Ýmsir uggandi yfir framtíð Iðnó Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 14. júní 2018 08:00 Inga Bjarnason hefur verið með stærstu sýningarnar í Iðnó í 20 ár. Fréttablaðið/Þórsteinn Inga Bjarnason leikstjóri hefur áhyggjur af ástandinu í Iðnó og hefur ákveðið að færa sig yfir í Tjarnarbíó. „Þetta er sorglegra en tárum taki,“ segir Inga en Iðnó hefur verið lokað frá því í byrjun júní. Iðnó var synjað um rekstrarleyfi í lok maí, vegna neikvæðra umsagna frá borginni og tengdist það meðal annars því að staðurinn uppfyllti ekki ákveðin öryggisskilyrði. Slökkviliðið og byggingarfulltrúi gerðu síðan úttekt í síðustu viku og voru niðurstöður aftur neikvæðar. Inga hefur flutt sínar stærstu sýningar í Iðnó í yfir 20 ár, stórar klassískar sýningar ásamt því að hafa stofnað barnaleikhús sem hefur átt heimili í Iðnó í fleiri ár. „Mér var sagt að þetta yrði rekið með sama móti og áður, þegar Margrét Rósa Einarsdóttir sá um rekstur. Ég lét á það reyna og var með sýningu um jólin. Eftir þá reynslu sá ég mig knúna til að færa mig yfir í Tjarnarbíó,“ segir Inga.Sjá einnig: Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Margrét Rósa Einarsdóttir rak Iðnó í um 16 ár þar til nýir rekstraraðilar gerðu samning við Reykjavíkurborg á síðasta ári. „Mér leist ekki á hvernig vinnubrögðum var háttað þarna. Húsið er illa hirt og það er búið að nýta búningsherbergin, sem hafa verið þarna í yfir 100 ár, í geymslur.“„Ég get ekki séð að það sé nein hugsun þarna í þágu menningar. Þetta virkar eins og félagsheimili fyrir ferðamenn. Þetta er ekki sama húsið.“ Hún setur spurningarmerki við það hvers vegna hafi verið ákveðið að umturna starfi sem stóð í blóma. Þórunn Guðmundsdóttir tekur í sama streng og segir það afar leiðinlegt að Iðnó hafi þurft að skella í lás. „Þessir menn sem reka Iðnó eru nú afskaplega indælir og þægilegir í alla staði en það virðist vera lítil þekking til staðar á því hvernig leikhúsi er háttað. Það er varla hægt að setja neitt þarna upp lengur og búningsherbergin eru nýtt í annað,“ segir Þórunn Guðmundsdóttir tónlistarkona en hún hefur meðal annars sett upp óperur í Iðnó. „Mér finnst það sorglegt að þetta fallega leikhús borgarinnar sé notað í eitthvað annað. Það hafa verið gerðar afskaplega miklar breytingar á starfseminni. Áherslan er greinilega lögð á annað en leikhús.“Unnið að umbótum René Boonekamp, rekstraraðili Iðnó, segir að nú sé unnið að umbótum til þess að uppfylla öryggisskilyrði fyrir rekstrarleyfi. „Við höfum næstum því góðar fréttir. Við erum að laga ákveðna hluti svo að við getum fengið nýtt rekstrarleyfi,“ segir Boonekamp og er bjartsýnn. Aðspurður hvort Iðnó verði opnað í sumar svarar hann því játandi en veit þó ekki nákvæmlega hvenær það verður. „Fallegur staður eins og þessi á ekki að vera lokaður. Við vonumst eftir því að geta opnað sem fyrst.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Óánægja með nýjan bar í friðlýstu húsi Iðnó Breyting hefur verið gerð á innra skipulagi Iðnó sem fellur ekki í kramið hjá Minjastofnun og arkitekt. „Þetta er á mjög gráu svæði,“ segir arkitektinn. Skellt var í lás í Iðnó eftir að í ljós kom að starfsemi þar hefði ekki rekstrarleyfi. 5. júní 2018 08:00 Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Allt á misskilningi byggt segir rekstrarstjórinn sem fengið hefur leyfi til veitingahalds á ný. 25. maí 2018 14:36 Reka Iðnó án rekstrarleyfis Iðnó í Reykjavík er rekið án rekstrarleyfis samkvæmt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 31. maí 2018 06:00 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Inga Bjarnason leikstjóri hefur áhyggjur af ástandinu í Iðnó og hefur ákveðið að færa sig yfir í Tjarnarbíó. „Þetta er sorglegra en tárum taki,“ segir Inga en Iðnó hefur verið lokað frá því í byrjun júní. Iðnó var synjað um rekstrarleyfi í lok maí, vegna neikvæðra umsagna frá borginni og tengdist það meðal annars því að staðurinn uppfyllti ekki ákveðin öryggisskilyrði. Slökkviliðið og byggingarfulltrúi gerðu síðan úttekt í síðustu viku og voru niðurstöður aftur neikvæðar. Inga hefur flutt sínar stærstu sýningar í Iðnó í yfir 20 ár, stórar klassískar sýningar ásamt því að hafa stofnað barnaleikhús sem hefur átt heimili í Iðnó í fleiri ár. „Mér var sagt að þetta yrði rekið með sama móti og áður, þegar Margrét Rósa Einarsdóttir sá um rekstur. Ég lét á það reyna og var með sýningu um jólin. Eftir þá reynslu sá ég mig knúna til að færa mig yfir í Tjarnarbíó,“ segir Inga.Sjá einnig: Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Margrét Rósa Einarsdóttir rak Iðnó í um 16 ár þar til nýir rekstraraðilar gerðu samning við Reykjavíkurborg á síðasta ári. „Mér leist ekki á hvernig vinnubrögðum var háttað þarna. Húsið er illa hirt og það er búið að nýta búningsherbergin, sem hafa verið þarna í yfir 100 ár, í geymslur.“„Ég get ekki séð að það sé nein hugsun þarna í þágu menningar. Þetta virkar eins og félagsheimili fyrir ferðamenn. Þetta er ekki sama húsið.“ Hún setur spurningarmerki við það hvers vegna hafi verið ákveðið að umturna starfi sem stóð í blóma. Þórunn Guðmundsdóttir tekur í sama streng og segir það afar leiðinlegt að Iðnó hafi þurft að skella í lás. „Þessir menn sem reka Iðnó eru nú afskaplega indælir og þægilegir í alla staði en það virðist vera lítil þekking til staðar á því hvernig leikhúsi er háttað. Það er varla hægt að setja neitt þarna upp lengur og búningsherbergin eru nýtt í annað,“ segir Þórunn Guðmundsdóttir tónlistarkona en hún hefur meðal annars sett upp óperur í Iðnó. „Mér finnst það sorglegt að þetta fallega leikhús borgarinnar sé notað í eitthvað annað. Það hafa verið gerðar afskaplega miklar breytingar á starfseminni. Áherslan er greinilega lögð á annað en leikhús.“Unnið að umbótum René Boonekamp, rekstraraðili Iðnó, segir að nú sé unnið að umbótum til þess að uppfylla öryggisskilyrði fyrir rekstrarleyfi. „Við höfum næstum því góðar fréttir. Við erum að laga ákveðna hluti svo að við getum fengið nýtt rekstrarleyfi,“ segir Boonekamp og er bjartsýnn. Aðspurður hvort Iðnó verði opnað í sumar svarar hann því játandi en veit þó ekki nákvæmlega hvenær það verður. „Fallegur staður eins og þessi á ekki að vera lokaður. Við vonumst eftir því að geta opnað sem fyrst.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Óánægja með nýjan bar í friðlýstu húsi Iðnó Breyting hefur verið gerð á innra skipulagi Iðnó sem fellur ekki í kramið hjá Minjastofnun og arkitekt. „Þetta er á mjög gráu svæði,“ segir arkitektinn. Skellt var í lás í Iðnó eftir að í ljós kom að starfsemi þar hefði ekki rekstrarleyfi. 5. júní 2018 08:00 Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Allt á misskilningi byggt segir rekstrarstjórinn sem fengið hefur leyfi til veitingahalds á ný. 25. maí 2018 14:36 Reka Iðnó án rekstrarleyfis Iðnó í Reykjavík er rekið án rekstrarleyfis samkvæmt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 31. maí 2018 06:00 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Óánægja með nýjan bar í friðlýstu húsi Iðnó Breyting hefur verið gerð á innra skipulagi Iðnó sem fellur ekki í kramið hjá Minjastofnun og arkitekt. „Þetta er á mjög gráu svæði,“ segir arkitektinn. Skellt var í lás í Iðnó eftir að í ljós kom að starfsemi þar hefði ekki rekstrarleyfi. 5. júní 2018 08:00
Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Allt á misskilningi byggt segir rekstrarstjórinn sem fengið hefur leyfi til veitingahalds á ný. 25. maí 2018 14:36
Reka Iðnó án rekstrarleyfis Iðnó í Reykjavík er rekið án rekstrarleyfis samkvæmt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 31. maí 2018 06:00