Hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna á leiðtogafundi NATO Heimir Már Pétursson skrifar 27. júní 2018 20:00 Fulltrúar Samfylkingarinnar og Pírata í utanríkismálanefnd hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna hvers kyns ómannúðlega meðferð á flóttafólki og þá sér í brotum á réttindum barna á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í byrjun næsta mánaðar. Utanríkismálanefnd fundaði í dag með embættismönnum þar sem kynnt var fyrir nefndinni hvernig íslensk stjórnvöld hafa brugðist við aðskilnaði barna frá foreldrum í hælisleit við suður landamæri Bandaríkjanna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður nefndarinnar, segir nefndina hafa fengið skýra mynd af málinu og íslensk stjórnvöld hafi brugðist við af fullri getu. „Íslensk stjórnvöld gerðu það. Þau sýndu það og komu því á framfæri að það væri auðvitað krafa á réttarríki sem byggja á frelsi, lýðræði og mannréttindum að setja velferð barna í fyrirrúmi. Þau skilaboð komust víða til skila frá íslenskum stjórnvöldum. Meðal annars frá utanríkisráðherra og forsætisráðherra,“ segir Áslaug Arna. Það sé ómannúðlegt samkvæmt alþjóðalögum og samningum og pólitískt ósamrýmanlegt að aðskilja börn og foreldra. Smári McCarthy og Logi Einarsson, fulltrúar Pírata og Samfylkingar í nefndinni, vilja hins vegar hvetja stjórnvöld til enn frekari viðbragða og lögðu fram bókun í nefndinni. „Þar sem við hvetjum forsætisráðherra til að nota NATO þingið 11. til 12. júlí til þess að taka þess mál upp og ræða þessa stöðu,“ segir Logi. Bæði hvað varðaði flóttafólk í Bandaríkjunum og í Evrópu, jafnvel í nágrannaríkjum. Það er ekki oft sem Alþingi eða íslensk stjórnvöld gagnrýna stjórnsýslu Bandaríkjastjórnar. Og það hefur sýnt sig að Donald Trump Bandaríkjaforseti bregst ekki alltaf vel við jafnvel þótt vinaþjóðir gagnrýni stefnu hans.Væri ástæða til að óttast að hann myndi á einhvern hátt refsa Íslendingum ef íslenski forsætisráðherrann færi að gagnrýna hann?„Ég veit það ekki. Gamalt máltæki segir „vinur er sá sem til vamms segir," og það skiptir máli að við látum í okkur heyra,“ segir Logi Einarsson. Að neðan má sjá bókun Smára og Loga í heild sinni:Leiðtogafundur NATÓ fer fram 11. - 12. júlí næstkomandi í Brussel en áhersla fundarins verður á náið samstarf þjóða þegar kemur að öryggis- og varnarmálum.Það er þó ekki hægt að tala um öryggi og stöðugleika án þess að minnast á þá sem að hafa þurft að flýja ógnir og óstöðugleika. Sjaldan hafa fleiri verið á flótta vegna stríðsátaka, ofsókna og umhverfisógnar.Síðustu vikur höfum við fengið fregnir af grófum brotum á réttindum barna og foreldra á flótta, fjölskylduaðskilnaði við landamæri og aðra misbeitingu. Með auknum straumi flóttafólks hafa sum okkar helstu samstarfsríki mætt vandanum með hörku og jafnvel grimmd í stað skilnings og ábyrgðar.Í stjórnarsáttmálanum segir að Ísland muni leggja sitt af mörkum til lausnar á flóttamannavandanum. Samfylkingin og Píratar hvetja því forsætisráðherra til að taka skýra afstöðu á leiðtogafundi NATÓ í Brussel og gagnrýna hvers kyns framferði er snýr að ómannúðlegri meðferð flóttafólks - sér í lagi brotum á réttindum barna á flótta.Íslensk stjórnvöld eiga að vera staðfastir talsmenn verndar barna á flótta og taka afstöðu gegn hvers kyns ofbeldi, útlendingahatri og mismunun, bæði heima fyrir og á alþjóðavettvangi.Logi Einarsson, Samfylkingunni.Smári McCarthy, Pírötum. Donald Trump NATO Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Fulltrúar Samfylkingarinnar og Pírata í utanríkismálanefnd hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna hvers kyns ómannúðlega meðferð á flóttafólki og þá sér í brotum á réttindum barna á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í byrjun næsta mánaðar. Utanríkismálanefnd fundaði í dag með embættismönnum þar sem kynnt var fyrir nefndinni hvernig íslensk stjórnvöld hafa brugðist við aðskilnaði barna frá foreldrum í hælisleit við suður landamæri Bandaríkjanna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður nefndarinnar, segir nefndina hafa fengið skýra mynd af málinu og íslensk stjórnvöld hafi brugðist við af fullri getu. „Íslensk stjórnvöld gerðu það. Þau sýndu það og komu því á framfæri að það væri auðvitað krafa á réttarríki sem byggja á frelsi, lýðræði og mannréttindum að setja velferð barna í fyrirrúmi. Þau skilaboð komust víða til skila frá íslenskum stjórnvöldum. Meðal annars frá utanríkisráðherra og forsætisráðherra,“ segir Áslaug Arna. Það sé ómannúðlegt samkvæmt alþjóðalögum og samningum og pólitískt ósamrýmanlegt að aðskilja börn og foreldra. Smári McCarthy og Logi Einarsson, fulltrúar Pírata og Samfylkingar í nefndinni, vilja hins vegar hvetja stjórnvöld til enn frekari viðbragða og lögðu fram bókun í nefndinni. „Þar sem við hvetjum forsætisráðherra til að nota NATO þingið 11. til 12. júlí til þess að taka þess mál upp og ræða þessa stöðu,“ segir Logi. Bæði hvað varðaði flóttafólk í Bandaríkjunum og í Evrópu, jafnvel í nágrannaríkjum. Það er ekki oft sem Alþingi eða íslensk stjórnvöld gagnrýna stjórnsýslu Bandaríkjastjórnar. Og það hefur sýnt sig að Donald Trump Bandaríkjaforseti bregst ekki alltaf vel við jafnvel þótt vinaþjóðir gagnrýni stefnu hans.Væri ástæða til að óttast að hann myndi á einhvern hátt refsa Íslendingum ef íslenski forsætisráðherrann færi að gagnrýna hann?„Ég veit það ekki. Gamalt máltæki segir „vinur er sá sem til vamms segir," og það skiptir máli að við látum í okkur heyra,“ segir Logi Einarsson. Að neðan má sjá bókun Smára og Loga í heild sinni:Leiðtogafundur NATÓ fer fram 11. - 12. júlí næstkomandi í Brussel en áhersla fundarins verður á náið samstarf þjóða þegar kemur að öryggis- og varnarmálum.Það er þó ekki hægt að tala um öryggi og stöðugleika án þess að minnast á þá sem að hafa þurft að flýja ógnir og óstöðugleika. Sjaldan hafa fleiri verið á flótta vegna stríðsátaka, ofsókna og umhverfisógnar.Síðustu vikur höfum við fengið fregnir af grófum brotum á réttindum barna og foreldra á flótta, fjölskylduaðskilnaði við landamæri og aðra misbeitingu. Með auknum straumi flóttafólks hafa sum okkar helstu samstarfsríki mætt vandanum með hörku og jafnvel grimmd í stað skilnings og ábyrgðar.Í stjórnarsáttmálanum segir að Ísland muni leggja sitt af mörkum til lausnar á flóttamannavandanum. Samfylkingin og Píratar hvetja því forsætisráðherra til að taka skýra afstöðu á leiðtogafundi NATÓ í Brussel og gagnrýna hvers kyns framferði er snýr að ómannúðlegri meðferð flóttafólks - sér í lagi brotum á réttindum barna á flótta.Íslensk stjórnvöld eiga að vera staðfastir talsmenn verndar barna á flótta og taka afstöðu gegn hvers kyns ofbeldi, útlendingahatri og mismunun, bæði heima fyrir og á alþjóðavettvangi.Logi Einarsson, Samfylkingunni.Smári McCarthy, Pírötum.
Donald Trump NATO Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira