Heimir setti nýtt íslenskt landsliðsþjálfaramet í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2018 12:30 Heimir Hallgrímsson. Vísir/EPA Heimir Hallgrímsson er nú sá Íslendingur sem hefur stýrt landsliði í flestum leikjum en hann tók metið af Teiti Þórðarsyni í gær. Heimir Hallgrímsson stýrði íslenska landsliðinu í 58. sinn í Rostov-on-Don í gærkvöldi þegar strákanir léku sinn síðasta leik á HM í fótbolta í Rússlandi. Teitur Þórðarson var búinn að eiga metið í tuttugu ár eða frá því að hann tók það af Ásgeiri Elíassyni árið 1998. Teitur stýrði eistneska landsliðinu á árunum 1996 til 1999 og léku Eistar alls 57 landsleiki á þessum fjórum árum. Einn af þessum leikjum var einmitt á móti íslenska landsliðinu. Sá leikur var sögulegur því feðgarnir Arnór Guðjohnsen og Eiður Smári Guðjohsen tóku báðir þátt í leiknum. Eiður Smári kom inná fyrir Arnór á 62. mínútu. Ísland vann leikinn 3-0 og skoraði Bjarki Gunnlaugsson öll mörkin. Heimir Hallgrímsson stýrði íslenska landsliðinu með Lars Lagerbäck í fyrstu 32 leikjunum en hefur verið einn með liðið í síðustu 26 leikjum. Heimir var einnig aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck í tutttugu leikjum frá 2012 til 2014 og hefur því verið á bekknum í alls 78 landsleikjum Íslands á síðustu sex árum. Flestir á topplistanum hafa stýrt íslenska landsliðinu en þar er einnig Páll Guðlaugsson sem stýrði færeyska landsliðinu í 25 leikjum frá 1988 til 1993.Flestir leikir hjá íslenskum landsliðsþjálfurum:(A-landslið karla í fótbolta) 58 - Heimir Hallgrímsson (Ísland 2014-2018) 57 - Teitur Þórðarson (Eistland 1996-1999) 39 - Ólafur Jóhannesson (Ísland 2007-2011) 38 - Logi Ólafsson (Ísland 1996-1997, 2003-2005) 34 - Ásgeir Elíasson (Ísland 1991-1995) 31 - Atli Eðvaldsson (Ísland 2000-2003) 25 - Páll Guðlaugsson (Færeyjar 1988-1993) 25 - Guðjón Þórðarson (Ísland 1997-1999)Teitur Þórðarson.Vísir/Getty HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Heimir Hallgrímsson er nú sá Íslendingur sem hefur stýrt landsliði í flestum leikjum en hann tók metið af Teiti Þórðarsyni í gær. Heimir Hallgrímsson stýrði íslenska landsliðinu í 58. sinn í Rostov-on-Don í gærkvöldi þegar strákanir léku sinn síðasta leik á HM í fótbolta í Rússlandi. Teitur Þórðarson var búinn að eiga metið í tuttugu ár eða frá því að hann tók það af Ásgeiri Elíassyni árið 1998. Teitur stýrði eistneska landsliðinu á árunum 1996 til 1999 og léku Eistar alls 57 landsleiki á þessum fjórum árum. Einn af þessum leikjum var einmitt á móti íslenska landsliðinu. Sá leikur var sögulegur því feðgarnir Arnór Guðjohnsen og Eiður Smári Guðjohsen tóku báðir þátt í leiknum. Eiður Smári kom inná fyrir Arnór á 62. mínútu. Ísland vann leikinn 3-0 og skoraði Bjarki Gunnlaugsson öll mörkin. Heimir Hallgrímsson stýrði íslenska landsliðinu með Lars Lagerbäck í fyrstu 32 leikjunum en hefur verið einn með liðið í síðustu 26 leikjum. Heimir var einnig aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck í tutttugu leikjum frá 2012 til 2014 og hefur því verið á bekknum í alls 78 landsleikjum Íslands á síðustu sex árum. Flestir á topplistanum hafa stýrt íslenska landsliðinu en þar er einnig Páll Guðlaugsson sem stýrði færeyska landsliðinu í 25 leikjum frá 1988 til 1993.Flestir leikir hjá íslenskum landsliðsþjálfurum:(A-landslið karla í fótbolta) 58 - Heimir Hallgrímsson (Ísland 2014-2018) 57 - Teitur Þórðarson (Eistland 1996-1999) 39 - Ólafur Jóhannesson (Ísland 2007-2011) 38 - Logi Ólafsson (Ísland 1996-1997, 2003-2005) 34 - Ásgeir Elíasson (Ísland 1991-1995) 31 - Atli Eðvaldsson (Ísland 2000-2003) 25 - Páll Guðlaugsson (Færeyjar 1988-1993) 25 - Guðjón Þórðarson (Ísland 1997-1999)Teitur Þórðarson.Vísir/Getty
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira