Alvogen heitir á landsliðið og skorar á fleiri fyrirtæki Samúel Karl Ólason skrifar 13. júní 2018 15:45 Bergsteinn Jónsson og Róbert Wessman. Lyfjafyrirtækið Alvogen hefur heitið milljón króna til UNICEF á Íslandi fyrir hvert mark sem karlalandslið Íslands skorar á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. Þá hefur fyrirtækið skorað á önnur fyrirtæki að gera slíkt hið sama og hafa fyrirtækin Norðurál, Vörður og Alvotech svarað kallinu. Norðurál heitir 500 þúsund krónum yfir hvert mark og Vörður og Alvotech 250 þúsund krónum. Fyrsta mark Íslands á HM mun því leiða til þess að tvær milljónir króna renna í barnvæn svæði UNICEF. UNICEF á Íslandi mun nýta áheitin til að útvega leikjakassa (e. Recreational kits) sem notaðir eru á barnvænum svæðum í flóttamannabúðum og á hamfarasvæðum víða um heim. Áður en flautað verður til leiks á laugardaginn hefur Alvogen heitið að lágmarki þremur milljónum króna á landsliðið. Fyrir eina milljón er hægt að útvega 50 leikjakassa sem nýtast munu fyrir þúsundir barna.UNICEF á Íslandi mun nýta áheitin til að útvega leikjakassa (e. Recreational kits) sem notaðir eru á barnvænum svæðum í flóttamannabúðum og á hamfarasvæðum víða um heim.„Alvogen vill með þessu leggja sitt af mörkum við að tryggja að börn fái að vera börn. Öll börn eiga rétt á að þroskast og læra í gegnum leik og tómstundir og barnvænu svæðin eru mikilvægur staður þar sem börn geta fundið öryggi og stuðning á erfiðum tímum,“, segir Róbert Wessman, forstjóri Alvogen í tilkynningu. Leikjakassinn inniheldur fótbolta, ýmis leikföng, skólatöskur og námsgögn. Slíkir kassar eru notaðir á barnvænum svæðum UNICEF um allan heim, meðal annars í flóttamannabúðum fyrir Rohyngja í Bangladess, fyrir börn á flótta frá Sýrlandi og í Jemen. Á barnvænu svæðunum geta börn haldið menntun sinni áfram, leikið sér og fengið sálrænan stuðning til að vinna úr áföllum sínum. „Þetta samstarf mun hafa jákvæð áhrif á líf þúsunda barna og styðja við réttindi þeirra til að stunda íþróttir og tómstundir og gera þeim kleift að fá að vera börn. UNICEF vinnur að velferð og réttindum barna í öllum þeim löndum sem eiga fulltrúa á HM,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Lyfjafyrirtækið Alvogen hefur heitið milljón króna til UNICEF á Íslandi fyrir hvert mark sem karlalandslið Íslands skorar á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. Þá hefur fyrirtækið skorað á önnur fyrirtæki að gera slíkt hið sama og hafa fyrirtækin Norðurál, Vörður og Alvotech svarað kallinu. Norðurál heitir 500 þúsund krónum yfir hvert mark og Vörður og Alvotech 250 þúsund krónum. Fyrsta mark Íslands á HM mun því leiða til þess að tvær milljónir króna renna í barnvæn svæði UNICEF. UNICEF á Íslandi mun nýta áheitin til að útvega leikjakassa (e. Recreational kits) sem notaðir eru á barnvænum svæðum í flóttamannabúðum og á hamfarasvæðum víða um heim. Áður en flautað verður til leiks á laugardaginn hefur Alvogen heitið að lágmarki þremur milljónum króna á landsliðið. Fyrir eina milljón er hægt að útvega 50 leikjakassa sem nýtast munu fyrir þúsundir barna.UNICEF á Íslandi mun nýta áheitin til að útvega leikjakassa (e. Recreational kits) sem notaðir eru á barnvænum svæðum í flóttamannabúðum og á hamfarasvæðum víða um heim.„Alvogen vill með þessu leggja sitt af mörkum við að tryggja að börn fái að vera börn. Öll börn eiga rétt á að þroskast og læra í gegnum leik og tómstundir og barnvænu svæðin eru mikilvægur staður þar sem börn geta fundið öryggi og stuðning á erfiðum tímum,“, segir Róbert Wessman, forstjóri Alvogen í tilkynningu. Leikjakassinn inniheldur fótbolta, ýmis leikföng, skólatöskur og námsgögn. Slíkir kassar eru notaðir á barnvænum svæðum UNICEF um allan heim, meðal annars í flóttamannabúðum fyrir Rohyngja í Bangladess, fyrir börn á flótta frá Sýrlandi og í Jemen. Á barnvænu svæðunum geta börn haldið menntun sinni áfram, leikið sér og fengið sálrænan stuðning til að vinna úr áföllum sínum. „Þetta samstarf mun hafa jákvæð áhrif á líf þúsunda barna og styðja við réttindi þeirra til að stunda íþróttir og tómstundir og gera þeim kleift að fá að vera börn. UNICEF vinnur að velferð og réttindum barna í öllum þeim löndum sem eiga fulltrúa á HM,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira