Innlent

Fjórir handteknir vegna líkamsárásar

Samúel Karl Ólason skrifar
Mikið var um stúta og akstur undir áhrifum fíkniefna og voru þó nokkrir vistaðir í fangageymslu vegna annarlegs ástands.
Mikið var um stúta og akstur undir áhrifum fíkniefna og voru þó nokkrir vistaðir í fangageymslu vegna annarlegs ástands. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt og í gærkvöldi vegna ölvunar. Fjórir ungir menn voru handteknir í Breiðholti í gærkvöldi vegna líkamsárásar. Þeir voru vistaðir í fangaklefum vegna rannsóknar málsins en upplýsingar um líðan þess sem þeir munu hafa ráðist á liggja ekki fyrir. 

Mikið var um stúta og akstur undir áhrifum fíkniefna og voru þó nokkrir vistaðir í fangageymslu vegna annarlegs ástands. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Á áttunda tímanum í gær barst lögreglunni tilkynning um að ekið hefði verið á ljósastaur í Selahverfi en bílnum hafi síðan verið ekið á brott. Ökumaðurinn var handtekinn skömmu síðar og er grunaður um ölvunarakstur.

Maður í annarlegu ástandi var handtekinn í Skeifunni á sjötta tímanum í gær og er hann grunaður um þjófnað. Sömuleiðis voru tveir ofurölvi menn handteknir í Hafnarfirði. Annar við Dalshraun, grunaður um eignaspjöll, og hinn við Ölstofuna. Báðir voru þeir vistaðir í fangageymslum vegna ástands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×