Vonbrigði með synjun Alþingis Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. júní 2018 07:00 Bæjarstjórinn á Akureyri tók á móti þremur fjölskyldum frá Sýrlandi í janúar 2016. Fréttablaðið/Auðunn Flóttafólk, sem kom til Íslands frá Sýrlandi í boði stjórnvalda í janúar 2016, er vonsvikið með að hafa ekki fengið ríkisborgararétt með lögum frá Alþingi í vor. „Þau náðu íslenskuprófinu og skiluðu inn þartilgerðum pappírum en fengu neitun, öll sem eitt,“ segir Jóhanna Bergsdóttir, sálfræðingur á Akureyri. Hún segir fólkið vonsvikið, ekki síst vegna þess að meðal þeirra sem fengu ríkisborgararétt er fólk sem kom ólöglega til landsins frá svipuðum slóðum, þrátt fyrir að hafa verið hér skemur en þau. „Þau samgleðjast þeim auðvitað en eru á sama tíma sár og vonsvikin.“ Auk hefðbundnu leiðarinnar til að öðlast ríkisborgararétt að uppfylltum skilyrðum getur Alþingi veitt nafngreindum einstaklingum ríkisborgararétt með lögum og er slík lagasetning ekki háð neinum sérstökum skilyrðum. Sækja þarf um til Útlendingastofnunar og er umsóknum vísað til sérstakrar nefndar þriggja alþingismanna sem heyrir undir allsherjar- og menntamálanefnd. Nefndin gerir svo tillögu til allsherjarnefndar sem leggur fram frumvarp með lista með nöfnum, aldri og þjóðerni þeirra sem lagt er til að fái ríkisborgararétt. Engin greinargerð fylgir og hefð er fyrir því að frumvarpið fari í gegnum þingið athugasemda- og orðalaust.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.Fréttablaðið/StefánUm undirnefndina sjálfa og störf hennar gilda heldur engar reglur. „Ekki nóg með að engar skráðar reglur gildi um störf nefndarinnar heldur byrjar alltaf hver undirnefnd upp á nýtt og hefur engin fordæmi við að styðjast,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sem sat í undirnefndinni árin 2013 til 2016. „Þegar ég var í þessu höfðum við engin fordæmi og engar upplýsingar um ákvarðanir fyrri nefnda og enga reynslu í þessu. Við bjuggum hins vegar til viðmiðanir fyrir okkur sjálf til að hafa eitthvert samræmi í ákvörðunum. Það koma auðvitað inn í þetta alls konar sanngirnissjónarmið og aðstæður sem er ekkert hægt að meta öðruvísi en huglægt, en við reyndum að draga úr því eins og við gátum. Eitt sjónarmið sem vegið getur þungt til dæmis er hvort viðkomandi sé í raunverulegri hættu á að vera vísað úr landi,“ segir Helgi Hrafn og bendir á að flóttafólk hér á landi búi við misörugg dvalarleyfi. Þeir sem hafa dvalarleyfi af mannúðarástæðum eins og kvótaflóttafólkið er þannig í öruggara skjóli en margir aðrir sem hafa tímabundið dvalarleyfi.Sjá einnig: „Heppin að vera þar sem börnin fá tækifæri til þess að leika sér“ Helgi segist vel skilja athugasemdir sem gerðar hafa verið við hve ógegnsætt þetta ferli er. „Þetta er í rauninni það agalega við þessa nefnd. Hún gefur aldrei neinar skýringar eða rökstuðning og nefnd næsta kjörtímabils hefur engin fordæmi að styðjast við og öllum gögnum er hent. Þetta veldur því að fólk gefur sér að þarna sé eitthvert fúsk á ferðinni, sem það er alls ekki. Það hefur allavega farið fram hjá mér ef svo er.“ Helgi segir þessa nefnd þurfa að fást við mjög persónuleg mál og oft viðkvæmar persónuupplýsingar og það hafi í för með sér þetta ógegnsæi. Vegna þess hve persónuleg mál búa að baki fái aðrir þingmenn en nefndarmennirnir þrír heldur engar upplýsingar um þá einstaklinga sem fá ríkisborgararétt eftir þessari leið. Helgi segir ferlið ekki fullkomið en varasamt sé hins vegar að setja undirnefndinni skorður enda geti verið erfitt að sjá fyrir allar mögulegar aðstæður sem kallað geti á að Alþingi stígi inn í og veiti einstaklingum þá sérstöku vernd sem ríkisborgararéttur veiti. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Flóttamenn Tengdar fréttir Sýrlensku börnin kát í snjónum á Akureyri Það ríkti kátína og gleði hjá sýrlensku börnunum sem léku sér í snjónum á Akureyri í gær en þau eru hluti af hópi flóttamanna sem kom hingað til lands í vikunni. 21. janúar 2016 14:43 „Heppin að vera þar sem börnin fá tækifæri til þess að leika sér“ Sýrlensku flóttamennirnir sem settust að á Akureyri fyrr á árinu eru afar ánægð með hvernig þeim hefur verið tekið. 26. ágúst 2016 13:45 Flóttamenn á Akureyri fengu hatursbréf: Segja 99 prósent heimamanna taka vel á móti sér „Móttökurnar hafa verið betri en við gátum ímyndað okkur,“ segir Khattab Al Mohammad. 20. febrúar 2016 14:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Flóttafólk, sem kom til Íslands frá Sýrlandi í boði stjórnvalda í janúar 2016, er vonsvikið með að hafa ekki fengið ríkisborgararétt með lögum frá Alþingi í vor. „Þau náðu íslenskuprófinu og skiluðu inn þartilgerðum pappírum en fengu neitun, öll sem eitt,“ segir Jóhanna Bergsdóttir, sálfræðingur á Akureyri. Hún segir fólkið vonsvikið, ekki síst vegna þess að meðal þeirra sem fengu ríkisborgararétt er fólk sem kom ólöglega til landsins frá svipuðum slóðum, þrátt fyrir að hafa verið hér skemur en þau. „Þau samgleðjast þeim auðvitað en eru á sama tíma sár og vonsvikin.“ Auk hefðbundnu leiðarinnar til að öðlast ríkisborgararétt að uppfylltum skilyrðum getur Alþingi veitt nafngreindum einstaklingum ríkisborgararétt með lögum og er slík lagasetning ekki háð neinum sérstökum skilyrðum. Sækja þarf um til Útlendingastofnunar og er umsóknum vísað til sérstakrar nefndar þriggja alþingismanna sem heyrir undir allsherjar- og menntamálanefnd. Nefndin gerir svo tillögu til allsherjarnefndar sem leggur fram frumvarp með lista með nöfnum, aldri og þjóðerni þeirra sem lagt er til að fái ríkisborgararétt. Engin greinargerð fylgir og hefð er fyrir því að frumvarpið fari í gegnum þingið athugasemda- og orðalaust.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.Fréttablaðið/StefánUm undirnefndina sjálfa og störf hennar gilda heldur engar reglur. „Ekki nóg með að engar skráðar reglur gildi um störf nefndarinnar heldur byrjar alltaf hver undirnefnd upp á nýtt og hefur engin fordæmi við að styðjast,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sem sat í undirnefndinni árin 2013 til 2016. „Þegar ég var í þessu höfðum við engin fordæmi og engar upplýsingar um ákvarðanir fyrri nefnda og enga reynslu í þessu. Við bjuggum hins vegar til viðmiðanir fyrir okkur sjálf til að hafa eitthvert samræmi í ákvörðunum. Það koma auðvitað inn í þetta alls konar sanngirnissjónarmið og aðstæður sem er ekkert hægt að meta öðruvísi en huglægt, en við reyndum að draga úr því eins og við gátum. Eitt sjónarmið sem vegið getur þungt til dæmis er hvort viðkomandi sé í raunverulegri hættu á að vera vísað úr landi,“ segir Helgi Hrafn og bendir á að flóttafólk hér á landi búi við misörugg dvalarleyfi. Þeir sem hafa dvalarleyfi af mannúðarástæðum eins og kvótaflóttafólkið er þannig í öruggara skjóli en margir aðrir sem hafa tímabundið dvalarleyfi.Sjá einnig: „Heppin að vera þar sem börnin fá tækifæri til þess að leika sér“ Helgi segist vel skilja athugasemdir sem gerðar hafa verið við hve ógegnsætt þetta ferli er. „Þetta er í rauninni það agalega við þessa nefnd. Hún gefur aldrei neinar skýringar eða rökstuðning og nefnd næsta kjörtímabils hefur engin fordæmi að styðjast við og öllum gögnum er hent. Þetta veldur því að fólk gefur sér að þarna sé eitthvert fúsk á ferðinni, sem það er alls ekki. Það hefur allavega farið fram hjá mér ef svo er.“ Helgi segir þessa nefnd þurfa að fást við mjög persónuleg mál og oft viðkvæmar persónuupplýsingar og það hafi í för með sér þetta ógegnsæi. Vegna þess hve persónuleg mál búa að baki fái aðrir þingmenn en nefndarmennirnir þrír heldur engar upplýsingar um þá einstaklinga sem fá ríkisborgararétt eftir þessari leið. Helgi segir ferlið ekki fullkomið en varasamt sé hins vegar að setja undirnefndinni skorður enda geti verið erfitt að sjá fyrir allar mögulegar aðstæður sem kallað geti á að Alþingi stígi inn í og veiti einstaklingum þá sérstöku vernd sem ríkisborgararéttur veiti.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Flóttamenn Tengdar fréttir Sýrlensku börnin kát í snjónum á Akureyri Það ríkti kátína og gleði hjá sýrlensku börnunum sem léku sér í snjónum á Akureyri í gær en þau eru hluti af hópi flóttamanna sem kom hingað til lands í vikunni. 21. janúar 2016 14:43 „Heppin að vera þar sem börnin fá tækifæri til þess að leika sér“ Sýrlensku flóttamennirnir sem settust að á Akureyri fyrr á árinu eru afar ánægð með hvernig þeim hefur verið tekið. 26. ágúst 2016 13:45 Flóttamenn á Akureyri fengu hatursbréf: Segja 99 prósent heimamanna taka vel á móti sér „Móttökurnar hafa verið betri en við gátum ímyndað okkur,“ segir Khattab Al Mohammad. 20. febrúar 2016 14:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Sýrlensku börnin kát í snjónum á Akureyri Það ríkti kátína og gleði hjá sýrlensku börnunum sem léku sér í snjónum á Akureyri í gær en þau eru hluti af hópi flóttamanna sem kom hingað til lands í vikunni. 21. janúar 2016 14:43
„Heppin að vera þar sem börnin fá tækifæri til þess að leika sér“ Sýrlensku flóttamennirnir sem settust að á Akureyri fyrr á árinu eru afar ánægð með hvernig þeim hefur verið tekið. 26. ágúst 2016 13:45
Flóttamenn á Akureyri fengu hatursbréf: Segja 99 prósent heimamanna taka vel á móti sér „Móttökurnar hafa verið betri en við gátum ímyndað okkur,“ segir Khattab Al Mohammad. 20. febrúar 2016 14:30