Ástralskir hermenn flögguðu hakakrossi Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. júní 2018 06:43 Myndin er tekin árið 2007. ABC Forsætisráðherra Ástralíu gagnrýnir hóp ástralskra hermanna sem flaggaði Nasistafána við skyldustörf í Afganistan. Malcolm Turnbull segir að framganga þeirra sé „fullkomlega og algjörlega óásættanleg“ en bætir við að mennirnir hafi fengið aðvörun á sínum tíma. Myndin, sem sjá má hér að ofan, rataði í ástralska fjölmiðla nú í morgun og hefur þegar valdið nokkrum usla. Henni er lýst sem viðbót við það uppgjör sem átt hefur sér stað í landinu um þátttöku Ástrala í stríðinu í Afganistan. Þarlendir fjölmiðlar hafa síðustu vikur verið undirlagðir fregnum af áströlskum hermönnum sem taldir eru hafa tekið fjölda óbreyttra og óvopnaðra Afgana af lífi. Um 300 ástralskir hermenn eru enn að störfum í Afghanistan. Á myndinni, sem tekin var árið 2007, má sjá hóp hermanna sitjandi á herbifreið sem búið er að skreyta með rauðum fána. Í honum miðjum má sjá hakakrosinn, sem þrátt fyrir langa sögu er álitinn táknmynd þýska Nasistaflokksins og þess hryllings sem hann innti af hendi. Haft er eftir ónefndum hermanni að hópurinn hafi ekki verið að lýsa yfir stuðningi við nasismann. Aðeins hafi verið um „sjúkt grín“ að ræða. Ástralski herinn segir að fáninn hafi einungis fengið að hanga upp í skamma stund áður en hermennirnir fengu aðvörun og voru beðnir um að fjarlægja hann. Herinn tekur jafnframt fram að hann fordæmi fánann og allt það sem hann stendur fyrir. Rannsókn ástralskra stjórnvalda á þátttöku landsins í stríðinu í Afghanistan hefur staðið yfir í tvö ár. Ekki er gert ráð fyrir öðru en að myndin rati í lokaskýrslu sem gefin verður út um niðurstöður rannsóknarinnar. Hvenær hennar er að vænta liggur þó ekki fyrir. Mið-Austurlönd Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira
Forsætisráðherra Ástralíu gagnrýnir hóp ástralskra hermanna sem flaggaði Nasistafána við skyldustörf í Afganistan. Malcolm Turnbull segir að framganga þeirra sé „fullkomlega og algjörlega óásættanleg“ en bætir við að mennirnir hafi fengið aðvörun á sínum tíma. Myndin, sem sjá má hér að ofan, rataði í ástralska fjölmiðla nú í morgun og hefur þegar valdið nokkrum usla. Henni er lýst sem viðbót við það uppgjör sem átt hefur sér stað í landinu um þátttöku Ástrala í stríðinu í Afganistan. Þarlendir fjölmiðlar hafa síðustu vikur verið undirlagðir fregnum af áströlskum hermönnum sem taldir eru hafa tekið fjölda óbreyttra og óvopnaðra Afgana af lífi. Um 300 ástralskir hermenn eru enn að störfum í Afghanistan. Á myndinni, sem tekin var árið 2007, má sjá hóp hermanna sitjandi á herbifreið sem búið er að skreyta með rauðum fána. Í honum miðjum má sjá hakakrosinn, sem þrátt fyrir langa sögu er álitinn táknmynd þýska Nasistaflokksins og þess hryllings sem hann innti af hendi. Haft er eftir ónefndum hermanni að hópurinn hafi ekki verið að lýsa yfir stuðningi við nasismann. Aðeins hafi verið um „sjúkt grín“ að ræða. Ástralski herinn segir að fáninn hafi einungis fengið að hanga upp í skamma stund áður en hermennirnir fengu aðvörun og voru beðnir um að fjarlægja hann. Herinn tekur jafnframt fram að hann fordæmi fánann og allt það sem hann stendur fyrir. Rannsókn ástralskra stjórnvalda á þátttöku landsins í stríðinu í Afghanistan hefur staðið yfir í tvö ár. Ekki er gert ráð fyrir öðru en að myndin rati í lokaskýrslu sem gefin verður út um niðurstöður rannsóknarinnar. Hvenær hennar er að vænta liggur þó ekki fyrir.
Mið-Austurlönd Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira