Tugir misstu vinnuna í bið eftir svörum Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. júní 2018 06:00 86 starfsmönnum var sagt upp hjá Odda í upphafi árs. Vísir/ANton „Þetta er að mínu mati mjög ógegnsætt ferli,“ segir Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri Odda, um vinnubrögð samkeppnisyfirvalda. Í byrjun árs keypti Oddi fyrirtækið Plastprent. Samkeppniseftirlitið samþykkti kaupin með þeim fyrirvara að Oddi gengist undir sátt. Hún fól í sér ýmis skilyrði sem stjórnendur fyrirtækisins töldu vera mjög íþyngjandi. Í lok árs 2016 sendi Oddi Samkeppniseftirlitinu bréf þar sem óskað var eftir því að fyrirtækið losnaði undan sáttinni og á það var fallist í síðasta mánuði. Í millitíðinni, eða í janúar síðastliðnum, tilkynnti Oddi að starfsemi Kassagerðarinnar og Plastprents yrði lögð niður með þeim afleiðingum að 86 manns var sagt upp.Sjá einnig: 86 manns sagt upp hjá OddaKristjáni Geir þykir Samkeppniseftirlitið hafa brugðist seint við. „Það er mjög erfitt að fá svör frá Samkeppniseftirlitinu. Þetta er venjulega þannig að málið sé í vinnslu. Svo var gefið út að það væri mikið álag á Samkeppniseftirlitinu vegna samruna annarra félaga. Til dæmis Haga og Olís og annarra mála í þeim dúr. En alltaf biðum við bara,“ segir hann. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að samrunamál verði að vera í forgang hjá Samkeppniseftirlitinu. Fréttablaðið/AntonSáttin hafi verið mjög íþyngjandi fyrir fyrirtækið, þó að hún hafi ekki verið eina ástæða þess að loka þurfti verksmiðjunum í byrjun árs. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að breytingarnar á rekstri Odda sem tilkynntar voru í janúar síðastliðnum hafi verið forsendan fyrir þeirri ákvörðun að fella niður skilyrðin í sáttinni. Um leið og ósk hafi borist í árslok 2016 um að þau yrðu felld niður hafi Samkeppniseftirlitið óskað umsagna á markaðnum og keppinautar gefið sig fram sem töldu að staða Odda hefði ekki breyst með þeim hætti sem Oddi hélt fram. Þess vegna væri enn þá mikilvægt að þessi skilyrði giltu. „Þá blasti við að við þyrftum að fara í ítarlegri rannsókn sem kallaði á að við öfluðum upplýsinga um veltu og tækjum til skoðunar að nýju þær skilgreiningar á mörkuðum sem þarna eru undir,“ segir hann. Páll Gunnar segir að ekki hafi verið mögulegt að fara beint í þá athugun. „Vegna þess að það var og er mikið álag á stofnuninni og við þurfum að setja samrunamál, það er að segja þau mál sem eru á lögbundnum frestum, fram fyrir. Síðan verða þessar breytingar á högum Odda sem leiða til þess að skilyrðin eiga ekki lengur við og þá eru þau felld úr gildi í framhaldi af því,“ segir Páll. Birtist í Fréttablaðinu Vistaskipti Tengdar fréttir 86 manns sagt upp hjá Odda 86 manns munu missa starfið hjá Odda vegna ákvörðunar um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. 30. janúar 2018 13:40 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
„Þetta er að mínu mati mjög ógegnsætt ferli,“ segir Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri Odda, um vinnubrögð samkeppnisyfirvalda. Í byrjun árs keypti Oddi fyrirtækið Plastprent. Samkeppniseftirlitið samþykkti kaupin með þeim fyrirvara að Oddi gengist undir sátt. Hún fól í sér ýmis skilyrði sem stjórnendur fyrirtækisins töldu vera mjög íþyngjandi. Í lok árs 2016 sendi Oddi Samkeppniseftirlitinu bréf þar sem óskað var eftir því að fyrirtækið losnaði undan sáttinni og á það var fallist í síðasta mánuði. Í millitíðinni, eða í janúar síðastliðnum, tilkynnti Oddi að starfsemi Kassagerðarinnar og Plastprents yrði lögð niður með þeim afleiðingum að 86 manns var sagt upp.Sjá einnig: 86 manns sagt upp hjá OddaKristjáni Geir þykir Samkeppniseftirlitið hafa brugðist seint við. „Það er mjög erfitt að fá svör frá Samkeppniseftirlitinu. Þetta er venjulega þannig að málið sé í vinnslu. Svo var gefið út að það væri mikið álag á Samkeppniseftirlitinu vegna samruna annarra félaga. Til dæmis Haga og Olís og annarra mála í þeim dúr. En alltaf biðum við bara,“ segir hann. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að samrunamál verði að vera í forgang hjá Samkeppniseftirlitinu. Fréttablaðið/AntonSáttin hafi verið mjög íþyngjandi fyrir fyrirtækið, þó að hún hafi ekki verið eina ástæða þess að loka þurfti verksmiðjunum í byrjun árs. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að breytingarnar á rekstri Odda sem tilkynntar voru í janúar síðastliðnum hafi verið forsendan fyrir þeirri ákvörðun að fella niður skilyrðin í sáttinni. Um leið og ósk hafi borist í árslok 2016 um að þau yrðu felld niður hafi Samkeppniseftirlitið óskað umsagna á markaðnum og keppinautar gefið sig fram sem töldu að staða Odda hefði ekki breyst með þeim hætti sem Oddi hélt fram. Þess vegna væri enn þá mikilvægt að þessi skilyrði giltu. „Þá blasti við að við þyrftum að fara í ítarlegri rannsókn sem kallaði á að við öfluðum upplýsinga um veltu og tækjum til skoðunar að nýju þær skilgreiningar á mörkuðum sem þarna eru undir,“ segir hann. Páll Gunnar segir að ekki hafi verið mögulegt að fara beint í þá athugun. „Vegna þess að það var og er mikið álag á stofnuninni og við þurfum að setja samrunamál, það er að segja þau mál sem eru á lögbundnum frestum, fram fyrir. Síðan verða þessar breytingar á högum Odda sem leiða til þess að skilyrðin eiga ekki lengur við og þá eru þau felld úr gildi í framhaldi af því,“ segir Páll.
Birtist í Fréttablaðinu Vistaskipti Tengdar fréttir 86 manns sagt upp hjá Odda 86 manns munu missa starfið hjá Odda vegna ákvörðunar um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. 30. janúar 2018 13:40 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
86 manns sagt upp hjá Odda 86 manns munu missa starfið hjá Odda vegna ákvörðunar um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. 30. janúar 2018 13:40