Tónlistarsaga aldarinnar út frá lífi Helgu Ingólfsdóttur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. júní 2018 13:00 "Við getum sagt að þetta sé mikil útúrdúrabók,“ segir Kolbeinn um Helguleik, sem er önnur bók hans á rithöfundarferlinum. Vísir/Stefán Í bókinni Helguleikur lýsir Kolbeinn Bjarnason því hvernig semballeikarinn Helga Ingólfsdóttir (1942- 2009) breytti hugmyndum Íslendinga um barokktónlist og rekur sögu Sumartónleika í Skálholtskirkju. „Saga Helgu Ingólfsdóttur er eins og rauður þráður í gegnum bókina en þó er hennar ekki getið fyrr en á blaðsíðu 60. Ég lagði upp með að þetta ætti ekki að vera ævisaga hennar vildi segja tónlistarsögu aldarinnar út frá hennar lífi. Þannig að bókin á að hafa víða skírskotun,“ segir Kolbeinn Bjarnason, tónlistarmaður og höfundur bókarinnar Helguleikur, sem er nýkomin út hjá Sæmundi, bókaútgáfu á Selfossi. Þriggja ára vinna liggur að baki bókinni, að sögn Kolbeins. „Ekki alltaf full vinna – en stundum. Eiginlega vegna þess að ég fór alltaf að velta svo mörgu fyrir mér þegar ég var byrjaður að skrifa.“ Helga kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1969 og henni fylgdu nýir straumar í flutningi tónlistar, sem Kolbeinn kveðst gera skil. „Einnig fjalla ég um trúartónlist í sambandi við Skálholt, Helga var frumkvöðull Sumartónleika þar. Svo reyndi ég að átta mig á klappsögunni í íslenskum kirkjum. Það mátti aldrei klappa í Skálholti meðan Helga var við stjórnvölinn. Það var umdeilt. Klappbannið? Hvað var það? Svona fór ég alltaf að spyrja mig spurninga í hverri setningu og rakti þrætur um klappið alveg aftur til 1907. Við getum sagt að þetta sé mikil útúrdúrabók.“ Tónskáld heilluðust af leik Helgu og hljóðfæri og tileinkuðu henni verk sín.Vísir/HariKolbeinn segir Helgu tvímælalaust hafa breytt hugmyndum fólks um barokktónlist hér á landi og líka hafa verið öflugan túlkanda nýrrar tónlistar. „Hún kemur með þá strauma hingað til Íslands sem voru efstir á baugi í Evrópu kringum 1970. Þeir byggðust meðal annars á að spila barokktónlistina á upprunaleg hljóðfæri, það þekktist lítið á landi. Ég kannaði forsöguna og fann meira en ég bjóst við.“ Meðal annars kveðst Kolbeinn hafa setið á söfnum við heimildaleit og gluggað í gamlar efnisskrár tónleika en timarit.is hafi líka reynst honum ótrúlega frjó uppspretta en ekki hafi dugað að slá inn orðið semball, það hafi ekki fest í sessi fyrr en eftir að Helga kom til sögunnar heldur hafi verið talað um harpsichord eins og hljóðfærið heitir á ensku. „Það lýsir því hvað hún var mikill brautryðjandi, það var ekki einu sinni búið að staðla nafnið á hljóðfærinu hennar þegar hún byrjaði.“ Semball byrjaði þó að hljóa hér í útvarpinu um 1940, að sögn Kolbeins. „„Wanda Landowska leikur á harpsikord,“ stendur víða í útvarpsdagskrá frá 5. áratugnum og nafn hennar festist í heilabúum þjóðarinnar því hún var stórstjarna,“ lýsir hann. „En hvað er klassík og ekki klassík í menningarsögu þjóðarinnar? Það væri efni í heila bók,“ segir Kolbeinn. „Á tímum Helgu, sem var fædd 1942 og dó 2009, sköruðust þeir heimar þó ekki mikið, fyrr en undir lokin. Hún stóð fyrir þeirri háleitu hugsun að tónlistin væri æðst allra listgreina. Það sem Laxness skrifar um músík mótaði líka dálítið hugsun íslensku þjóðarinnar. Hann var með það á hreinu að tónlistin væri list allra lista og að Bach væri mestur og mætastur. Ingólfur Guðbrands var sama sinnis. Bach var guð í hans augum. Ég kem svolítið inn á hugmyndir um trú og tónlist.“ Kápa hinnar nýju bókar sem gefin er út af Sæmundi.Hefur þú skrifað bækur áður? „Já, ég hef reyndar gert það á þann hátt að ritgerðir um Leif Þórarinsson tónskáld, sem ég vann bæði til BA- og mastersgráðu enduðu á bók sem heitir Leifur. Það var Gunnar Smári sem gaf þær út í flýti þegar Leifur hefði orðið áttræður. Ég held að sú bók hafi aldrei verið til sölu svo þetta er fyrsta bókin á almennum markaði. Og kannski sú síðasta.“ Helguleikur er harðspjaldabók upp á 450 síður í stóru broti. Kolbeinn tekur fram að útgáfan felist ekki bara í bók heldur einnig sex geisladiskum. „Bókin og diskarnir tengjast mjög sterkum böndum. Ef ég er að fjalla um tiltekið verk sem Helga spilaði á tónleikum þá stendur á spássíunni „Þetta verk er á diski númer…“ Þannig að ef fólk á rólega daga er hægt að lesa og hlusta jafnóðum. Alveg kjörin afþreying í rigningunni.“ Bókmenntir Menning Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Í bókinni Helguleikur lýsir Kolbeinn Bjarnason því hvernig semballeikarinn Helga Ingólfsdóttir (1942- 2009) breytti hugmyndum Íslendinga um barokktónlist og rekur sögu Sumartónleika í Skálholtskirkju. „Saga Helgu Ingólfsdóttur er eins og rauður þráður í gegnum bókina en þó er hennar ekki getið fyrr en á blaðsíðu 60. Ég lagði upp með að þetta ætti ekki að vera ævisaga hennar vildi segja tónlistarsögu aldarinnar út frá hennar lífi. Þannig að bókin á að hafa víða skírskotun,“ segir Kolbeinn Bjarnason, tónlistarmaður og höfundur bókarinnar Helguleikur, sem er nýkomin út hjá Sæmundi, bókaútgáfu á Selfossi. Þriggja ára vinna liggur að baki bókinni, að sögn Kolbeins. „Ekki alltaf full vinna – en stundum. Eiginlega vegna þess að ég fór alltaf að velta svo mörgu fyrir mér þegar ég var byrjaður að skrifa.“ Helga kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1969 og henni fylgdu nýir straumar í flutningi tónlistar, sem Kolbeinn kveðst gera skil. „Einnig fjalla ég um trúartónlist í sambandi við Skálholt, Helga var frumkvöðull Sumartónleika þar. Svo reyndi ég að átta mig á klappsögunni í íslenskum kirkjum. Það mátti aldrei klappa í Skálholti meðan Helga var við stjórnvölinn. Það var umdeilt. Klappbannið? Hvað var það? Svona fór ég alltaf að spyrja mig spurninga í hverri setningu og rakti þrætur um klappið alveg aftur til 1907. Við getum sagt að þetta sé mikil útúrdúrabók.“ Tónskáld heilluðust af leik Helgu og hljóðfæri og tileinkuðu henni verk sín.Vísir/HariKolbeinn segir Helgu tvímælalaust hafa breytt hugmyndum fólks um barokktónlist hér á landi og líka hafa verið öflugan túlkanda nýrrar tónlistar. „Hún kemur með þá strauma hingað til Íslands sem voru efstir á baugi í Evrópu kringum 1970. Þeir byggðust meðal annars á að spila barokktónlistina á upprunaleg hljóðfæri, það þekktist lítið á landi. Ég kannaði forsöguna og fann meira en ég bjóst við.“ Meðal annars kveðst Kolbeinn hafa setið á söfnum við heimildaleit og gluggað í gamlar efnisskrár tónleika en timarit.is hafi líka reynst honum ótrúlega frjó uppspretta en ekki hafi dugað að slá inn orðið semball, það hafi ekki fest í sessi fyrr en eftir að Helga kom til sögunnar heldur hafi verið talað um harpsichord eins og hljóðfærið heitir á ensku. „Það lýsir því hvað hún var mikill brautryðjandi, það var ekki einu sinni búið að staðla nafnið á hljóðfærinu hennar þegar hún byrjaði.“ Semball byrjaði þó að hljóa hér í útvarpinu um 1940, að sögn Kolbeins. „„Wanda Landowska leikur á harpsikord,“ stendur víða í útvarpsdagskrá frá 5. áratugnum og nafn hennar festist í heilabúum þjóðarinnar því hún var stórstjarna,“ lýsir hann. „En hvað er klassík og ekki klassík í menningarsögu þjóðarinnar? Það væri efni í heila bók,“ segir Kolbeinn. „Á tímum Helgu, sem var fædd 1942 og dó 2009, sköruðust þeir heimar þó ekki mikið, fyrr en undir lokin. Hún stóð fyrir þeirri háleitu hugsun að tónlistin væri æðst allra listgreina. Það sem Laxness skrifar um músík mótaði líka dálítið hugsun íslensku þjóðarinnar. Hann var með það á hreinu að tónlistin væri list allra lista og að Bach væri mestur og mætastur. Ingólfur Guðbrands var sama sinnis. Bach var guð í hans augum. Ég kem svolítið inn á hugmyndir um trú og tónlist.“ Kápa hinnar nýju bókar sem gefin er út af Sæmundi.Hefur þú skrifað bækur áður? „Já, ég hef reyndar gert það á þann hátt að ritgerðir um Leif Þórarinsson tónskáld, sem ég vann bæði til BA- og mastersgráðu enduðu á bók sem heitir Leifur. Það var Gunnar Smári sem gaf þær út í flýti þegar Leifur hefði orðið áttræður. Ég held að sú bók hafi aldrei verið til sölu svo þetta er fyrsta bókin á almennum markaði. Og kannski sú síðasta.“ Helguleikur er harðspjaldabók upp á 450 síður í stóru broti. Kolbeinn tekur fram að útgáfan felist ekki bara í bók heldur einnig sex geisladiskum. „Bókin og diskarnir tengjast mjög sterkum böndum. Ef ég er að fjalla um tiltekið verk sem Helga spilaði á tónleikum þá stendur á spássíunni „Þetta verk er á diski númer…“ Þannig að ef fólk á rólega daga er hægt að lesa og hlusta jafnóðum. Alveg kjörin afþreying í rigningunni.“
Bókmenntir Menning Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira