Einstakt afrek Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 16. júní 2018 07:00 Ísland leikur í dag sinn fyrsta leik í sögunni í lokakeppni heimsmeistaramóts í knattspyrnu karla. Andstæðingarnir eru engir byrjendur – Argentínumenn með sjálfan Messi í broddi fylkingar. Óhætt er að segja að eftirvæntingin sé áþreifanleg. Öll þjóðin bíður með öndina í hálsinum eftir að leikar hefjist. Þetta á ekki síst við um okkur sem störfum í fjölmiðlum. Útsendarar okkar á mótinu geta nú loksins hætt að spyrja strákana hvernig þeir hafi það á hótelinu og farið að fjalla um leikinn sjálfan og eftirköst hans. Ísland mætir til leiks með lítið breytt lið. Flestir Íslendingar geta væntanlega allt að því þulið upp byrjunarliðið í leiknum á morgun með lokuð augun, og náð að minnsta kosti níu af ellefu réttum. Af hverju ættum við líka að breyta til? Árangurinn hefur verið ævintýri líkastur undanfarin ár. Við skulum þó ekki taka því sem sjálfsögðum hlut að Ísland fari nú á hvert stórmótið á fætur öðru. Líkurnar verða aldrei með okkur. Við erum langfámennasta þjóðin sem leikið hefur í lokakeppni HM frá upphafi. Það vorum við líka á EM fyrir örfáum árum. Sá hópur leikmanna sem nú spilar fyrir Ísland er líka einstakur. Grjótharðir reynsluboltar eins og Kári Árnason, eða Ragnar Sigurðsson, í bland við náttúrulega hæfileika leikmanna eins og Jóhanns Berg Guðmundssonar og Gylfa Sigurðssonar. Sumir þessara leikmanna eru nú komnir á aldur í knattspyrnulegu tilliti, aðrir, eins og landsliðsfyrirliðinn sjálfur, hafa lagt líf og limi að veði fyrir landsliðið í mörg ár og finna fyrir því á líkama og sál. Að minnsta kosti þrír landsliðsmenn hafa gengið til liðs við íslensk lið og hætta því væntanlega leik með landsliðinu að loknu HM. Kynslóðaskipti eru að hefjast fyrir alvöru. Árangur Íslands undanfarin ár er samspil margra þátta. Lars Lagerbäck hóf byltinguna og Heimir Hallgrímsson hefur fumlaust tekið við kyndlinum. Þeir hafa haft úr einstakri gullkynslóð leikmanna að spila. Leikmanna sem hafa ekki bara hæfileika heldur líka hugarfar til að leggja sig alla fram fyrir lið og þjóð. Umgjörð um landsliðið hefur líka verið í sífelldri þróun. Bæði knattspyrnusambandið og aðdáendur íslenska liðsins geta verið stolt af þeim árangri sem náðst hefur. KSÍ er örvinnustaður í samanburði við önnur knattspyrnusambönd, starfsmenn sambandsins virðast þó margra manna makar í vinnuframlagi og tryggja að aðbúnaður landsliðsins sé eins og best verður á kosið. Stuðningsmenn hafa líka séð til þess að ekkert erlent lið hlakkar nú til heimsóknar á Laugardalsvöllinn. Hálftómar stúkur heyra sögunni til. Við Íslendingar skulum njóta þessara vikna í Rússlandi, bæði þau okkar sem heima sitjum og þau sem ætla að fylgja liðinu. Það eitt og sér að Ísland sé þátttakandi á mótinu er afrek sem lengi verður í minnum haft. Við getum ekki búist við að Ísland fari á stórmót á tveggja ára fresti. Nú er bara að finna leið til að stoppa þennan Messi. Áfram Ísland! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland leikur í dag sinn fyrsta leik í sögunni í lokakeppni heimsmeistaramóts í knattspyrnu karla. Andstæðingarnir eru engir byrjendur – Argentínumenn með sjálfan Messi í broddi fylkingar. Óhætt er að segja að eftirvæntingin sé áþreifanleg. Öll þjóðin bíður með öndina í hálsinum eftir að leikar hefjist. Þetta á ekki síst við um okkur sem störfum í fjölmiðlum. Útsendarar okkar á mótinu geta nú loksins hætt að spyrja strákana hvernig þeir hafi það á hótelinu og farið að fjalla um leikinn sjálfan og eftirköst hans. Ísland mætir til leiks með lítið breytt lið. Flestir Íslendingar geta væntanlega allt að því þulið upp byrjunarliðið í leiknum á morgun með lokuð augun, og náð að minnsta kosti níu af ellefu réttum. Af hverju ættum við líka að breyta til? Árangurinn hefur verið ævintýri líkastur undanfarin ár. Við skulum þó ekki taka því sem sjálfsögðum hlut að Ísland fari nú á hvert stórmótið á fætur öðru. Líkurnar verða aldrei með okkur. Við erum langfámennasta þjóðin sem leikið hefur í lokakeppni HM frá upphafi. Það vorum við líka á EM fyrir örfáum árum. Sá hópur leikmanna sem nú spilar fyrir Ísland er líka einstakur. Grjótharðir reynsluboltar eins og Kári Árnason, eða Ragnar Sigurðsson, í bland við náttúrulega hæfileika leikmanna eins og Jóhanns Berg Guðmundssonar og Gylfa Sigurðssonar. Sumir þessara leikmanna eru nú komnir á aldur í knattspyrnulegu tilliti, aðrir, eins og landsliðsfyrirliðinn sjálfur, hafa lagt líf og limi að veði fyrir landsliðið í mörg ár og finna fyrir því á líkama og sál. Að minnsta kosti þrír landsliðsmenn hafa gengið til liðs við íslensk lið og hætta því væntanlega leik með landsliðinu að loknu HM. Kynslóðaskipti eru að hefjast fyrir alvöru. Árangur Íslands undanfarin ár er samspil margra þátta. Lars Lagerbäck hóf byltinguna og Heimir Hallgrímsson hefur fumlaust tekið við kyndlinum. Þeir hafa haft úr einstakri gullkynslóð leikmanna að spila. Leikmanna sem hafa ekki bara hæfileika heldur líka hugarfar til að leggja sig alla fram fyrir lið og þjóð. Umgjörð um landsliðið hefur líka verið í sífelldri þróun. Bæði knattspyrnusambandið og aðdáendur íslenska liðsins geta verið stolt af þeim árangri sem náðst hefur. KSÍ er örvinnustaður í samanburði við önnur knattspyrnusambönd, starfsmenn sambandsins virðast þó margra manna makar í vinnuframlagi og tryggja að aðbúnaður landsliðsins sé eins og best verður á kosið. Stuðningsmenn hafa líka séð til þess að ekkert erlent lið hlakkar nú til heimsóknar á Laugardalsvöllinn. Hálftómar stúkur heyra sögunni til. Við Íslendingar skulum njóta þessara vikna í Rússlandi, bæði þau okkar sem heima sitjum og þau sem ætla að fylgja liðinu. Það eitt og sér að Ísland sé þátttakandi á mótinu er afrek sem lengi verður í minnum haft. Við getum ekki búist við að Ísland fari á stórmót á tveggja ára fresti. Nú er bara að finna leið til að stoppa þennan Messi. Áfram Ísland!
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun