Elli Grill hefur gert garðinn frægan með hljómsveitinni Shades of Reykjavík og samstarfi sínu með tónlistarkonunni Leoncie.
Elli Grill hefur hingað til verið þekktur sem óhefðbundinn rappari og mikill húmoristi. Nýtilkomin þjóðernishyggja hans gæti þess vegna komið aðdáendum hans á óvart.
Nú hefur hann gefið út HM lag og er það vægast sagt nokkuð frábrugðið öðrum lögum sem gefin hafa verið út í tengslum við Heimsmeistaramótið.
Hér að neðan má líta á lagið.