Frekar ef ég væri dýrastur í sögu klúbbsins, það myndi skapa aukapressu. Mér finnst þetta meiri viðurkenning og ég er stoltur af því en að vera hræddur eða smeykur útaf því.“ Rúnar Alex spilaði þrjá leiki með uppeldisfélagi sínu KR undir stjórn föður síns, Rúnars Kristinssonar, sumarið 2013 þegar að KR varð meistari með aðalmarkvörð íslenska landsliðsins, Hannes Þór Halldórsson, á milli stanganna.Að neðan má sjá kveðjumyndband Nordsjælland til Rúnars Alex.Fyrsta hugsun sinnep Hann fór til Nordsjælland árið 2013 og var orðinn aðalmarkvörður danska úrvalsdeildarliðsins árið 2016 og hefur hrist af sér mikla samkeppni þar undanfarin misseri. Með Rúnar í stuði í markinu náði Nordsjælland í Evrópusæti á síðustu leiktíð.En hvað hugsaði hann fyrst þegar hann heyrði um áhuga Dijon? „Sinnep, bara eins og allir aðrir í heiminum. Bara geggjaður möguleiki að spila í fjórðu til fimmtu bestu deild í heimi, gegn geggjuðum andstæðingum og allt miklu stærra og flottara væntanlega.“ Rúnar Alex er keyptur sem aðalmarkvörður Dijon sem er nú þegar búið að selja varamarkvörðinn og aðalmarkvörður liðsins, Baptiste Reynet, sem er jafnframt varafyrirliði, er einnig á förum. Hann var eftirsóttur í fyrra en ákvað að taka eitt ár til viðbótar og er nú á útleið, samkvæmt upplýsingum Vísis. „Það er nákvæmlega það sem ég hugsa, væri besta skrefið fyrir mig að taka að fara í sterkari deild en ekkert alltof stórt lið. Ég mun fá sénsinn, er keyptur inn sem aðalmarkvörður. Ef ég gríp þennan séns er ég að fara að spila og get vonandi tekið stærra stökk eftir nokkur ár.“KR-ingarnir Albert Guðmundsson og Rúnar Alex Rúnarsson í fínasta pússinu í Leifsstöð á leiðinni til Rússlands.Vísir/VilhelmVill taka þátt í spilinu Hæfileikar hans með boltann í fótunum spiluðu stórt hlutverk. „Klárlega, það er lykilatriði að ég fæ að taka þátt í spilinu. Mínir styrkleikar liggja þar. Ég þarf að fara í lið sem að nota mína styrkleika. Það er stór factor í þessu.“ Hann telur sig vera að taka skynsamlegt skref upp á við. Rúnar er eins og allir vita upptekinn með íslenska landsliðsinu í Rússlandi þar sem að strákarnir okkar mæta Nígeríu næst í Volgograd á föstudaginn. Hann færir sig svo um set frá Danmörku til Frakklands að heimsmeistaramótinu loknu. Hann segir viðræðurnar hafa tekið langan tíma. „Þetta er búið að vera í gangi í svolítinn tíma en mjög ánægður að þetta sé búið. Þá get ég haldið áfram að einbeita mér að HM.“ Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira