Faðir Hannesar grét úr stolti á leiknum: „Viss um að þeir komist í úrslit“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. júní 2018 20:00 Eins og flestum ætti að vera kunnugt - varði markvörður íslenska landsliðsins, Hannes Þór Halldórsson vítaspyrnu argentísku goðsagnarinnar Lionel Messi í leik liðanna um helgina. Halldór Þórarinsson, faðir Hannesar er mikill stuðningsmaður markvarðarins og hefur fylgt honum í gegnum allan ferilinn. „Samband okkar er mjög gott. Við höldum þétt hópinn og þá sérstaklega er kemur að íþróttamálum. Utan vallar er Hannes mjög rólegur og yfirvegaður. Skemmtilegur strákur,“ segir Halldór.Feðgarnir eftir leikinnVilhelmHvernig var stemningin á meðal stuðningsmanna íslenska liðsins? „Hún var alveg frábær. Á rauða torginu voru um 2.500 bláar treyjur. Ferðalok var sungið og við gjörsamlega áttum svæðið,“ segir Halldór. Þá segir hann að stressið hafi algerlega tekið yfir á meðan leik stóð. „Já ég var að farast úr stressi þegar vítið var dæmt. Ég var á sama tíma mjög spenntur. Þegar hann varði vítið þá gerðist eitthvað. Ég vissi hvað þetta væri stórt fyrir hann. Stórt svið. Fyrir knattspyrnumarkmann er þetta hápunkturin. Þegar Messi tekur víti fannst mér það svo klikkað að ég gat ekki ráðið við mig og fór að hágrenja,“ segir Halldór mjög hreykinn.Hreykinn HalldórVilhelmEn að sjálfsögðu vissi Halldór að Hannes myndi verja vítaspyrju Messí. „Ég hafði þá tilfinningu að hann myndi verja. Þetta var hans stund, en auðvitað var ég að farast úr stressi.“ Hvert stefnir hann? „Ég var búin að spá úrslitunum. Eigum við ekki að vona að hann sé á leiðinni þangað. Ég ætla að sleppa næstu tveim leikjum en svo mun ég fara út og horfa á rest,“ segir Halldór. Ertu stoltur af honum? „Já ég er auðvitað að rifna úr stolti yfir Hannesi,“ segir Halldór að lokum.Úr einkasafniÚr einkasafni HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Stoltasti pabbi í heimi brast í grát þegar Hannes varði vítið frá Messi Ég fór alveg, segir Halldór Þórarinsson sem staðið hefur með syni sínum Hannesi Þór í gegnum súrt og sætt. 18. júní 2018 10:00 Sumarmessan: Hjörvar greinir frábæra frammistöðu Hannesar Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í leik Íslands og Argentínu á HM á laugardag. Það var þó ekki það eina sem hann gerði í leiknum því Hannes varði oft meistaralega og átti stórbrotinn leik. 18. júní 2018 16:00 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Eins og flestum ætti að vera kunnugt - varði markvörður íslenska landsliðsins, Hannes Þór Halldórsson vítaspyrnu argentísku goðsagnarinnar Lionel Messi í leik liðanna um helgina. Halldór Þórarinsson, faðir Hannesar er mikill stuðningsmaður markvarðarins og hefur fylgt honum í gegnum allan ferilinn. „Samband okkar er mjög gott. Við höldum þétt hópinn og þá sérstaklega er kemur að íþróttamálum. Utan vallar er Hannes mjög rólegur og yfirvegaður. Skemmtilegur strákur,“ segir Halldór.Feðgarnir eftir leikinnVilhelmHvernig var stemningin á meðal stuðningsmanna íslenska liðsins? „Hún var alveg frábær. Á rauða torginu voru um 2.500 bláar treyjur. Ferðalok var sungið og við gjörsamlega áttum svæðið,“ segir Halldór. Þá segir hann að stressið hafi algerlega tekið yfir á meðan leik stóð. „Já ég var að farast úr stressi þegar vítið var dæmt. Ég var á sama tíma mjög spenntur. Þegar hann varði vítið þá gerðist eitthvað. Ég vissi hvað þetta væri stórt fyrir hann. Stórt svið. Fyrir knattspyrnumarkmann er þetta hápunkturin. Þegar Messi tekur víti fannst mér það svo klikkað að ég gat ekki ráðið við mig og fór að hágrenja,“ segir Halldór mjög hreykinn.Hreykinn HalldórVilhelmEn að sjálfsögðu vissi Halldór að Hannes myndi verja vítaspyrju Messí. „Ég hafði þá tilfinningu að hann myndi verja. Þetta var hans stund, en auðvitað var ég að farast úr stressi.“ Hvert stefnir hann? „Ég var búin að spá úrslitunum. Eigum við ekki að vona að hann sé á leiðinni þangað. Ég ætla að sleppa næstu tveim leikjum en svo mun ég fara út og horfa á rest,“ segir Halldór. Ertu stoltur af honum? „Já ég er auðvitað að rifna úr stolti yfir Hannesi,“ segir Halldór að lokum.Úr einkasafniÚr einkasafni
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Stoltasti pabbi í heimi brast í grát þegar Hannes varði vítið frá Messi Ég fór alveg, segir Halldór Þórarinsson sem staðið hefur með syni sínum Hannesi Þór í gegnum súrt og sætt. 18. júní 2018 10:00 Sumarmessan: Hjörvar greinir frábæra frammistöðu Hannesar Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í leik Íslands og Argentínu á HM á laugardag. Það var þó ekki það eina sem hann gerði í leiknum því Hannes varði oft meistaralega og átti stórbrotinn leik. 18. júní 2018 16:00 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Stoltasti pabbi í heimi brast í grát þegar Hannes varði vítið frá Messi Ég fór alveg, segir Halldór Þórarinsson sem staðið hefur með syni sínum Hannesi Þór í gegnum súrt og sætt. 18. júní 2018 10:00
Sumarmessan: Hjörvar greinir frábæra frammistöðu Hannesar Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í leik Íslands og Argentínu á HM á laugardag. Það var þó ekki það eina sem hann gerði í leiknum því Hannes varði oft meistaralega og átti stórbrotinn leik. 18. júní 2018 16:00
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“