Eyðing regnskóga nærri meti í fyrra Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2018 20:59 Á Indónesíu brenna bændur skóga til að búa til pláss fyrir pálmaolíuframleiðslu. Vísir/EPA Regnskógar heims skruppu saman um 15,6 milljónir hektara á síðasta ári samkvæmt gervihnattamælingum. Ástæðan var meðal annars skógareldar sem kveiktir eru til að rýma til fyrir ræktarlandi, landbúnaður og ýmis konar auðlindanýting. Samkvæmt tölum í skýrslu Global Forest Watch sem eru byggðar á gervihnattamælingum Maryland-háskóla var regnskógaeyðing í fyrra sú næstversta frá því að mælingar hófust, aðeins lítillega minni en árið áður. Í Brasilíu rýmdu bændur og búgarðseigendur um 1,2 milljónir hektara af regnskógum. Í Kólumbíu þýddi friðarsamningur á milli ríkisstjórnarinnar og skæruliðasamtaka að námuvinnsla, skógarhögg og landbúnaður ruddi hluta Amazon-frumskógarins í burtu. Við það bættist eyðing skóga af völdum náttúruhamfara eins og fellibyljanna Irmu og Maríu sem eyddu nærri því einum þriðja hluta skóga á eyjunni Dóminíku og stórum hluta skóglendis á Púertó Ríkó, að sögn New York Times. Mælingarnar eru sagðar í góðu samræmi við fyrri rannsóknir sem hafa bent til þess að regnskógar séu að minnka að flatarmáli á jörðinni. Í skýrslunni kemur þó fram að einhver árangur virðist hafa náðst á Indónesíu þar sem gengið hefur verið hart að regnskógum til að rýma til fyrir framleiðslu á pálmaolíu. Þar hafa bændur brennt mólendi þar sem gríðarlegt magn kolefnis er bundið. Ríkisstjórn landsins lagði bann við frekari bruna á mólendi árið 2016 eftir mikla skógarelda. Fyrstu vísbendingar eru sagðar lofa nokkuð góðu. Eyðing mólendis hafi ekki verið minni í fjölda ára. Bangladess Brasilía Kólumbía Loftslagsmál Tengdar fréttir Banna pálmaolíu í vörum Iceland af umhverfisástæðum Framleiðsla pálmaolíu veldur gríðarlegum umhverfisspjöllum í Asíu og á jörðinni allri. 10. apríl 2018 12:42 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Sjá meira
Regnskógar heims skruppu saman um 15,6 milljónir hektara á síðasta ári samkvæmt gervihnattamælingum. Ástæðan var meðal annars skógareldar sem kveiktir eru til að rýma til fyrir ræktarlandi, landbúnaður og ýmis konar auðlindanýting. Samkvæmt tölum í skýrslu Global Forest Watch sem eru byggðar á gervihnattamælingum Maryland-háskóla var regnskógaeyðing í fyrra sú næstversta frá því að mælingar hófust, aðeins lítillega minni en árið áður. Í Brasilíu rýmdu bændur og búgarðseigendur um 1,2 milljónir hektara af regnskógum. Í Kólumbíu þýddi friðarsamningur á milli ríkisstjórnarinnar og skæruliðasamtaka að námuvinnsla, skógarhögg og landbúnaður ruddi hluta Amazon-frumskógarins í burtu. Við það bættist eyðing skóga af völdum náttúruhamfara eins og fellibyljanna Irmu og Maríu sem eyddu nærri því einum þriðja hluta skóga á eyjunni Dóminíku og stórum hluta skóglendis á Púertó Ríkó, að sögn New York Times. Mælingarnar eru sagðar í góðu samræmi við fyrri rannsóknir sem hafa bent til þess að regnskógar séu að minnka að flatarmáli á jörðinni. Í skýrslunni kemur þó fram að einhver árangur virðist hafa náðst á Indónesíu þar sem gengið hefur verið hart að regnskógum til að rýma til fyrir framleiðslu á pálmaolíu. Þar hafa bændur brennt mólendi þar sem gríðarlegt magn kolefnis er bundið. Ríkisstjórn landsins lagði bann við frekari bruna á mólendi árið 2016 eftir mikla skógarelda. Fyrstu vísbendingar eru sagðar lofa nokkuð góðu. Eyðing mólendis hafi ekki verið minni í fjölda ára.
Bangladess Brasilía Kólumbía Loftslagsmál Tengdar fréttir Banna pálmaolíu í vörum Iceland af umhverfisástæðum Framleiðsla pálmaolíu veldur gríðarlegum umhverfisspjöllum í Asíu og á jörðinni allri. 10. apríl 2018 12:42 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Sjá meira
Banna pálmaolíu í vörum Iceland af umhverfisástæðum Framleiðsla pálmaolíu veldur gríðarlegum umhverfisspjöllum í Asíu og á jörðinni allri. 10. apríl 2018 12:42