Segir sáttmála meirihlutaflokkanna hrákasmíð Sveinn Arnarsson skrifar 28. júní 2018 06:00 Frá Akureyri. VÍSIR/PJETUR Minnihluti bæjarstjórnar Akureyrar lagði fram 50 spurningar til meirihlutaflokkanna á síðasta fundi bæjarstjórnarinnar. Telur minnihlutinn sáttmála meirihlutaflokkanna vera illa skrifaðan, óræðan og að þörf sé á nánari útskýringum á honum. Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir íbúa eiga að fá að vita hvert stefnan er sett næstu fjögur árin. „Það er ekki hægt að draga upp neina mynd af því sem meirihlutinn ætlar sér,“ segir Gunnar. „Sáttmáli meirihlutans er þannig settur upp að íbúar geta ekki séð stefnuna. Þess vegna erum við að setja fram þessar spurningar. Íbúar bæjarins eiga að fá að vita hvert meirihlutinn er að fara. Annaðhvort er meirihlutinn enn ósammála um það eða að þau treysta sér ekki til að setja það niður á pappír.“Gunnar Gíslason fræðslustjóri AkureyriGuðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknarflokksins, kynnti málefnasamning L-lista, Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar fyrir kjörtímabilið á fundinum. Fulltrúar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks, minnihlutans í bæjarstjórn, bókuðu gegn sáttmálanum. Óskaði minnihlutinn eftir að spurningum hans yrði svarað og umræður teknar á næsta fundi bæjarstjórnar Akureyrar. „Sé ætlunin að komast í gegnum annað kjörtímabil án mikilla aðgerða er eðlilegt að horft sé framhjá þessari beiðni,“ stendur jafnframt í bókun minnihlutans. Halla Björk Reynisdóttir, oddviti L-lista og forseti bæjarstjórnar, vísar gagnrýni Gunnars á bug. „Málefnasamningurinn sem meirihlutinn hefur sett fram er metnaðarfullur og lýsir framtíðarsýn okkar vel. Þetta er stefna en ekki starfsáætlun og nú þegar er hafin vinna við að útfæra stefnuna í samvinnu við starfsfólk. Við vísum því gagnrýni minnihlutans alfarið á bug,“ segir Halla Björk. Minnihlutinn segir hins vegar í bókuninni að ekki sé hægt að ræða stefnuna út frá sáttmálanum. Hann sé fullkomlega óhæfur sem umræðugrundvöllur um stefnu og áherslur meirihlutans, eins og stendur í bókun minnihlutans. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Málefnasamningurinn svar við gagnrýni að mati prófessors í stjórnmálafræði Grétar Þór segir að sáttmálinn endurspegli háværa kröfu um betrumbætur í leikskólamálum. 13. júní 2018 14:29 Áhersla á leikskólamál í málefnasamningi meirihlutans á Akureyri Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks, L-listans og Samfylkingarinnar hafa náð samkomulagi um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Akureyrar kjörtímabilið 2018-2022. 12. júní 2018 11:37 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira
Minnihluti bæjarstjórnar Akureyrar lagði fram 50 spurningar til meirihlutaflokkanna á síðasta fundi bæjarstjórnarinnar. Telur minnihlutinn sáttmála meirihlutaflokkanna vera illa skrifaðan, óræðan og að þörf sé á nánari útskýringum á honum. Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir íbúa eiga að fá að vita hvert stefnan er sett næstu fjögur árin. „Það er ekki hægt að draga upp neina mynd af því sem meirihlutinn ætlar sér,“ segir Gunnar. „Sáttmáli meirihlutans er þannig settur upp að íbúar geta ekki séð stefnuna. Þess vegna erum við að setja fram þessar spurningar. Íbúar bæjarins eiga að fá að vita hvert meirihlutinn er að fara. Annaðhvort er meirihlutinn enn ósammála um það eða að þau treysta sér ekki til að setja það niður á pappír.“Gunnar Gíslason fræðslustjóri AkureyriGuðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknarflokksins, kynnti málefnasamning L-lista, Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar fyrir kjörtímabilið á fundinum. Fulltrúar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks, minnihlutans í bæjarstjórn, bókuðu gegn sáttmálanum. Óskaði minnihlutinn eftir að spurningum hans yrði svarað og umræður teknar á næsta fundi bæjarstjórnar Akureyrar. „Sé ætlunin að komast í gegnum annað kjörtímabil án mikilla aðgerða er eðlilegt að horft sé framhjá þessari beiðni,“ stendur jafnframt í bókun minnihlutans. Halla Björk Reynisdóttir, oddviti L-lista og forseti bæjarstjórnar, vísar gagnrýni Gunnars á bug. „Málefnasamningurinn sem meirihlutinn hefur sett fram er metnaðarfullur og lýsir framtíðarsýn okkar vel. Þetta er stefna en ekki starfsáætlun og nú þegar er hafin vinna við að útfæra stefnuna í samvinnu við starfsfólk. Við vísum því gagnrýni minnihlutans alfarið á bug,“ segir Halla Björk. Minnihlutinn segir hins vegar í bókuninni að ekki sé hægt að ræða stefnuna út frá sáttmálanum. Hann sé fullkomlega óhæfur sem umræðugrundvöllur um stefnu og áherslur meirihlutans, eins og stendur í bókun minnihlutans.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Málefnasamningurinn svar við gagnrýni að mati prófessors í stjórnmálafræði Grétar Þór segir að sáttmálinn endurspegli háværa kröfu um betrumbætur í leikskólamálum. 13. júní 2018 14:29 Áhersla á leikskólamál í málefnasamningi meirihlutans á Akureyri Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks, L-listans og Samfylkingarinnar hafa náð samkomulagi um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Akureyrar kjörtímabilið 2018-2022. 12. júní 2018 11:37 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira
Málefnasamningurinn svar við gagnrýni að mati prófessors í stjórnmálafræði Grétar Þór segir að sáttmálinn endurspegli háværa kröfu um betrumbætur í leikskólamálum. 13. júní 2018 14:29
Áhersla á leikskólamál í málefnasamningi meirihlutans á Akureyri Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks, L-listans og Samfylkingarinnar hafa náð samkomulagi um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Akureyrar kjörtímabilið 2018-2022. 12. júní 2018 11:37