Lionel Messi, fyrirliði argentíska landsliðsins, gat ekki leynt vonbrigðum sínum þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leikinn gegn Íslandi á viðtalssvæði blaðamanna á Spartak-vellinum í Moskvu í dag.
Hann sagði að hann finni til ábyrgðar vegna þess hvernig leikurinn fór, 1-1, en Messi klúðraði víti þegar Hannes Þór Halldórsson varði meistaralega frá honum.
Messi sagði að það hefði reynst Argentínumönnum erfitt að skapa sér eitthvað í leiknum.
„Vítaspyrnan hefði getað breytt leiknum og ég tek ábyrgð á því. Við erum rólegir, ekki áhyggjufullir,“ sagði Messi að því er fram kemur á argentíska vefnum La Nación.
„Það var erfitt fyrir okkur að brjótast í gegn. Það er ekki auðvelt þegar andstæðingurinn liggur svona aftarlega. Vítaspyrnan var sársaukafull og mér finnst ég bera ábyrgð. Við þurfum ekki að verða brjálaðir. Við áttum skilið að vinna, en við þurfum að bæta mikið í okkar leik. Núna þurfum við að vera rólegir.“
Messi: „Við áttum skilið að vinna“

Tengdar fréttir

Emil: Súrrealískt að þurfa að pæla í Messi fyrir aftan sig
Emil Hallfreðsson var einn af bestu mönnum vallarins í frábæru jafntefli Íslands og Argentínu í fyrsta leik á HM í fótbolta í dag.

Argentískir fjölmiðlar: „Vonbrigði og vanmáttur, landsliðið var ekki lið“
Eins og gefur að skilja eru argentískir fjölmiðlar ekki beint í skýjunum með frammistöðu argentíska landsliðsins gegn því íslenska á Spartak-leikvanginum í Moskvu í dag.

Íslenski vítabaninn er með ótrúlega tölfræði
Lionel Messi er langt frá því að vera sá eini sem hefur ekki komið boltanum framhjá íslenska landsliðsmarkverðinum Hannesi Þór Halldórssyni af vítapunktinum.