Þríþrautakona og lyftingakona meðal íslenskra keppenda á ÓL í Tókýó 2020? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2018 22:30 Þuríður Erla Helgadóttir. Vísir/Anton Ísland gæti átt bæði þríþrautakonu og lyftingakonu á næstu Ólympíuleikum sem fara fram í Tókýó í Japan eftir tvö ár. Þetta má lesa út úr nýjum samningum Ólympíusamhjálparinnar við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafólks þeirra vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í Tókýó 2020. Að þessu sinni fá átta einstaklingar, frá sex sérsamböndum ÍSÍ, styrk frá Ólympíusamhjálpinni en hitt íþróttafólkið koma frá greinum sem hafa átt fulltrúa á síðustu leikum. Heildarverðmæti samninganna gæti numið allt að 21 milljón króna miðað við gengi dagsins í dag en um er að ræða mánaðarlegan styrk fyrir hvern styrkþega að upphæð þúsund Bandaríkjadala vegna kostnaðar við æfingar og keppnir. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kallaði eftir tillögum frá sérsamböndum ÍSÍ og bárust umsóknir vegna 18 einstaklinga frá sjö sérsamböndum. Allir þessir einstaklingar hafa það á stefnu sinni að ná lágmörkum og vinna sér inn keppnisrétt á Ólympíuleikana í Tókýó 2020 og hafa hafið stífan og kostnaðarfrekan undirbúning vegna þessa. Að þessu sinni eru það átta einstaklingar sem hljóta styrk, sem er sami fjöldi og hlaut undirbúningsstyrk fyrir leikana í Ríó 2016. Styrktímabil hófst þann 1. maí 2018 og stendur fram að leikum, nái styrkþegi að tryggja sér þátttökurétt. Það vekur vissulega athygli að þarna eru þrítþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir og lyftingakonan Þuríður Erla Helgadóttir en þær myndu báðar skrifa nýjan kafla í íslenskri Ólympíusögu komist þær alla leið á leikana.Styrkþegar Ólympíusamhjálparinnar vegna Tókýó 2020 eru: - Aníta Hinriksdóttir / Frjálsíþróttasamband Íslands - Anton Sveinn McKee / Sundsamband Íslands - Ásgeir Sigurgeirsson / Skotíþróttasamband Íslands - Eygló Ósk Gústafsdóttir /Sundsamband Íslands - Guðlaug Edda Hannesdóttir / Þríþrautarsamband Íslands - Hilmar Örn Jónsson / Frjálsíþróttasamband Íslands - Valgarð Reinhardsson / Fimleikasamband Íslands - Þuríður Erla Helgadóttir / Lyftingasamband Íslands Árangur íslensks afreksíþróttafólks skiptir miklu máli, en á bak við árangurinn eru einstaklingar sem eru mikilvægar fyrirmyndir fyrir íslenska æsku og þjóðfélagið í heild sinni. Til framtíðar er mikilvægt að hlúa enn betur að þessu fólki með því að gefa því tækifæri á að taka þátt í verðugum verkefnum og styðja við bakið á því með fræðslu og faglegri þekkingu sem og auknu fjármagni. Með auknu fjárframlagi ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ og breyttum áherslum í afreksíþróttastarfi sérsambanda og ÍSÍ er reynt að styðja enn betur við umgjörð og möguleika íþróttafólks til að ná árangri á heimsmælikvarða. Sérsambönd ÍSÍ og styrkþegar munu á næstu tveimur árum leggja mikið í að vinna sér keppnisrétt á leikana í Tókýó, bæði fjármuni sem ferðalög og tíma. Er það von ÍSÍ að sem flestir nái því markmiði sínu að vinna sér inn þátttökurétt. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjá meira
Ísland gæti átt bæði þríþrautakonu og lyftingakonu á næstu Ólympíuleikum sem fara fram í Tókýó í Japan eftir tvö ár. Þetta má lesa út úr nýjum samningum Ólympíusamhjálparinnar við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafólks þeirra vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í Tókýó 2020. Að þessu sinni fá átta einstaklingar, frá sex sérsamböndum ÍSÍ, styrk frá Ólympíusamhjálpinni en hitt íþróttafólkið koma frá greinum sem hafa átt fulltrúa á síðustu leikum. Heildarverðmæti samninganna gæti numið allt að 21 milljón króna miðað við gengi dagsins í dag en um er að ræða mánaðarlegan styrk fyrir hvern styrkþega að upphæð þúsund Bandaríkjadala vegna kostnaðar við æfingar og keppnir. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kallaði eftir tillögum frá sérsamböndum ÍSÍ og bárust umsóknir vegna 18 einstaklinga frá sjö sérsamböndum. Allir þessir einstaklingar hafa það á stefnu sinni að ná lágmörkum og vinna sér inn keppnisrétt á Ólympíuleikana í Tókýó 2020 og hafa hafið stífan og kostnaðarfrekan undirbúning vegna þessa. Að þessu sinni eru það átta einstaklingar sem hljóta styrk, sem er sami fjöldi og hlaut undirbúningsstyrk fyrir leikana í Ríó 2016. Styrktímabil hófst þann 1. maí 2018 og stendur fram að leikum, nái styrkþegi að tryggja sér þátttökurétt. Það vekur vissulega athygli að þarna eru þrítþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir og lyftingakonan Þuríður Erla Helgadóttir en þær myndu báðar skrifa nýjan kafla í íslenskri Ólympíusögu komist þær alla leið á leikana.Styrkþegar Ólympíusamhjálparinnar vegna Tókýó 2020 eru: - Aníta Hinriksdóttir / Frjálsíþróttasamband Íslands - Anton Sveinn McKee / Sundsamband Íslands - Ásgeir Sigurgeirsson / Skotíþróttasamband Íslands - Eygló Ósk Gústafsdóttir /Sundsamband Íslands - Guðlaug Edda Hannesdóttir / Þríþrautarsamband Íslands - Hilmar Örn Jónsson / Frjálsíþróttasamband Íslands - Valgarð Reinhardsson / Fimleikasamband Íslands - Þuríður Erla Helgadóttir / Lyftingasamband Íslands Árangur íslensks afreksíþróttafólks skiptir miklu máli, en á bak við árangurinn eru einstaklingar sem eru mikilvægar fyrirmyndir fyrir íslenska æsku og þjóðfélagið í heild sinni. Til framtíðar er mikilvægt að hlúa enn betur að þessu fólki með því að gefa því tækifæri á að taka þátt í verðugum verkefnum og styðja við bakið á því með fræðslu og faglegri þekkingu sem og auknu fjármagni. Með auknu fjárframlagi ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ og breyttum áherslum í afreksíþróttastarfi sérsambanda og ÍSÍ er reynt að styðja enn betur við umgjörð og möguleika íþróttafólks til að ná árangri á heimsmælikvarða. Sérsambönd ÍSÍ og styrkþegar munu á næstu tveimur árum leggja mikið í að vinna sér keppnisrétt á leikana í Tókýó, bæði fjármuni sem ferðalög og tíma. Er það von ÍSÍ að sem flestir nái því markmiði sínu að vinna sér inn þátttökurétt.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjá meira