Laura Bush segir grimmt og ómannúðlegt af Trump að aðskilja börn frá foreldrum Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 18. júní 2018 07:41 Laura Bush naut töluverðra vinsælda á tíð sinni sem forsetafrú, þrátt fyrir að vinsældir eiginmanns hennar döluðu mikið þegar leið á Laura Bush, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, skrifar opið bréf í dagblaðið Washington Post í dag þar sem hún fordæmir innflytjendastefnu Trump stjórnarinnar sem hefur sundrað þúsundum fjölskyldna. Hún tekur þannig undir með fjölmörgum gagnrýnisröddum en í gær var það núverandi forsetafrú, Melania Trump, sem sagði opinberlega að henni þætti sárt að sjá börn aðskilin frá foreldrum sínum vegna stefnunnar. Talskona Melaniu sagði raunar að það væri Demókrataflokkurinn sem bæri ábyrgð á löggjöfinni umdeildu en það er með öllu rangt. Það var Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Trumps, sem innleiddi stefnubreytingu í síðasta mánuði sem leiddi til aðskilnaðar meira en tvö þúsund barnafjölskyldna. Engu að síður hafa bæði Donald Trump forseti og Melania eiginkona hans hvatt demókrata á þingi til að koma að borðinu til samningaviðræðna. Enginn veit um hvað þær samningaviðræður ættu að snúast, enda þarf þingsins ekki að njóta við til að snúa við nýrri, einhliða stefnu dómsmálaráðherra. Staðan er nú sú að þúsundir barna, sem komu yfir landamærin frá Mexíkó með foreldrum sínum, hafa verið aðskilin frá þeim og eru í haldi bandarískra stjórnvalda við aðstæður sem hafa verið harðlega gagnrýndar. Börnin eru meðal annars geymd í bókstaflegum vöruhúsum og gömlum matvörubúðum. Á meðan eru foreldrar þeirra í fangelsi og fá ekki að vitja barna sinna. Þetta ástand hefur varað vikum saman í sumum tilvikum. Mörg málin virðast föst í kerfinu. Í opnu bréfi Lauru Bush, sem er eiginkona George W. Bush fyrrverandi forseta og flokksbróður Trumps í Repúblikanaflokknum, segir að stefna núverandi stjórnvalda sé grimmileg, siðferðislega röng og fái hjarta sitt til að bresta. Fjölmiðlar vestanhafs segja margir í fyrirsögnum að Laura Bush sé þannig að taka undir með Melaniu Trump, að tvær forsetafrúr beiti sér gegn stefnu Trumps. Greinin hefur þó að öllum líkindum verið skrifuð áður en Melania tjáði sig í gær. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forsetinn kennir Demókrötum um að fjölskyldum er sundrað Hörð stefna bandarískra yfirvalda gegn ólöglegum innflytjendum hefur haft aðskilnað minnst tvö þúsund barna frá foreldrum sínum í för með sér. Trump segir engar breytingar verða gerðar á innflytjendalögum nema fjárheimildir fáist til að reisa vegg milli Bandaríkjanna og Mexíkó. Biblían notuð sem rökstuðningur 18. júní 2018 06:00 Mexíkó svarar fyrir sig með tollum á bandarískar vörur Tollarnir eiga að bíta í heimaríkjum þingmanna repúblikana fyrir þingkosningar sem fara fram í nóvember. 6. júní 2018 07:16 Melania blandar sér í deilur um innflytjendafjölskyldur Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, vill að lát verði á aðgerðum lögreglu sem beinast gegn fjölskyldum ólögregla innflytjenda við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. 17. júní 2018 23:28 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Laura Bush, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, skrifar opið bréf í dagblaðið Washington Post í dag þar sem hún fordæmir innflytjendastefnu Trump stjórnarinnar sem hefur sundrað þúsundum fjölskyldna. Hún tekur þannig undir með fjölmörgum gagnrýnisröddum en í gær var það núverandi forsetafrú, Melania Trump, sem sagði opinberlega að henni þætti sárt að sjá börn aðskilin frá foreldrum sínum vegna stefnunnar. Talskona Melaniu sagði raunar að það væri Demókrataflokkurinn sem bæri ábyrgð á löggjöfinni umdeildu en það er með öllu rangt. Það var Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Trumps, sem innleiddi stefnubreytingu í síðasta mánuði sem leiddi til aðskilnaðar meira en tvö þúsund barnafjölskyldna. Engu að síður hafa bæði Donald Trump forseti og Melania eiginkona hans hvatt demókrata á þingi til að koma að borðinu til samningaviðræðna. Enginn veit um hvað þær samningaviðræður ættu að snúast, enda þarf þingsins ekki að njóta við til að snúa við nýrri, einhliða stefnu dómsmálaráðherra. Staðan er nú sú að þúsundir barna, sem komu yfir landamærin frá Mexíkó með foreldrum sínum, hafa verið aðskilin frá þeim og eru í haldi bandarískra stjórnvalda við aðstæður sem hafa verið harðlega gagnrýndar. Börnin eru meðal annars geymd í bókstaflegum vöruhúsum og gömlum matvörubúðum. Á meðan eru foreldrar þeirra í fangelsi og fá ekki að vitja barna sinna. Þetta ástand hefur varað vikum saman í sumum tilvikum. Mörg málin virðast föst í kerfinu. Í opnu bréfi Lauru Bush, sem er eiginkona George W. Bush fyrrverandi forseta og flokksbróður Trumps í Repúblikanaflokknum, segir að stefna núverandi stjórnvalda sé grimmileg, siðferðislega röng og fái hjarta sitt til að bresta. Fjölmiðlar vestanhafs segja margir í fyrirsögnum að Laura Bush sé þannig að taka undir með Melaniu Trump, að tvær forsetafrúr beiti sér gegn stefnu Trumps. Greinin hefur þó að öllum líkindum verið skrifuð áður en Melania tjáði sig í gær.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forsetinn kennir Demókrötum um að fjölskyldum er sundrað Hörð stefna bandarískra yfirvalda gegn ólöglegum innflytjendum hefur haft aðskilnað minnst tvö þúsund barna frá foreldrum sínum í för með sér. Trump segir engar breytingar verða gerðar á innflytjendalögum nema fjárheimildir fáist til að reisa vegg milli Bandaríkjanna og Mexíkó. Biblían notuð sem rökstuðningur 18. júní 2018 06:00 Mexíkó svarar fyrir sig með tollum á bandarískar vörur Tollarnir eiga að bíta í heimaríkjum þingmanna repúblikana fyrir þingkosningar sem fara fram í nóvember. 6. júní 2018 07:16 Melania blandar sér í deilur um innflytjendafjölskyldur Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, vill að lát verði á aðgerðum lögreglu sem beinast gegn fjölskyldum ólögregla innflytjenda við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. 17. júní 2018 23:28 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Forsetinn kennir Demókrötum um að fjölskyldum er sundrað Hörð stefna bandarískra yfirvalda gegn ólöglegum innflytjendum hefur haft aðskilnað minnst tvö þúsund barna frá foreldrum sínum í för með sér. Trump segir engar breytingar verða gerðar á innflytjendalögum nema fjárheimildir fáist til að reisa vegg milli Bandaríkjanna og Mexíkó. Biblían notuð sem rökstuðningur 18. júní 2018 06:00
Mexíkó svarar fyrir sig með tollum á bandarískar vörur Tollarnir eiga að bíta í heimaríkjum þingmanna repúblikana fyrir þingkosningar sem fara fram í nóvember. 6. júní 2018 07:16
Melania blandar sér í deilur um innflytjendafjölskyldur Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, vill að lát verði á aðgerðum lögreglu sem beinast gegn fjölskyldum ólögregla innflytjenda við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. 17. júní 2018 23:28
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent