Oliver Luckett snýr sér að sölu á rekjanlegum fiski frá Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 12. júní 2018 10:32 Oliver Luckett ásamt Heiðu Kristínu Helgadóttur. Vísir/Valli Bandaríski samfélagsmiðlafrömuðurinn Oliver Luckett hefur snúið sér að sölu á rekjanlegum fiski. Greint er frá þessu á Facebook-síðu Niceland Seafood en þar kemur fram að Luckett, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað miðilinn theAudience, hafi komið að stofnun Niceland Seafood ásamt Heiðu Kristínu Helgadóttur. Saman stofnuðu Luckett og Heiða fyrirtækið Efni árið 2015. Luckett segir í tilkynningu að eftir að hann seldi theAudience og skrifaði bókina The Social Organism hafi þurft frí frá hringiðu fræga fólksins og tæknigeiranum. Hann leitaði leiða til að ná kröftum til að halda sér skapandi.Frosti Gnarr, Þorsteinn Gestsson, Oliver Luckett, Júlíus Fjeldsted og Heiða Kristín Helgadóttir.AðsendHann segist hafa ákveðið að flytja til Íslands eftir að hafa heillast að landi og þjóð. „Þetta er friðsælasta land í heimi. Þau hafa ekki einu sinni her,“ segir Luckett. Hann segist hafa ákveðið að stofna nokkur fyrirtæki eftir nokkurra mánaða íhugun. Luckett segir Íslendinga vera í forystu á heimsvísu þegar kemur að sjálfbærum fiskveiðum og nefnir þar aflamarkskerfið sem hann segir koma í veg fyrir ofveiði og haldi sjávarlífríkinu við Íslandsstrendur í jafnvægi. Þá segir hann tæknivæddar fiskvinnslur víða um landið tryggja að 98 prósent aflans séu nýtt.Hann segir þó leiðina frá norður Atlantshafinu til bandarískra neytenda vera langa og þess vegna hafi Niceland Seafood ákveðið að hanna rekjanleikakerfi sem fyrirtækið kýs að kalla „TraceabiliT“ þar sem neytendur geta rakið uppruna fisksins sem þeir neyta. Niceland Seafood verður hleypt af stokkunum í Bandaríkjunum á matarráðstefnunni Aspen Food & Wine Classic í mánuðinum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að fjárfestingafélagið Eyrir Invest sé einn af bakhjörlum þess en Eyrir Invest er einn af stærstu hluthöfunum í Marel. Niceland Seafood verður með höfuðstöðvar í Denver í Bandaríkjunum í nálægð við samstarfsaðila sinn, fyrirtækið Seattle Fish Company en forstjóri þess fyrirtækis, Derek Figueroa segist afar spenntur fyrir samstarfinu. Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Sjá meira
Bandaríski samfélagsmiðlafrömuðurinn Oliver Luckett hefur snúið sér að sölu á rekjanlegum fiski. Greint er frá þessu á Facebook-síðu Niceland Seafood en þar kemur fram að Luckett, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað miðilinn theAudience, hafi komið að stofnun Niceland Seafood ásamt Heiðu Kristínu Helgadóttur. Saman stofnuðu Luckett og Heiða fyrirtækið Efni árið 2015. Luckett segir í tilkynningu að eftir að hann seldi theAudience og skrifaði bókina The Social Organism hafi þurft frí frá hringiðu fræga fólksins og tæknigeiranum. Hann leitaði leiða til að ná kröftum til að halda sér skapandi.Frosti Gnarr, Þorsteinn Gestsson, Oliver Luckett, Júlíus Fjeldsted og Heiða Kristín Helgadóttir.AðsendHann segist hafa ákveðið að flytja til Íslands eftir að hafa heillast að landi og þjóð. „Þetta er friðsælasta land í heimi. Þau hafa ekki einu sinni her,“ segir Luckett. Hann segist hafa ákveðið að stofna nokkur fyrirtæki eftir nokkurra mánaða íhugun. Luckett segir Íslendinga vera í forystu á heimsvísu þegar kemur að sjálfbærum fiskveiðum og nefnir þar aflamarkskerfið sem hann segir koma í veg fyrir ofveiði og haldi sjávarlífríkinu við Íslandsstrendur í jafnvægi. Þá segir hann tæknivæddar fiskvinnslur víða um landið tryggja að 98 prósent aflans séu nýtt.Hann segir þó leiðina frá norður Atlantshafinu til bandarískra neytenda vera langa og þess vegna hafi Niceland Seafood ákveðið að hanna rekjanleikakerfi sem fyrirtækið kýs að kalla „TraceabiliT“ þar sem neytendur geta rakið uppruna fisksins sem þeir neyta. Niceland Seafood verður hleypt af stokkunum í Bandaríkjunum á matarráðstefnunni Aspen Food & Wine Classic í mánuðinum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að fjárfestingafélagið Eyrir Invest sé einn af bakhjörlum þess en Eyrir Invest er einn af stærstu hluthöfunum í Marel. Niceland Seafood verður með höfuðstöðvar í Denver í Bandaríkjunum í nálægð við samstarfsaðila sinn, fyrirtækið Seattle Fish Company en forstjóri þess fyrirtækis, Derek Figueroa segist afar spenntur fyrir samstarfinu.
Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Sjá meira