Er betra að tapa en að vinna í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2018 11:30 Thierry Henry, aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins, vakir yfir sínum leikmanni á æfingu liðsins. Vísir/Getty Landslið Englands og Belgíu spila í kvöld hreinan úrslitaleik um efsta sæti G-riðils á HM í fótbolta. Liðin eru bæði komin áfram en toppsætið í riðlinum er í boði. En er kannski bara verra að enda í fyrsta sæti riðilsins upp á framhaldið? BBC veltir þessu fyrir sér í frétt á heimasíðu sinni þar sem er farið nánar yfir það sem bíður liðanna tveggja í sextán liða úrslitunum. Liðin þurfa eins og áður sagði ekki að hafa neinar áhygjur af því að komast í sextán liða úrslitin en nú þarf að finna út hvort liðið fer á hægri vænginn og hvort liðið fer á vinstri væng í útsláttarkeppni HM 2018. BBC tekur fyrir þá staðreynd að leiðin gæti orðið talvert erfiðari í úrslitaleikinn í Moskvu fyrir það lið sem vinnur riðilinn sinn. Liðin sem vinnur riðilinn mætir liðinu í öðru sæti í H-riðli sem gæti verið Japan, Senegal eða Kólumbía. Í átta liða úrslitunum bíður síðan sigurvegarinn úr leik Brasilíu og Mexíkó og í undanúrslitunum gæti mótherjinn orðið Frakkland, Argentína, Portúgal eða Úrúgvæ. Liðið sem tapar leiknum og lendir í öðru sæti í sínum riðli fær það hlutskipti að mæta liðinu í fyrsta sæti í H-riðli sem gæti verið Japan, Senegal eða Kólumbía. Í átta liða úrslitunum bíður aftur á móti sigurvegarinn úr leik Svíþjóðar og Sviss og í undanúrslitunum gæti mótherji liðsins orðið Spánn, Króatía, Danmörk eða Rússland. Tölfræðiþjónustan Gracenote hefur tekið saman líkur enska landsliðsins að komast í undanúrslitin eftir því hvorum megin liðið lendir. Þar er mikill munur og samkvæmt því væri mun betra að enda í öðru sæti riðilsins. Vinni enska landsliðið riðilinn þá segir Gracenote að það séu 24 prósent líkur á því að enska liðið komist í undanúrslit og 12 prósent líkur að liðið fari alla leið í úrslitaleikinn. Tapi enska landsliðið leiknum í kvöld og endi í öðru sæti þá segja útreikningar Gracenote að það séu 35 prósent líkur á því að enska liðið komist í undanúrslit og 18 prósent líkur að liðið fari alla leið í úrslitaleikinn. Það er því ekki nema von að margir velti því fyrir sér hvort að það væri betra að tapa en vinna leikinn í Kaliningrad í kvöld. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Landslið Englands og Belgíu spila í kvöld hreinan úrslitaleik um efsta sæti G-riðils á HM í fótbolta. Liðin eru bæði komin áfram en toppsætið í riðlinum er í boði. En er kannski bara verra að enda í fyrsta sæti riðilsins upp á framhaldið? BBC veltir þessu fyrir sér í frétt á heimasíðu sinni þar sem er farið nánar yfir það sem bíður liðanna tveggja í sextán liða úrslitunum. Liðin þurfa eins og áður sagði ekki að hafa neinar áhygjur af því að komast í sextán liða úrslitin en nú þarf að finna út hvort liðið fer á hægri vænginn og hvort liðið fer á vinstri væng í útsláttarkeppni HM 2018. BBC tekur fyrir þá staðreynd að leiðin gæti orðið talvert erfiðari í úrslitaleikinn í Moskvu fyrir það lið sem vinnur riðilinn sinn. Liðin sem vinnur riðilinn mætir liðinu í öðru sæti í H-riðli sem gæti verið Japan, Senegal eða Kólumbía. Í átta liða úrslitunum bíður síðan sigurvegarinn úr leik Brasilíu og Mexíkó og í undanúrslitunum gæti mótherjinn orðið Frakkland, Argentína, Portúgal eða Úrúgvæ. Liðið sem tapar leiknum og lendir í öðru sæti í sínum riðli fær það hlutskipti að mæta liðinu í fyrsta sæti í H-riðli sem gæti verið Japan, Senegal eða Kólumbía. Í átta liða úrslitunum bíður aftur á móti sigurvegarinn úr leik Svíþjóðar og Sviss og í undanúrslitunum gæti mótherji liðsins orðið Spánn, Króatía, Danmörk eða Rússland. Tölfræðiþjónustan Gracenote hefur tekið saman líkur enska landsliðsins að komast í undanúrslitin eftir því hvorum megin liðið lendir. Þar er mikill munur og samkvæmt því væri mun betra að enda í öðru sæti riðilsins. Vinni enska landsliðið riðilinn þá segir Gracenote að það séu 24 prósent líkur á því að enska liðið komist í undanúrslit og 12 prósent líkur að liðið fari alla leið í úrslitaleikinn. Tapi enska landsliðið leiknum í kvöld og endi í öðru sæti þá segja útreikningar Gracenote að það séu 35 prósent líkur á því að enska liðið komist í undanúrslit og 18 prósent líkur að liðið fari alla leið í úrslitaleikinn. Það er því ekki nema von að margir velti því fyrir sér hvort að það væri betra að tapa en vinna leikinn í Kaliningrad í kvöld.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira