Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. júní 2018 06:00 Páll Magnússon er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum lýsir yfir vantrausti á Pál Magnússon, alþingismann og oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, sem tekinn var úr fulltrúaráðinu með lófaklappi á aukaaðalfundi í Eyjum í gærkvöldi. Í harðorðri ályktun fulltrúaráðsins segir meðal annars: „Vegna fordæmalausrar framgöngu oddvita flokksins í Suðurkjördæmi í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum lýsir aukaaðalfundur fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum fullu vantrausti á 1. þingmann Suðurkjördæmis, Pál Magnússon. Fulltrúaráðið getur ekki litið á þingmanninn sem trúnaðarmann Sjálfstæðisflokksins og óskar eftir fundi með forystu flokksins vegna þeirrar alvarlega stöðu sem upp er komin.“Sjá einnig: Páll sagður rúinn trausti í kjördæminu „Ég mun ræða þetta mál við mitt fólk,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, en vildi ekki tjá sig frekar um málið þegar Fréttablaðið náði tali af honum skömmu eftir fundinn. Eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku, eru Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum reiðir oddvita sínum fyrir framgöngu hans í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga en þeir segja hann hafa stutt klofningsframboð Írisar Róbertsdóttur en hundsað framboð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum með öllu, þvert á það sem almennt tíðkast meðal þingmanna kjördæmisins í sínum heimabyggðum. Í kosningunum tapaði flokkurinn þeim meirihluta sem hann hefur haft í bæjarfélaginu undanfarin tólf ár. Framboð Írisar, Fyrir Heimaey, hlaut góða kosningu og myndaði meirihluta með Eyjalistanum og Íris settist í stól bæjarstjóra í Eyjum, en þar hefur Elliði Vignisson setið undanfarin 12 ár. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Páll sagður rúinn trausti í kjördæminu Sjálfstæðismenn í Eyjum eru æfir af reiði vegna framgöngu Páls Magnússonar, oddvita kjördæmisins, í aðdraganda nýafstaðinna kosninga. Segja hann bera ábyrgð á því að meirihluti flokksins féll í Vestmannaeyjum. 7. júní 2018 07:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira
Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum lýsir yfir vantrausti á Pál Magnússon, alþingismann og oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, sem tekinn var úr fulltrúaráðinu með lófaklappi á aukaaðalfundi í Eyjum í gærkvöldi. Í harðorðri ályktun fulltrúaráðsins segir meðal annars: „Vegna fordæmalausrar framgöngu oddvita flokksins í Suðurkjördæmi í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum lýsir aukaaðalfundur fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum fullu vantrausti á 1. þingmann Suðurkjördæmis, Pál Magnússon. Fulltrúaráðið getur ekki litið á þingmanninn sem trúnaðarmann Sjálfstæðisflokksins og óskar eftir fundi með forystu flokksins vegna þeirrar alvarlega stöðu sem upp er komin.“Sjá einnig: Páll sagður rúinn trausti í kjördæminu „Ég mun ræða þetta mál við mitt fólk,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, en vildi ekki tjá sig frekar um málið þegar Fréttablaðið náði tali af honum skömmu eftir fundinn. Eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku, eru Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum reiðir oddvita sínum fyrir framgöngu hans í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga en þeir segja hann hafa stutt klofningsframboð Írisar Róbertsdóttur en hundsað framboð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum með öllu, þvert á það sem almennt tíðkast meðal þingmanna kjördæmisins í sínum heimabyggðum. Í kosningunum tapaði flokkurinn þeim meirihluta sem hann hefur haft í bæjarfélaginu undanfarin tólf ár. Framboð Írisar, Fyrir Heimaey, hlaut góða kosningu og myndaði meirihluta með Eyjalistanum og Íris settist í stól bæjarstjóra í Eyjum, en þar hefur Elliði Vignisson setið undanfarin 12 ár.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Páll sagður rúinn trausti í kjördæminu Sjálfstæðismenn í Eyjum eru æfir af reiði vegna framgöngu Páls Magnússonar, oddvita kjördæmisins, í aðdraganda nýafstaðinna kosninga. Segja hann bera ábyrgð á því að meirihluti flokksins féll í Vestmannaeyjum. 7. júní 2018 07:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira
Páll sagður rúinn trausti í kjördæminu Sjálfstæðismenn í Eyjum eru æfir af reiði vegna framgöngu Páls Magnússonar, oddvita kjördæmisins, í aðdraganda nýafstaðinna kosninga. Segja hann bera ábyrgð á því að meirihluti flokksins féll í Vestmannaeyjum. 7. júní 2018 07:00