„Þægileg“ leið enska landsliðsins í úrslitaleik HM að verða enn „þægilegri“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2018 11:30 James Rodriguez gat ekki leynt vonbrigðum sínum. Vísir/Getty Enskt fótboltaáhugafólk sér nú úrslitaleik HM í hillingum eftir góða byrjun enska landsliðið á HM í fótbolta í Rússlandi og „þægilega“ leið liðsins inn í úrslitaleikinn. Enska landsliðið tapaði lokaleik sínum í riðlinum en það þýddi hinsvegar að liðið sleppur við Brasilíu og Frakkland á mögulegri leið sinni í úrslitaleik HM en „erfiðasti“ mótherjinn verður þess í stað ósannfærandi spænskt landslið á niðurleið. Leiðin gæti orðið enn þægilegri fari svo að Kólumbíumenn verði án síns besta leikmanns í leiknum á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. BBC segir frá. Jose Pekerman, þjálfari Kólumbíu, er allavega allt annað en bjartsýnn að súperstjarnan James Rodriguez geti spilað á móti Englendingum á þriðjudaginn kemur.Colombia may have suffered a significant injury blow ahead of their last-16 game against England. Morehttps://t.co/7I2B17C59C#bbcworldcuppic.twitter.com/g3xYX3I9eh — BBC Sport (@BBCSport) June 29, 2018 James Rodriguez fór meiddur af velli í fyrri hálfleik í lokaleik Kólumbíu í riðlinum en Kólumbíumönnum tókst engu að síður að vinna Senegal 1-0 og tryggja sér sæti í útsláttarkeppni mósins. „Þetta er ekki þægileg staða fyrir okkur. Eins og er þá veit ég ekkert um ástandið á honum,“ sagði Jose Pekerman. Það góða er að leikur Kólumbíu og Englands er síðasti leikurinn í sextán liða úrslitunum þannig að James Rodriguez fær fimm daga til að ná sér. „Hann æfði eðlilega fram að leiknum og eyddi líka tíma eftir æfingarnar í að æfa aukaspyrnur og vítaspyrnur,“ sagði Jose Pekerman um meiðslin en James Rodriguez meiddist á kálfa rétt fyrir mót og byrjaði þess vegna ekki fyrsta leik liðsins. Hann var hinsvegar kominn á flug og var frábær í 3-0 sigrinum á Póllandi. James Rodriguez er að glíma við kálfameiðsli en íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson meiddist einmitt á kálfa á HM og missti af þeim sögum að leiknum á móti Nígeríu. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Fleiri fréttir Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Sjá meira
Enskt fótboltaáhugafólk sér nú úrslitaleik HM í hillingum eftir góða byrjun enska landsliðið á HM í fótbolta í Rússlandi og „þægilega“ leið liðsins inn í úrslitaleikinn. Enska landsliðið tapaði lokaleik sínum í riðlinum en það þýddi hinsvegar að liðið sleppur við Brasilíu og Frakkland á mögulegri leið sinni í úrslitaleik HM en „erfiðasti“ mótherjinn verður þess í stað ósannfærandi spænskt landslið á niðurleið. Leiðin gæti orðið enn þægilegri fari svo að Kólumbíumenn verði án síns besta leikmanns í leiknum á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. BBC segir frá. Jose Pekerman, þjálfari Kólumbíu, er allavega allt annað en bjartsýnn að súperstjarnan James Rodriguez geti spilað á móti Englendingum á þriðjudaginn kemur.Colombia may have suffered a significant injury blow ahead of their last-16 game against England. Morehttps://t.co/7I2B17C59C#bbcworldcuppic.twitter.com/g3xYX3I9eh — BBC Sport (@BBCSport) June 29, 2018 James Rodriguez fór meiddur af velli í fyrri hálfleik í lokaleik Kólumbíu í riðlinum en Kólumbíumönnum tókst engu að síður að vinna Senegal 1-0 og tryggja sér sæti í útsláttarkeppni mósins. „Þetta er ekki þægileg staða fyrir okkur. Eins og er þá veit ég ekkert um ástandið á honum,“ sagði Jose Pekerman. Það góða er að leikur Kólumbíu og Englands er síðasti leikurinn í sextán liða úrslitunum þannig að James Rodriguez fær fimm daga til að ná sér. „Hann æfði eðlilega fram að leiknum og eyddi líka tíma eftir æfingarnar í að æfa aukaspyrnur og vítaspyrnur,“ sagði Jose Pekerman um meiðslin en James Rodriguez meiddist á kálfa rétt fyrir mót og byrjaði þess vegna ekki fyrsta leik liðsins. Hann var hinsvegar kominn á flug og var frábær í 3-0 sigrinum á Póllandi. James Rodriguez er að glíma við kálfameiðsli en íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson meiddist einmitt á kálfa á HM og missti af þeim sögum að leiknum á móti Nígeríu.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Fleiri fréttir Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Sjá meira